Mikið áfall að fara á breytingaskeiðið aðeins 32 ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 21:00 Jónína Margrét Sigurðardóttir er á breytingaskeiðinu, aðeins 32 ára. Vísir/Einar Kona um þrítugt sem gengur nú í gegnum breytingaskeið segir það hafa verið mikið áfall að fá greininguna. Hún mun ekki geta eignast fleiri börn og stendur frammi fyrir strangri lyfjagjöf næstu áratugina. Meðalaldur kvenna við upphaf breytingaskeiðs, eða tíðahvörf, er um fimmtugt en Jónína Margrét Sigurðardóttir var ekki nema um 25 ára þegar hún byrjaði að finna fyrir einkennum snemmbúins breytingaskeiðs. Jónína, sem nú er 32 ára, leitaði loks til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári síðan þegar hún hætti að fara á blæðingar. Jónína kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvað veldur. „Af því þetta er svo ofboðslega sjaldgæft þá er þetta ekki rannsakað. Þetta er ekki skoðað. Ég myndi helst vilja fá einhver svör við því. En það er ekki. Þetta var mikið áfall, þetta var ofboðslega erfitt. Ég var rosalega feimin að tala um þetta því staðalímyndin af konum á breytingaskeiðinu eru sveittar, þreyttar og pirraðar kellingar. En ég var ekki tilbúin til þess að falla undir þann hatt,“ segir Jónína. Missti hárið og fékk svitaköst Hormónalyf, sem Jónína mun þurfa að taka næstu áratugina, slá á einkenni tíðahvarfanna, sem voru ýmiss konar. „Þetta voru miklir liðverkir. Sjónin hjá mér er orðin verri, hárlos, hita- og svitaköst. Ég svaf kannski fjóra tíma á nóttunni,“ segir Jónína. Jónína á eina dóttur á unglingsaldri. Hún segir frekari barneignir svo gott sem ómögulegar. „Öll egg hjá mér eru búin og það var náttúrulega rosa stórt og ég var mjög lengi að eiga við það með sjálfri mér. En ég var ekki viss um hvort mig langaði að eignast fleiri börn og ég er einhleyp. Svo flækir það líka málið.“ Hún hafi mætt skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef til dæmis ekki fengið það í gegn að fara í beinþéttnimælingu af því að ég er ekki nógu gömul. Skilaboðin sem ég fæ eru: Við skoðum það kannski ef þú ferð að brjóta stór bein. Sem mér finnst hljóma svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Jónína. Ítarlega var fjallað um breytingaskeiðið, kulnun og gagnsemi nýrra hormónameðferða í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Meðalaldur kvenna við upphaf breytingaskeiðs, eða tíðahvörf, er um fimmtugt en Jónína Margrét Sigurðardóttir var ekki nema um 25 ára þegar hún byrjaði að finna fyrir einkennum snemmbúins breytingaskeiðs. Jónína, sem nú er 32 ára, leitaði loks til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári síðan þegar hún hætti að fara á blæðingar. Jónína kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvað veldur. „Af því þetta er svo ofboðslega sjaldgæft þá er þetta ekki rannsakað. Þetta er ekki skoðað. Ég myndi helst vilja fá einhver svör við því. En það er ekki. Þetta var mikið áfall, þetta var ofboðslega erfitt. Ég var rosalega feimin að tala um þetta því staðalímyndin af konum á breytingaskeiðinu eru sveittar, þreyttar og pirraðar kellingar. En ég var ekki tilbúin til þess að falla undir þann hatt,“ segir Jónína. Missti hárið og fékk svitaköst Hormónalyf, sem Jónína mun þurfa að taka næstu áratugina, slá á einkenni tíðahvarfanna, sem voru ýmiss konar. „Þetta voru miklir liðverkir. Sjónin hjá mér er orðin verri, hárlos, hita- og svitaköst. Ég svaf kannski fjóra tíma á nóttunni,“ segir Jónína. Jónína á eina dóttur á unglingsaldri. Hún segir frekari barneignir svo gott sem ómögulegar. „Öll egg hjá mér eru búin og það var náttúrulega rosa stórt og ég var mjög lengi að eiga við það með sjálfri mér. En ég var ekki viss um hvort mig langaði að eignast fleiri börn og ég er einhleyp. Svo flækir það líka málið.“ Hún hafi mætt skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef til dæmis ekki fengið það í gegn að fara í beinþéttnimælingu af því að ég er ekki nógu gömul. Skilaboðin sem ég fæ eru: Við skoðum það kannski ef þú ferð að brjóta stór bein. Sem mér finnst hljóma svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Jónína. Ítarlega var fjallað um breytingaskeiðið, kulnun og gagnsemi nýrra hormónameðferða í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira