Æft og bömpað í hitanum hjá íslenska CrossFit fólkinu í Austin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru byrjaðar að æfa í hitanum í Texas. Instagram/@anniethorisdottir Íslensku keppendurnir hafa skilað sér til Texas fylkis í Bandaríkjunum þar sem framundan er Rogue Invitational boðsmótið sem byrjar í lok vikunnar. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa öll á mótinu og það gerir Þuríður Erla Helgadóttir líka. Anníe, Katrín og Björgvin komu frá Íslandi en Þuríður Erla er búsett í Sviss. Rogue Invitational er þriggja daga mót. Það eru tvær greinar á föstudaginn, þrjár á laugardaginn og loks tvær greinar á lokadeginum. Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist komust á pall þegar mótið fór fram síðast með hefðbundnum hætti árið 2019 en þá var Katrín Tanja einnig í fjórða sæti. Í fyrra fór mótið fram í gegnum netið og þá voru bæði Björgvin Karl og Sara í öðru sæti. Sara er ekki með á mótinu í ár þar sem hún er á fullu í Dúbaí að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta mót eftir krossbandsslit sem verður í desember. Þetta verður því í fyrsta sinn í sögu Rogue Invitational mótsins að Sara verður ekki á verðlaunapalli. Ísland á aftur á móti möguleika á að skila konu á pall þriðja árið í röð enda þrjár öflugar íslenska CrossFit konur meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir íslenska hópinn að fara úr veðrinu á Íslandi yfir í hitann í Texas. Þar hefur verið í kringum þrjátíu stiga hiti og mikill raki. Að þessu sinni fékk Katrín Tanja að kynnast því í fyrsta sinn í langan tíma en oftast hefur hún verið við æfingar úti í Bandaríkjunum fyrir stórmót. Að þessu sinni æfði hún með Anníe á Íslandi. Anníe hefur reynsluna af þessum skiptum og það mátti sjá hana á samfélagsmiðlum eyða dágóðum tíma í gufubaði í undirbúningi sínum fyrir það að keppa í hitanum í Texas. Anníe Mist setti líka í nótt inn myndband inn á síðuna sína þar sem sjá frá fyrstu æfingu hópsins í Austin. Það fer ekkert á milli mála að það er heitt og mikill raki hjá þeim enda má sjá stórar viftur í kringum okkar fólk. Uppáhaldið hennar Anníe sagði hún þó vera bömpið hjá vinkonunum sem sjá má í lok myndbandsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa öll á mótinu og það gerir Þuríður Erla Helgadóttir líka. Anníe, Katrín og Björgvin komu frá Íslandi en Þuríður Erla er búsett í Sviss. Rogue Invitational er þriggja daga mót. Það eru tvær greinar á föstudaginn, þrjár á laugardaginn og loks tvær greinar á lokadeginum. Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist komust á pall þegar mótið fór fram síðast með hefðbundnum hætti árið 2019 en þá var Katrín Tanja einnig í fjórða sæti. Í fyrra fór mótið fram í gegnum netið og þá voru bæði Björgvin Karl og Sara í öðru sæti. Sara er ekki með á mótinu í ár þar sem hún er á fullu í Dúbaí að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta mót eftir krossbandsslit sem verður í desember. Þetta verður því í fyrsta sinn í sögu Rogue Invitational mótsins að Sara verður ekki á verðlaunapalli. Ísland á aftur á móti möguleika á að skila konu á pall þriðja árið í röð enda þrjár öflugar íslenska CrossFit konur meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir íslenska hópinn að fara úr veðrinu á Íslandi yfir í hitann í Texas. Þar hefur verið í kringum þrjátíu stiga hiti og mikill raki. Að þessu sinni fékk Katrín Tanja að kynnast því í fyrsta sinn í langan tíma en oftast hefur hún verið við æfingar úti í Bandaríkjunum fyrir stórmót. Að þessu sinni æfði hún með Anníe á Íslandi. Anníe hefur reynsluna af þessum skiptum og það mátti sjá hana á samfélagsmiðlum eyða dágóðum tíma í gufubaði í undirbúningi sínum fyrir það að keppa í hitanum í Texas. Anníe Mist setti líka í nótt inn myndband inn á síðuna sína þar sem sjá frá fyrstu æfingu hópsins í Austin. Það fer ekkert á milli mála að það er heitt og mikill raki hjá þeim enda má sjá stórar viftur í kringum okkar fólk. Uppáhaldið hennar Anníe sagði hún þó vera bömpið hjá vinkonunum sem sjá má í lok myndbandsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ Sjá meira