„Virðingarvert“ hjá Lovísu sem hefur verið lengi í sviðsljósinu Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 15:35 Lovísa Thompson, ein besta handknattleikskona landsins, hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. vísir/hulda margrét „Þessi skór, þeir eru bara einhvers staðar. Það er auðvelt að sækja þá,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem ræddi um stærsta mál vikunnar í handboltaheiminum, ákvörðun Lovísu Thompson, við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í dag. Þær Anna og Svava fóru yfir komandi leiki í 5. umferð Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Umferðinni lýkur með leik Vals og Hauka á sunnudag en ljóst er að þar verður engin Lovísa Thompson því hún hefur tekið sér hlé frá handbolta eftir að hafa ekki fundið gleði í íþróttinni undanfarið. Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar „Fólk finnur sjálft í daglegu amstri að það getur verið ofboðslega erfitt andlega að gera suma hluti, sérstaklega ef að fólki líður þannig að það hefur ekki gaman af því sem það nánast lifir fyrir. Þá þarf bara að taka skref til baka,“ sagði Anna Úrsúla. „Það er það sem hún er að gera núna. Taka skref til baka og athuga aðeins hvort hún finni gleðina aftur, hvaða skref hún vilji taka í framtíðinni og hvort að handboltinn tengist því. Ég held að það sé virðingarvert,“ bætti Anna við en upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð í Olís-deild kvenna „Ég held að það sýni þessu allir skilning,“ sagði Svava. „Það er ekkert grín að vera „semí“ undrabarn í handboltanum. Hún er búin að vera lengi í sviðsljósinu og ég held að það séu margir heima sem að gera sér ekki grein fyrir því að Lovísa Thompson, sem er búin að vera einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, fagnaði 22 ára afmæli sínu núna. Hún er aðeins 22 ára en hefur verið á allra vörum síðan hún var svona 14 ára. Það eru þyngsli að bera það,“ sagði Svava. Tippar á Stjörnuna í Eyjum Tvíeykið fór jafnframt yfir leikina fjóra sem fram undan eru eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þær voru sammála um að sérstaklega spennandi yrði að sjá hvernig leikir ÍBV og Stjörnunnar á laugardag, og Vals og Hauka á sunnudag, kæmu til með að þróast. Afturelding á fyrir höndum afar erfitt verkefni þegar umferðin hefst í kvöld og þarf að klífa bratta brekku gegn Fram, með Karen Knútsdóttur fremsta í flokki. ÍBV og Stjarnan mætast í athyglisverðum leik þar sem Eyjakonur mæta með sjálfstraust eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppni um helgina. „Ég held einhvern veginn að Stjarnan muni taka þetta,“ segir Anna Úrsúla. HK fer í „gryfjuna“ á Akureyri og þarf að reyna að kreista eitthvað út úr leik sínum við meistara KA/Þórs. „Það þarf allt að ganga upp,“ segir Anna Úrsúla um möguleika HK-inga en þáttinn má sjá í heild hér að ofan. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Þær Anna og Svava fóru yfir komandi leiki í 5. umferð Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Umferðinni lýkur með leik Vals og Hauka á sunnudag en ljóst er að þar verður engin Lovísa Thompson því hún hefur tekið sér hlé frá handbolta eftir að hafa ekki fundið gleði í íþróttinni undanfarið. Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar „Fólk finnur sjálft í daglegu amstri að það getur verið ofboðslega erfitt andlega að gera suma hluti, sérstaklega ef að fólki líður þannig að það hefur ekki gaman af því sem það nánast lifir fyrir. Þá þarf bara að taka skref til baka,“ sagði Anna Úrsúla. „Það er það sem hún er að gera núna. Taka skref til baka og athuga aðeins hvort hún finni gleðina aftur, hvaða skref hún vilji taka í framtíðinni og hvort að handboltinn tengist því. Ég held að það sé virðingarvert,“ bætti Anna við en upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð í Olís-deild kvenna „Ég held að það sýni þessu allir skilning,“ sagði Svava. „Það er ekkert grín að vera „semí“ undrabarn í handboltanum. Hún er búin að vera lengi í sviðsljósinu og ég held að það séu margir heima sem að gera sér ekki grein fyrir því að Lovísa Thompson, sem er búin að vera einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, fagnaði 22 ára afmæli sínu núna. Hún er aðeins 22 ára en hefur verið á allra vörum síðan hún var svona 14 ára. Það eru þyngsli að bera það,“ sagði Svava. Tippar á Stjörnuna í Eyjum Tvíeykið fór jafnframt yfir leikina fjóra sem fram undan eru eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þær voru sammála um að sérstaklega spennandi yrði að sjá hvernig leikir ÍBV og Stjörnunnar á laugardag, og Vals og Hauka á sunnudag, kæmu til með að þróast. Afturelding á fyrir höndum afar erfitt verkefni þegar umferðin hefst í kvöld og þarf að klífa bratta brekku gegn Fram, með Karen Knútsdóttur fremsta í flokki. ÍBV og Stjarnan mætast í athyglisverðum leik þar sem Eyjakonur mæta með sjálfstraust eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppni um helgina. „Ég held einhvern veginn að Stjarnan muni taka þetta,“ segir Anna Úrsúla. HK fer í „gryfjuna“ á Akureyri og þarf að reyna að kreista eitthvað út úr leik sínum við meistara KA/Þórs. „Það þarf allt að ganga upp,“ segir Anna Úrsúla um möguleika HK-inga en þáttinn má sjá í heild hér að ofan.
Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47