Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 16:47 Valur, KA/Þór, Olís deild kvenna, vetur 2021, handbolti, HSÍ Hulda Margrét „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. Lovísa á 22 ára afmæli í dag en hún heldur meðal annars upp á það með fyrrnefndri ákvörðun sem hún viðurkennir að hafi verið mjög erfitt að taka. Hún sé hins vegar búin að missa gleðina sem fylgi því að æfa og spila handbolta. Þetta segir Lovísa í pistli sem hún birti á Instagram í dag. „Síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar en mér hefur ekki liðið vel. Mér hefur þótt erfitt að gera það sem ég elska mest (handbolti) en líkaminn og hausinn hafa ekki verið að vinna saman. Ég ætla því að taka mér pásu frá handbolta eða þangað til að ég finn löngunina aftur,“ segir Lovísa. Lovísa hafði ekki lokið grunnskóla þegar hún sló fyrst í gegn sem handboltakona með liði Gróttu. Hún varð tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu, og hefur svo einnig orðið Íslands- og bikarmeistari með Val. „Þetta skref er mér mjöög erfitt en þeir sem þekkja mig vita að ég hef lagt líf og sál í íþróttina lengi vel. Ég er búin að missa gleðina og var farin að valda sjálfri mér og liðsfélögum mínum vonbrigðum. Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir Lovísa sem hefur nú sett sér það markmið að „setja sjálfa sig í fyrsta sæti, læra að slaka á og finna gleðina á ný,“ eins og hún orðar það. Færslu Lovísu má sjá hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Lovísa Thompson (@lovisathompson) Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Lovísa á 22 ára afmæli í dag en hún heldur meðal annars upp á það með fyrrnefndri ákvörðun sem hún viðurkennir að hafi verið mjög erfitt að taka. Hún sé hins vegar búin að missa gleðina sem fylgi því að æfa og spila handbolta. Þetta segir Lovísa í pistli sem hún birti á Instagram í dag. „Síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar en mér hefur ekki liðið vel. Mér hefur þótt erfitt að gera það sem ég elska mest (handbolti) en líkaminn og hausinn hafa ekki verið að vinna saman. Ég ætla því að taka mér pásu frá handbolta eða þangað til að ég finn löngunina aftur,“ segir Lovísa. Lovísa hafði ekki lokið grunnskóla þegar hún sló fyrst í gegn sem handboltakona með liði Gróttu. Hún varð tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu, og hefur svo einnig orðið Íslands- og bikarmeistari með Val. „Þetta skref er mér mjöög erfitt en þeir sem þekkja mig vita að ég hef lagt líf og sál í íþróttina lengi vel. Ég er búin að missa gleðina og var farin að valda sjálfri mér og liðsfélögum mínum vonbrigðum. Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir Lovísa sem hefur nú sett sér það markmið að „setja sjálfa sig í fyrsta sæti, læra að slaka á og finna gleðina á ný,“ eins og hún orðar það. Færslu Lovísu má sjá hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Lovísa Thompson (@lovisathompson)
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira