Innlent

Rafmagn komið aftur á

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nemendur í HR komast ekki inn í hjólageymslur skólans vegna rafmagnsleysisins.
Nemendur í HR komast ekki inn í hjólageymslur skólans vegna rafmagnsleysisins. Aðsend

Rafmagnslaust er nú við Hlíðarenda, í Skerjafirði og miðbæ Reykjavíkur. Rafmagnsleysið má rekja til háspennubilunar en unnið er að viðgerð.

Veitur greina frá ramagnsleysinu í tilkynningu nú fyrir stuttu en vonir eru bundnar við að rafmagni verði aftur komið á innan stundar.

Nemandi við Háskólann í Reykjavík festist inni í hjólageymslu skólans í rúman hálftíma vegna rafmagnsleysisins. Hurðirnar eru rafstýrðar og þá aðrir nemendur hafa lent í vandræðum með að komast heim. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur tekist að opna geymsluna og nemandinn er nú laus.

Nemandanum hefur líklega verið brugðið þegar hurðir hjólageymslunnar lokuðust skyndilega.Aðsend

Veitur benda fólki á að slökkva á rafmagnstækjum sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það eigi sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og hitunartæki, og önnur viðkvæm tæki á borð við sjónvörp

Allir notendur ættu nú að vera komnir með rafmagn að nýju segir í  tilkynningu frá Veitum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×