Íslendingar geta sótt um miða á EM strax eftir drátt á fimmtudag Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 16:30 Íslenska landsliðið fékk góðan stuðning á Evrópumótinu í Hollandi árið 2017. Getty/Catherine Ivill Það ræðst á fimmtudaginn hvaða liðum Ísland verður með í riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Englandi næsta sumar. Strax eftir dráttinn geta stuðningsmenn sótt um miða á leikina en miðaverðið er frá innan við þúsund krónum. Sextán lið leika á Evrópumótinu næsta sumar en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir dráttinn á fimmtudag verður ljóst hvaða þremur liðum Ísland mætir í riðlakeppninni í Englandi, á hvaða leikvöngum Ísland spilar og hverjir mögulegir andstæðingar liðsins gætu orðið í 8-liða úrslitum. Dregið verður klukkan 16 að íslenskum tíma og klukkutíma síðar verður opnað fyrir miðasölu. Hægt verður að sækja um miða fram til 16. nóvember og eftir það skýrist hverjir fá miða. Ætla má að eftirspurnin verði langmest eftir miðum hjá heimakonum í enska landsliðinu sem hefja munu keppni á Old Trafford í Manchester miðvikudagskvöldið 6. júlí. Miðasala fer fram í gegnum vef UEFA og hægt er að lesa nánar um framkvæmd hennar með því að smella hér. Nokkur þúsund Íslendinga fylgdu Íslandi á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 en það var þriðja stórmót íslenska liðsins sem leikur á sína fjórða Evrópumóti í röð næsta sumar. Styrkleikaflokkar fyrir dráttinn á fimmtudag: Flokkur 1: England Holland Þýskaland Frakkland Flokkur 2: Svíþjóð Spánn Noregur Ítalía Flokkur 3: Danmörk Belgía Sviss Austurríki Flokkur 4: Ísland Rússland Finnland Norður-Írland Kelly Smith hjálpar til við dráttinn í riðla á EM.Getty EM 2021 í Englandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Sextán lið leika á Evrópumótinu næsta sumar en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir dráttinn á fimmtudag verður ljóst hvaða þremur liðum Ísland mætir í riðlakeppninni í Englandi, á hvaða leikvöngum Ísland spilar og hverjir mögulegir andstæðingar liðsins gætu orðið í 8-liða úrslitum. Dregið verður klukkan 16 að íslenskum tíma og klukkutíma síðar verður opnað fyrir miðasölu. Hægt verður að sækja um miða fram til 16. nóvember og eftir það skýrist hverjir fá miða. Ætla má að eftirspurnin verði langmest eftir miðum hjá heimakonum í enska landsliðinu sem hefja munu keppni á Old Trafford í Manchester miðvikudagskvöldið 6. júlí. Miðasala fer fram í gegnum vef UEFA og hægt er að lesa nánar um framkvæmd hennar með því að smella hér. Nokkur þúsund Íslendinga fylgdu Íslandi á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 en það var þriðja stórmót íslenska liðsins sem leikur á sína fjórða Evrópumóti í röð næsta sumar. Styrkleikaflokkar fyrir dráttinn á fimmtudag: Flokkur 1: England Holland Þýskaland Frakkland Flokkur 2: Svíþjóð Spánn Noregur Ítalía Flokkur 3: Danmörk Belgía Sviss Austurríki Flokkur 4: Ísland Rússland Finnland Norður-Írland Kelly Smith hjálpar til við dráttinn í riðla á EM.Getty
Styrkleikaflokkar fyrir dráttinn á fimmtudag: Flokkur 1: England Holland Þýskaland Frakkland Flokkur 2: Svíþjóð Spánn Noregur Ítalía Flokkur 3: Danmörk Belgía Sviss Austurríki Flokkur 4: Ísland Rússland Finnland Norður-Írland
EM 2021 í Englandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn