Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2021 11:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 96 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru þrír á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega öndunarörðugleika vegna veirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að ef þróun faraldursins heldur áfram að versna sé ekki annað fært í stöðunni en að herða aðgerðir innanlands. Hann segist í dag ekki vera farinn að huga að minnisblaði til heilbrigðisráðherra en það geti þó breyst. Hvort hann muni senda ráðherra minnisblað fyrir helgi liggi ekki fyrir. Þórólfur segir að brýna eigi fyrir almenningi að gæta persónubundinna sóttvarna eins og er því ekki sé nægileg samstaða um hertar aðgerðir. Hann bendir þó á að reynslan sýni að það gangi ekki vel að ná bylgjum niður án þess að beita aðgerðum með reglugerð. „Við höfum alltaf þurft að grípa til aðgerða til að ná þessu niður og ég held að það séu engar aðrar töfralausnir í stöðunni. En auðvitað er ekki mikil stemning fyrir því núna. Það þurfa allir að leggjast á eitt að brýna fyrir fólki að gera það sem gera þarf til að reyna minnka líkur á smiti,“ segir Þórólfur. Að hans mati eigi ekki að þurfa samfélagslegar aðgerðir til að fá fólk til að huga að þessum hlutum en það sé í skoðun og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. „Það ræðst af mörgum hlutum og það ræðst líka af því að fá samstöðu um að gera ákveðna hluti og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að reyna að gera það. Það er líka ákall til almennings um að passa sig, þó lögin heimili fólki að safnast saman í stórum hópum og gera allskonar hluti þá held ég að allir ættu að líta eigin barm núna og takmarka það sem við getum, passa og okkur og gera það sem þarf. Ef fólk gerir það og okkur tekst að ná bylgjunni niður á þann veg þá er það mjög ákjósanlegt en við þurfum að beita okkur sjálf ákveðnum takmörkunum til að minnka líkurnar á smiti. Við eigum vonandi ekki þurfa að fá einhverjar reglugerðir og hömlur yfir okkur. En það hefur ekki gengið hingað til almennilega en ég held áfram að vona.“ Þannig að fyrirtæki og aðilar sem eru að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að hugsa málið alvarlega? „Það finnst mér. Mér finnst að menn eigi að hugsa það alvarlega og eigum öll að hugsa um það í okkar daglegu athöfnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
96 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru þrír á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega öndunarörðugleika vegna veirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að ef þróun faraldursins heldur áfram að versna sé ekki annað fært í stöðunni en að herða aðgerðir innanlands. Hann segist í dag ekki vera farinn að huga að minnisblaði til heilbrigðisráðherra en það geti þó breyst. Hvort hann muni senda ráðherra minnisblað fyrir helgi liggi ekki fyrir. Þórólfur segir að brýna eigi fyrir almenningi að gæta persónubundinna sóttvarna eins og er því ekki sé nægileg samstaða um hertar aðgerðir. Hann bendir þó á að reynslan sýni að það gangi ekki vel að ná bylgjum niður án þess að beita aðgerðum með reglugerð. „Við höfum alltaf þurft að grípa til aðgerða til að ná þessu niður og ég held að það séu engar aðrar töfralausnir í stöðunni. En auðvitað er ekki mikil stemning fyrir því núna. Það þurfa allir að leggjast á eitt að brýna fyrir fólki að gera það sem gera þarf til að reyna minnka líkur á smiti,“ segir Þórólfur. Að hans mati eigi ekki að þurfa samfélagslegar aðgerðir til að fá fólk til að huga að þessum hlutum en það sé í skoðun og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. „Það ræðst af mörgum hlutum og það ræðst líka af því að fá samstöðu um að gera ákveðna hluti og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að reyna að gera það. Það er líka ákall til almennings um að passa sig, þó lögin heimili fólki að safnast saman í stórum hópum og gera allskonar hluti þá held ég að allir ættu að líta eigin barm núna og takmarka það sem við getum, passa og okkur og gera það sem þarf. Ef fólk gerir það og okkur tekst að ná bylgjunni niður á þann veg þá er það mjög ákjósanlegt en við þurfum að beita okkur sjálf ákveðnum takmörkunum til að minnka líkurnar á smiti. Við eigum vonandi ekki þurfa að fá einhverjar reglugerðir og hömlur yfir okkur. En það hefur ekki gengið hingað til almennilega en ég held áfram að vona.“ Þannig að fyrirtæki og aðilar sem eru að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að hugsa málið alvarlega? „Það finnst mér. Mér finnst að menn eigi að hugsa það alvarlega og eigum öll að hugsa um það í okkar daglegu athöfnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13