Vill vekja athygli á fylgikvillum brjóstastækkunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 21:44 Brynja segist anda léttar nú þegar púðarnir eru á bak og burt. Vísir/Sigurjón Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, lét á dögunum fjarlægja úr sér brjóstapúða sem hún fékk sér fyrir meira en áratug síðan. Hún vill vekja athygli á þeim fylgikvillum sem fylgt geta brjóstastækkun. Brynja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún greindi frá því á Instagram í gær að nánast allar götur frá því hún fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum hafi hún upplifað ýmsa leiðingjarna kvilla í tengslum við aðgerðina, svo sem þreytu, verki, ofnæmi og erfiðleika við andardrátt. Þá segist hún hafa farið í aðgerðina til að geðjast öðrum en sjálfri sér. „Ég ætlaði einhvern veginn ekki að tala um þetta. Mig er búið að langa að gera þetta eiginlega frá því ég fékk mér [púðana]. Það er bara þannig, ég hef ekki þolað þá síðan,“ sagði Brynja í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist hafa kviðið því að láta fjarlægja púðana, en það hafi reynst mun minna mál en hún hafði haldið. Vildi passa inn í mót Brynja segist hafa fengið sér púðana á röngum forsendum á sínum tíma. „Ég held bara að við könnumst allar við þessa tilfinningu, annað hvort að vera bara óánægðar með sjálfar okkur á einhverju tímabili í lífinu, ég var nýbúin að ganga með barn og það var stutt síðan hann hætti á brjósti. Líkaminn minn var bara enn þá að mótast,“ segir Brynja, sem var 25 ára þegar hún fór í aðgerðina. Hún segist hafa farið í aðgerðina án nokkurra upplýsinga og segist hafa viljað passa inn í einhvers konar mót. „Þetta er umræða sem ég hef átt mikið við strákinn minn, sem er unglingur. Raunveruleikinn er ekki það sem við sjáum í myndum, eða þess vegna klámmyndum, sem unglingar eru mikið að horfa á. Þetta er ekki raunin, eða það sem gengur og gerist. Mér finnst ótrúlega gott í dag að vera bara búin að vinna í sjálfri mér og geta elskað mig eins og ég er,“ segir Brynja. Hún bætir því við að ef fólk vilji fá sér brjóstapúða sé ekkert athugavert við það. Hver verði að ákveða fyrir sjálfan sig. Andaði samstundis léttar Brynja segir þó að hún hefði verið til í að hafa aflað sér meiri upplýsinga um hvað getur fylgt brjóstastækkun. „Bara hvað getur gerst. Hvað er breast implant illness? Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem hann er farinn að leka eða ekki.“ Brynja segir að um leið og hún hafi vaknað eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru teknir úr henni hafi hún getað andað léttar, og bendir á að öll þessi ár hafi hún verið með 650 grömm aukalega framan á brjóstkassanum. „Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft og þetta hefur alltaf tekið í vöðvann þegar ég hef tekið armbeygjur og svoleiðis. Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir Brynja og lýsir fleiri einkennum á borð við ofnæmi og síþreytu sem fylgdu brjóstastækkuninni. Viðtalið við Brynju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Brynja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún greindi frá því á Instagram í gær að nánast allar götur frá því hún fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum hafi hún upplifað ýmsa leiðingjarna kvilla í tengslum við aðgerðina, svo sem þreytu, verki, ofnæmi og erfiðleika við andardrátt. Þá segist hún hafa farið í aðgerðina til að geðjast öðrum en sjálfri sér. „Ég ætlaði einhvern veginn ekki að tala um þetta. Mig er búið að langa að gera þetta eiginlega frá því ég fékk mér [púðana]. Það er bara þannig, ég hef ekki þolað þá síðan,“ sagði Brynja í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist hafa kviðið því að láta fjarlægja púðana, en það hafi reynst mun minna mál en hún hafði haldið. Vildi passa inn í mót Brynja segist hafa fengið sér púðana á röngum forsendum á sínum tíma. „Ég held bara að við könnumst allar við þessa tilfinningu, annað hvort að vera bara óánægðar með sjálfar okkur á einhverju tímabili í lífinu, ég var nýbúin að ganga með barn og það var stutt síðan hann hætti á brjósti. Líkaminn minn var bara enn þá að mótast,“ segir Brynja, sem var 25 ára þegar hún fór í aðgerðina. Hún segist hafa farið í aðgerðina án nokkurra upplýsinga og segist hafa viljað passa inn í einhvers konar mót. „Þetta er umræða sem ég hef átt mikið við strákinn minn, sem er unglingur. Raunveruleikinn er ekki það sem við sjáum í myndum, eða þess vegna klámmyndum, sem unglingar eru mikið að horfa á. Þetta er ekki raunin, eða það sem gengur og gerist. Mér finnst ótrúlega gott í dag að vera bara búin að vinna í sjálfri mér og geta elskað mig eins og ég er,“ segir Brynja. Hún bætir því við að ef fólk vilji fá sér brjóstapúða sé ekkert athugavert við það. Hver verði að ákveða fyrir sjálfan sig. Andaði samstundis léttar Brynja segir þó að hún hefði verið til í að hafa aflað sér meiri upplýsinga um hvað getur fylgt brjóstastækkun. „Bara hvað getur gerst. Hvað er breast implant illness? Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem hann er farinn að leka eða ekki.“ Brynja segir að um leið og hún hafi vaknað eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru teknir úr henni hafi hún getað andað léttar, og bendir á að öll þessi ár hafi hún verið með 650 grömm aukalega framan á brjóstkassanum. „Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft og þetta hefur alltaf tekið í vöðvann þegar ég hef tekið armbeygjur og svoleiðis. Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir Brynja og lýsir fleiri einkennum á borð við ofnæmi og síþreytu sem fylgdu brjóstastækkuninni. Viðtalið við Brynju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira