Æft og bömpað í hitanum hjá íslenska CrossFit fólkinu í Austin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru byrjaðar að æfa í hitanum í Texas. Instagram/@anniethorisdottir Íslensku keppendurnir hafa skilað sér til Texas fylkis í Bandaríkjunum þar sem framundan er Rogue Invitational boðsmótið sem byrjar í lok vikunnar. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa öll á mótinu og það gerir Þuríður Erla Helgadóttir líka. Anníe, Katrín og Björgvin komu frá Íslandi en Þuríður Erla er búsett í Sviss. Rogue Invitational er þriggja daga mót. Það eru tvær greinar á föstudaginn, þrjár á laugardaginn og loks tvær greinar á lokadeginum. Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist komust á pall þegar mótið fór fram síðast með hefðbundnum hætti árið 2019 en þá var Katrín Tanja einnig í fjórða sæti. Í fyrra fór mótið fram í gegnum netið og þá voru bæði Björgvin Karl og Sara í öðru sæti. Sara er ekki með á mótinu í ár þar sem hún er á fullu í Dúbaí að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta mót eftir krossbandsslit sem verður í desember. Þetta verður því í fyrsta sinn í sögu Rogue Invitational mótsins að Sara verður ekki á verðlaunapalli. Ísland á aftur á móti möguleika á að skila konu á pall þriðja árið í röð enda þrjár öflugar íslenska CrossFit konur meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir íslenska hópinn að fara úr veðrinu á Íslandi yfir í hitann í Texas. Þar hefur verið í kringum þrjátíu stiga hiti og mikill raki. Að þessu sinni fékk Katrín Tanja að kynnast því í fyrsta sinn í langan tíma en oftast hefur hún verið við æfingar úti í Bandaríkjunum fyrir stórmót. Að þessu sinni æfði hún með Anníe á Íslandi. Anníe hefur reynsluna af þessum skiptum og það mátti sjá hana á samfélagsmiðlum eyða dágóðum tíma í gufubaði í undirbúningi sínum fyrir það að keppa í hitanum í Texas. Anníe Mist setti líka í nótt inn myndband inn á síðuna sína þar sem sjá frá fyrstu æfingu hópsins í Austin. Það fer ekkert á milli mála að það er heitt og mikill raki hjá þeim enda má sjá stórar viftur í kringum okkar fólk. Uppáhaldið hennar Anníe sagði hún þó vera bömpið hjá vinkonunum sem sjá má í lok myndbandsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa öll á mótinu og það gerir Þuríður Erla Helgadóttir líka. Anníe, Katrín og Björgvin komu frá Íslandi en Þuríður Erla er búsett í Sviss. Rogue Invitational er þriggja daga mót. Það eru tvær greinar á föstudaginn, þrjár á laugardaginn og loks tvær greinar á lokadeginum. Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist komust á pall þegar mótið fór fram síðast með hefðbundnum hætti árið 2019 en þá var Katrín Tanja einnig í fjórða sæti. Í fyrra fór mótið fram í gegnum netið og þá voru bæði Björgvin Karl og Sara í öðru sæti. Sara er ekki með á mótinu í ár þar sem hún er á fullu í Dúbaí að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta mót eftir krossbandsslit sem verður í desember. Þetta verður því í fyrsta sinn í sögu Rogue Invitational mótsins að Sara verður ekki á verðlaunapalli. Ísland á aftur á móti möguleika á að skila konu á pall þriðja árið í röð enda þrjár öflugar íslenska CrossFit konur meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir íslenska hópinn að fara úr veðrinu á Íslandi yfir í hitann í Texas. Þar hefur verið í kringum þrjátíu stiga hiti og mikill raki. Að þessu sinni fékk Katrín Tanja að kynnast því í fyrsta sinn í langan tíma en oftast hefur hún verið við æfingar úti í Bandaríkjunum fyrir stórmót. Að þessu sinni æfði hún með Anníe á Íslandi. Anníe hefur reynsluna af þessum skiptum og það mátti sjá hana á samfélagsmiðlum eyða dágóðum tíma í gufubaði í undirbúningi sínum fyrir það að keppa í hitanum í Texas. Anníe Mist setti líka í nótt inn myndband inn á síðuna sína þar sem sjá frá fyrstu æfingu hópsins í Austin. Það fer ekkert á milli mála að það er heitt og mikill raki hjá þeim enda má sjá stórar viftur í kringum okkar fólk. Uppáhaldið hennar Anníe sagði hún þó vera bömpið hjá vinkonunum sem sjá má í lok myndbandsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira