Í janúar ákvað dómari að hafna framsalskröfu Bandaríkjamanna á hendur Assange og sagði meðal annars að líkur væri á því að hann myndi fremja sjálfsvíg yrði það niðurstaðan.
Yfirvöld í Washington eru þessu ósammála og áfrýjuðu úrskurðinum því til æðra dómstigs, eða High Court, sem mun taka málið fyrir í dag og á morgun.
Niðurstaða High Court mun þó ekki endilega leiða til framsals Assange, heldur verður málinu vísað aftur til meðferðar. Og þá er einnig möguleiki á að áfrýja málinu aftur og þá fyrir Hæstarétti.
Assange var handtekinn árið 2019 eftir að hafa eytt sjö árum í sendiráði Ekvadors í Lundúnum.
Hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum og sakaður um að hafa lekið upplýsingum um hernaðarbrölt Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan.