Verulega ólíklegt að af fullri afléttingu verði 18. nóvember Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2021 18:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur verulega áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. 96 greindust með kórónuveiruna innanlands og virðist hún vera á fleygiferð um samfélagið. Sóttvarnalæknir hefur af þessu töluverðar áhyggjur. Hann segir samkomutakmarkanir hingað til það eina sem hefur dugað til að hemja útbreiðslu veirunnar, en nú sé ekki stemning í samfélaginu fyrir slíku. Því höfðar hann til ábyrgðarkenndar þjóðarinnar. Staðan er því þannig að sóttvarnalæknir hefur ekki sent heilbrigðisráðherra minnisblað um hertar aðgerðir en þau talast við á hverjum degi. „Við sjáum það fyrir núna þegar bylgjan er að rísa af þessum krafti að þetta verður áskorun, það er algjörlega á hreinu. Það er áhyggjuefni og ég tek undir þær áhyggjur sóttvarnalæknis,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ekki standi því til að herða sóttvarnatakmarkanir innanlands en staðan sé metin dag frá degi. Fyrir níu dögum aflétti Svandís grímuskyldu í samfélaginu og heimilaði 2.000 manns að koma saman. Í sömu tilkynningu boðaði hún afléttingu sóttvarnatakmarkana að fullu 18. nóvember, með þeim fyrirvörum að faraldurinn hér á landi myndi ekki versna. Nú sé hins vegar staðan orðin sú að Svandís telur verulega ólíklegt að það verði af fullri afléttingu líkt og boðað var. Svandís brýnir fyrir þjóðinni að fara varlega. „Við kunnum að passa upp á handþvott og sprittun og nota grímur, ég held við eigum að gera það þó það sé ekki skylda. Við eigum að gera það við þær kringumstæður þegar við erum í návígi við fólk því það snýst ekki bara um okkur sjálf heldur að verja samfélagið í heild. Það sama gildir um þau sem ekki hafa þegið boð í bólusetningar, að drífa sig.“ Sóttvarnalæknir hefur sagt að samstaða í samfélaginu um sóttvarnatakmarkanir sé ekki eins mikil og áður, og nefnir þar að slíkt njóti ekki stuðnings sumra ráðherra í ríkisstjórn. „Það hefur verið þannig allan tímann að það hefur verið umræða um aðgerðir. En það sýnir sig af árangri okkar að við höfum borið gæfu til að hlusta á okkar færasta fólk og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það hafa verið umræður um þetta í pólitíkinni og atvinnulífinu og víðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að sóttvarnalæknir gerir tillögu til heilbrigðisráðherra og það er heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
96 greindust með kórónuveiruna innanlands og virðist hún vera á fleygiferð um samfélagið. Sóttvarnalæknir hefur af þessu töluverðar áhyggjur. Hann segir samkomutakmarkanir hingað til það eina sem hefur dugað til að hemja útbreiðslu veirunnar, en nú sé ekki stemning í samfélaginu fyrir slíku. Því höfðar hann til ábyrgðarkenndar þjóðarinnar. Staðan er því þannig að sóttvarnalæknir hefur ekki sent heilbrigðisráðherra minnisblað um hertar aðgerðir en þau talast við á hverjum degi. „Við sjáum það fyrir núna þegar bylgjan er að rísa af þessum krafti að þetta verður áskorun, það er algjörlega á hreinu. Það er áhyggjuefni og ég tek undir þær áhyggjur sóttvarnalæknis,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ekki standi því til að herða sóttvarnatakmarkanir innanlands en staðan sé metin dag frá degi. Fyrir níu dögum aflétti Svandís grímuskyldu í samfélaginu og heimilaði 2.000 manns að koma saman. Í sömu tilkynningu boðaði hún afléttingu sóttvarnatakmarkana að fullu 18. nóvember, með þeim fyrirvörum að faraldurinn hér á landi myndi ekki versna. Nú sé hins vegar staðan orðin sú að Svandís telur verulega ólíklegt að það verði af fullri afléttingu líkt og boðað var. Svandís brýnir fyrir þjóðinni að fara varlega. „Við kunnum að passa upp á handþvott og sprittun og nota grímur, ég held við eigum að gera það þó það sé ekki skylda. Við eigum að gera það við þær kringumstæður þegar við erum í návígi við fólk því það snýst ekki bara um okkur sjálf heldur að verja samfélagið í heild. Það sama gildir um þau sem ekki hafa þegið boð í bólusetningar, að drífa sig.“ Sóttvarnalæknir hefur sagt að samstaða í samfélaginu um sóttvarnatakmarkanir sé ekki eins mikil og áður, og nefnir þar að slíkt njóti ekki stuðnings sumra ráðherra í ríkisstjórn. „Það hefur verið þannig allan tímann að það hefur verið umræða um aðgerðir. En það sýnir sig af árangri okkar að við höfum borið gæfu til að hlusta á okkar færasta fólk og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það hafa verið umræður um þetta í pólitíkinni og atvinnulífinu og víðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að sóttvarnalæknir gerir tillögu til heilbrigðisráðherra og það er heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira