Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2021 06:20 „Náttúrufræðistofnun leggur mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirra viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar og afli verði ekki umfram um 9% af veiðistofni. Hættan á veiði umfram ráðgjöf er mest þegar stofninn er lítill líkt og nú er raunin,“ segir í greinargerð NÍ. Vísir/Vilhelm „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ Þetta segir í tilkynningu frá Skotvís, þar sem ráðherra og starfsmenn umhverfisráðuneytisins eru sagðir hafa miklar áhyggjur af stöðu rjúpnastofnsins og jafnvel vera að „fara á taugum“. Veiðimenn óttast að þeim verði bannað að ganga til rjúpu í ár. „Að vísu er enginn þingmaður að flytja þingsályktunartillögu um friðun en ákall um friðun heyrist, enda búið að smætta umræðuna. Taka í burt náttúrulegar sveiflur og gagnagrunn veiðikortakerfisins og hversu veiðiálagið í dag er lítið í sögulegu samhengi,“ segir í tilkynningunni. Þar er rakið hvernig „mikið fjaðrafok“ varð árið 2002 vegna bágrar stöðu rjúpastofnsins. „Flutt var þingsályktunartillaga um alfriðun hið snarasta. Ekki varð af því og veiðimenn gengu til rjúpna 15. október það ár sem endranær. Veiðistofninn það árið var áætlaður 259 þúsund rjúpur. Þegar veiðitímabilinu lauk, sem stóð yfir í 69 daga, höfðu 79 þúsund rjúpur verið veiddar. Á þessum tíma var heimilt að selja rjúpu. Ári seinna, 2003 var stofninn metin rúmlega 302 þúsund fuglar. 55% fjölgun hafði átt sér stað á einu ári, þrátt fyrir veiði sem var fjórföld sú sem lögð er til nú.“ Nú, nítján árum síðar, sé veiðistofninn metinn 248 þúsund fuglar og lagt til að veiða 20 þúsund fugla. „Aðeins fjórðung þess sem veitt var úr nánast jafn stórum veiðistofni árið 2002“. „Það á að rjúfa sáttina“ Vísir greindi frá því á þriðjudag að stjórn Skotveiðifélags Íslands hefði borist boð um að mæta til fundar í umhverfisráðuneytinu í dag. Þar sagði að skotveiðimenn væru sannfærðir um að þar yrði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu í ár. „Það er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem ég hef talað við í morgun séu ósáttir. Það er gildandi reglugerð til þriggja ára um tilhögun veiða á rjúpu; að veiða megi tiltekna daga í nóvember 2019, 2020 og 2021. Það var reglugerð sem byggð var á vinnu allra þeirra sem að þessu koma; stofnana, ráðuneytis og SKOTVÍS. Þetta átti að skapa fyrirsjáanleika og nokkra sátt. Nú er búið að boða til fundar á elleftu stundu og það getur ekki boðað gott,“ segir Baldur Guðmundsson veiðimaður í samtali við Vísi. „Það á að rjúfa sáttina. Rjúpnastofninn sveiflast frá lágmarki að hámarki á um það bil 8 ára fresti og hefur gert öldum saman. Við höfum áður farið á límingunum þegar við mælum lágmörk en alltaf tekur rjúpan við sér og fjölgar sér. Allar rannsóknir benda til þess að veiðarnar séu sjálfbærar.“ Samkvæmt greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem dagsett er 29. september 2021 og varðar mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins í ár, segir að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofninum hnignað. Afkoma unga hafi versnað en einn áhrifavaldanna sé tíðarfar. Veiðistjórnun hafi gengið ágætlega og veiðiafföll lækkað. Veiðimenn hafi breytt háttalagi sínu frá og með 2005 og sótt á svipaðan máta allar götur síðan. „Sóknarmunstur þeirra er þó þannig að tilhneiging er til að veiða umfram ráðgjöf þegar rjúpnastofninn er lítill en undir ráðgjöf þegar stofninn er stór,“ segir í greinargerðinni. „Veiðistofn rjúpunnar er metinn 248 þúsund fuglar haustið 2021 og ráðlögð veiði er um 20 þúsund fuglar eða um fjórir fuglar á veiðimann. Miðað við hvernig veiðimenn svara breytingum í stærð rjúpnastofnsins má telja nær öruggt að raunveruleg veiði verði yfir 30 þúsund fuglar.“ Aðrir þættir en veiðar hafa áhrif á stofnstærð Í greinargerðinni segir einnig að niðurstöður rjúpnatalninga vorið 2021 hafi í stuttu máli verið þær að rjúpum fækkaði um allt land milli ára en þó ekki án undantekninga. Mikilvægt sé hins vegar að hafa í huga að stofnstærð íslensku rjúpunnar sveiflist; áður hafi liðið um 10 til 12 ár á milli toppa en frá síðustu aldamótum um fimm ár á Norðausturlandi en annars staðar sé meiri óregla í stofnbreytingum. „Rjúpum fækkaði um allt land 2020-2021. Á Suðurlandi, Norðvesturlandi, Norðausturlandi og Austurlandi má gera ráð fyrir að stofninn verði í lágmarki vorin 2022 og 2023 og á Vesturlandi og Vestfjörðum vorin 2023 og 2024. Viðkoma rjúpunnar var metin á Norðausturlandi og Vesturlandi, hún var frekar slök á Vesturlandi en þokkaleg á Norðausturlandi. Til lengri tíma litið hefur varpárangri rjúpu hrakað. Tíðarfar skýrir þessa þróun að hluta til en aðrir þættir gætu mögulega skipt hér máli, s.s. sýkingar og afrán,“ segir í greinargerðinni. Þá segir að neikvæð tengsl séu á milli stofnstærðar og hlutfallslegra frávika frá ráðgjöf; þannig sé veitt umfram ráðgjöf þegar veiðistofn sé lítill og öfugt. Þetta helgist af háttalagi veiðimanna en þeir hagi veiðum í samræmi við stofnstærð rjúpu. „Það er þó tregða í kerfinu, þannig virðast veiðimenn setja sér sjálfir neðri mörk sem eru vel yfir því sem ráðlagt er þegar stofn er hvað minnstur, og jafnframt þá mettast kerfið þegar stofn er stór og meðalveiðin fer ekki upp fyrir ákveðin mörk. Þetta er líklega skýringin á því að veitt er yfir ráðgjöf þegar stofn er lítill, en undir ráðgjöf þegar stofn er stór. Metinn veiðistofn rjúpu 2021 er mjög lítill miðað við síðustu áratugi og ráðlögð veiði er um 20 þúsund fuglar. Í ljósi þess sem nefnt var hér á undan, um viðbrögð veiðimanna við stofnbreytingum rjúpunnar, má telja nær víst að veiðin 2021 verði vel yfir ráðgjöf.“ Rjúpa Umhverfismál Skotveiði Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Skotvís, þar sem ráðherra og starfsmenn umhverfisráðuneytisins eru sagðir hafa miklar áhyggjur af stöðu rjúpnastofnsins og jafnvel vera að „fara á taugum“. Veiðimenn óttast að þeim verði bannað að ganga til rjúpu í ár. „Að vísu er enginn þingmaður að flytja þingsályktunartillögu um friðun en ákall um friðun heyrist, enda búið að smætta umræðuna. Taka í burt náttúrulegar sveiflur og gagnagrunn veiðikortakerfisins og hversu veiðiálagið í dag er lítið í sögulegu samhengi,“ segir í tilkynningunni. Þar er rakið hvernig „mikið fjaðrafok“ varð árið 2002 vegna bágrar stöðu rjúpastofnsins. „Flutt var þingsályktunartillaga um alfriðun hið snarasta. Ekki varð af því og veiðimenn gengu til rjúpna 15. október það ár sem endranær. Veiðistofninn það árið var áætlaður 259 þúsund rjúpur. Þegar veiðitímabilinu lauk, sem stóð yfir í 69 daga, höfðu 79 þúsund rjúpur verið veiddar. Á þessum tíma var heimilt að selja rjúpu. Ári seinna, 2003 var stofninn metin rúmlega 302 þúsund fuglar. 55% fjölgun hafði átt sér stað á einu ári, þrátt fyrir veiði sem var fjórföld sú sem lögð er til nú.“ Nú, nítján árum síðar, sé veiðistofninn metinn 248 þúsund fuglar og lagt til að veiða 20 þúsund fugla. „Aðeins fjórðung þess sem veitt var úr nánast jafn stórum veiðistofni árið 2002“. „Það á að rjúfa sáttina“ Vísir greindi frá því á þriðjudag að stjórn Skotveiðifélags Íslands hefði borist boð um að mæta til fundar í umhverfisráðuneytinu í dag. Þar sagði að skotveiðimenn væru sannfærðir um að þar yrði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu í ár. „Það er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem ég hef talað við í morgun séu ósáttir. Það er gildandi reglugerð til þriggja ára um tilhögun veiða á rjúpu; að veiða megi tiltekna daga í nóvember 2019, 2020 og 2021. Það var reglugerð sem byggð var á vinnu allra þeirra sem að þessu koma; stofnana, ráðuneytis og SKOTVÍS. Þetta átti að skapa fyrirsjáanleika og nokkra sátt. Nú er búið að boða til fundar á elleftu stundu og það getur ekki boðað gott,“ segir Baldur Guðmundsson veiðimaður í samtali við Vísi. „Það á að rjúfa sáttina. Rjúpnastofninn sveiflast frá lágmarki að hámarki á um það bil 8 ára fresti og hefur gert öldum saman. Við höfum áður farið á límingunum þegar við mælum lágmörk en alltaf tekur rjúpan við sér og fjölgar sér. Allar rannsóknir benda til þess að veiðarnar séu sjálfbærar.“ Samkvæmt greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem dagsett er 29. september 2021 og varðar mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins í ár, segir að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofninum hnignað. Afkoma unga hafi versnað en einn áhrifavaldanna sé tíðarfar. Veiðistjórnun hafi gengið ágætlega og veiðiafföll lækkað. Veiðimenn hafi breytt háttalagi sínu frá og með 2005 og sótt á svipaðan máta allar götur síðan. „Sóknarmunstur þeirra er þó þannig að tilhneiging er til að veiða umfram ráðgjöf þegar rjúpnastofninn er lítill en undir ráðgjöf þegar stofninn er stór,“ segir í greinargerðinni. „Veiðistofn rjúpunnar er metinn 248 þúsund fuglar haustið 2021 og ráðlögð veiði er um 20 þúsund fuglar eða um fjórir fuglar á veiðimann. Miðað við hvernig veiðimenn svara breytingum í stærð rjúpnastofnsins má telja nær öruggt að raunveruleg veiði verði yfir 30 þúsund fuglar.“ Aðrir þættir en veiðar hafa áhrif á stofnstærð Í greinargerðinni segir einnig að niðurstöður rjúpnatalninga vorið 2021 hafi í stuttu máli verið þær að rjúpum fækkaði um allt land milli ára en þó ekki án undantekninga. Mikilvægt sé hins vegar að hafa í huga að stofnstærð íslensku rjúpunnar sveiflist; áður hafi liðið um 10 til 12 ár á milli toppa en frá síðustu aldamótum um fimm ár á Norðausturlandi en annars staðar sé meiri óregla í stofnbreytingum. „Rjúpum fækkaði um allt land 2020-2021. Á Suðurlandi, Norðvesturlandi, Norðausturlandi og Austurlandi má gera ráð fyrir að stofninn verði í lágmarki vorin 2022 og 2023 og á Vesturlandi og Vestfjörðum vorin 2023 og 2024. Viðkoma rjúpunnar var metin á Norðausturlandi og Vesturlandi, hún var frekar slök á Vesturlandi en þokkaleg á Norðausturlandi. Til lengri tíma litið hefur varpárangri rjúpu hrakað. Tíðarfar skýrir þessa þróun að hluta til en aðrir þættir gætu mögulega skipt hér máli, s.s. sýkingar og afrán,“ segir í greinargerðinni. Þá segir að neikvæð tengsl séu á milli stofnstærðar og hlutfallslegra frávika frá ráðgjöf; þannig sé veitt umfram ráðgjöf þegar veiðistofn sé lítill og öfugt. Þetta helgist af háttalagi veiðimanna en þeir hagi veiðum í samræmi við stofnstærð rjúpu. „Það er þó tregða í kerfinu, þannig virðast veiðimenn setja sér sjálfir neðri mörk sem eru vel yfir því sem ráðlagt er þegar stofn er hvað minnstur, og jafnframt þá mettast kerfið þegar stofn er stór og meðalveiðin fer ekki upp fyrir ákveðin mörk. Þetta er líklega skýringin á því að veitt er yfir ráðgjöf þegar stofn er lítill, en undir ráðgjöf þegar stofn er stór. Metinn veiðistofn rjúpu 2021 er mjög lítill miðað við síðustu áratugi og ráðlögð veiði er um 20 þúsund fuglar. Í ljósi þess sem nefnt var hér á undan, um viðbrögð veiðimanna við stofnbreytingum rjúpunnar, má telja nær víst að veiðin 2021 verði vel yfir ráðgjöf.“
Rjúpa Umhverfismál Skotveiði Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira