Hjalti Þór: Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur Sverrir Mar Smárason skrifar 28. október 2021 21:26 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn. Vísir/Bára Dröfn Keflavík heimsótti Breiðablik í Smárann í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög spennandi allt til enda en að lokatölur urðu 106-107, Keflavík í vil. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur var ánægður með sigurinn en fannst sitt lið ekki spila sinn besta leik. „Mjög sáttur við sigurinn. Blikarnir gerðu okkur rosa erfitt fyrir og voru að ráðast á okkur. Varnarlega vorum við alltof þungir á löppunum og ekki að gera þetta saman sem lið. Sigur er sigur og það er akkúrat það sem við komum hérna til að ná í,“ sagði Hjalti Þór. Liðin skiptust á að leiða leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hjalti var ósáttur með sína menn á köflum en hrósaði liði Blika í hástert. „Ég meina sóknarlega var oft á tíðum eins menn kynnu ekki alveg kerfin okkar og varnarlega eins og ég sagði áðan voru þeir bara að ráðast grimmt á okkur. Breiðablik eru bara þannig lið að þeir hætta ekkert. Þeir sýndu það á Króknum 20-30 stigum undir en komu til baka. Við vissum að þeir myndu vera dýrvitlausir og myndu leggja allt undir með ekkert að tapa þannig. Þeir eru að gera mjög fínt mót,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur sett saman góða og breiðan hóp og hreyfði mikið við bekknum í leiknum í dag. Hann hefði viljað gera meira af því en hann er mjög ánægður með breiddina. „Við erum með góðan bekk. Ég var svolítið fúll út í sjálfan mig að hreyfa bekkinn ekki meira, sérstaklega í fyrri hálfleik og í þriðja leikhluta. En við erum með fanta bekk og fína breidd,“ sagði Hjalti. Keflavík hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins og segir Hjalti það alltaf markmiðið að vinna alla leiki. Það þurfi þó betri frammistöðu en í dag til þess að landa þeim stóra í vor. „Við förum í alla leiki til að vinna en við þurfum að gera betur en þetta ef við ætlum að fara alla leið í þessu, alveg klárlega. Við erum á ákveðinni vegferð sem mér líst bara ágætlega á og vel á liðið. Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur,“ sagði Hjalti um taplausa byrjun og framhaldið. Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
„Mjög sáttur við sigurinn. Blikarnir gerðu okkur rosa erfitt fyrir og voru að ráðast á okkur. Varnarlega vorum við alltof þungir á löppunum og ekki að gera þetta saman sem lið. Sigur er sigur og það er akkúrat það sem við komum hérna til að ná í,“ sagði Hjalti Þór. Liðin skiptust á að leiða leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hjalti var ósáttur með sína menn á köflum en hrósaði liði Blika í hástert. „Ég meina sóknarlega var oft á tíðum eins menn kynnu ekki alveg kerfin okkar og varnarlega eins og ég sagði áðan voru þeir bara að ráðast grimmt á okkur. Breiðablik eru bara þannig lið að þeir hætta ekkert. Þeir sýndu það á Króknum 20-30 stigum undir en komu til baka. Við vissum að þeir myndu vera dýrvitlausir og myndu leggja allt undir með ekkert að tapa þannig. Þeir eru að gera mjög fínt mót,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur sett saman góða og breiðan hóp og hreyfði mikið við bekknum í leiknum í dag. Hann hefði viljað gera meira af því en hann er mjög ánægður með breiddina. „Við erum með góðan bekk. Ég var svolítið fúll út í sjálfan mig að hreyfa bekkinn ekki meira, sérstaklega í fyrri hálfleik og í þriðja leikhluta. En við erum með fanta bekk og fína breidd,“ sagði Hjalti. Keflavík hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins og segir Hjalti það alltaf markmiðið að vinna alla leiki. Það þurfi þó betri frammistöðu en í dag til þess að landa þeim stóra í vor. „Við förum í alla leiki til að vinna en við þurfum að gera betur en þetta ef við ætlum að fara alla leið í þessu, alveg klárlega. Við erum á ákveðinni vegferð sem mér líst bara ágætlega á og vel á liðið. Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur,“ sagði Hjalti um taplausa byrjun og framhaldið.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49