Anníe Mist eyddi hálftíma á dag í hitaþjálfun í gufubaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er að fara að keppa á sínu fyrsta CrossFit móti síðan að hún náði þriðja sætinu á heimsleikunum í ágúst. Instagram/@anniethorisdottir Þegar þú býrð í kuldanum á Íslandi en ert á leið út til Texas til að keppa í miklum hita og miklum raka þá er um að gera að finna leið til þess að undirbúa sig. Anníe Mist Þórisdóttir er komin til Texas í Bandaríkjunum þar sem hún hefur keppni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í dag en áður en hún lagði af stað yfir Atlantshafið þá tók hún upp myndband sem sýnir hvað hún borðar á einum degi. Anníe er þarna að fara yfir mataræði sitt stuttu fyrir stórmót en Rogue Invitational er eitt stærsta CrossFit mót ársins og fyrsta mótið sem Anníe tekur þátt í síðan hún vann brons á heimsleikunum í Madison í ágústbyrjun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe fer yfir allan daginn allt frá því hvað hún fær sér í morgunverð, hvernig hún æfir, borðar á milli æfinga og fer yfir allan daginn hjá sér þar til að hún endar daginn í faðmi fjölskyldunnar um kvöldið. Anníe ræðir líka þarna hvaða vítamín og fæðubótarefni hún tekur inn með matnum. Myndbandið var tekið upp tveimur dögum áður en hún flaug út. Freyja Mist er að sjálfsögðu í stóru hlutverki við matarborðið og er dugleg að borða hafragrautinn á morgnanna eins og mamma sín. Anníe segir líka frá því að Freyja sé nýbyrjuð hjá dagmömmu en það hefur líka haft það í för með sér að hún hefur verið mikið veik síðustu daga. Þetta er líka smá sýnishorn inn í lífið hjá Anníe og hvað hún þarf mikið að hugsa um hvað fer ofan í hana þegar hún er í stífum undirbúningi fyrir mót. Það er hugsað fyrir öllu og Anníe, sem þessi miklu reynslubolti sem hún er orðin, hefur lært mikið á sig sjálfa öll þessi ár í CrossFit íþróttinni. Í myndbandinu má einnig sjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem æfði með Anníe síðustu vikurnar og er líka komin til Bandaríkjanna til að taka þátt í Rogue Invitational mótinu. Anníe segir líka hvernig hún undirbjó sig fyrir hitann í Texas með því að eyða hálftíma í gufubaði eftir æfingu til að venja líkamann við að vera í miklum hita og raka. Þetta var níundi dagurinn hennar í hitaæfingunni eins og hún kallaði það á ensku. Hér fyrir neðan má sjá þetta innlit í einn dag hjá Anníe Mist. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dmHHdV-ETVQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er komin til Texas í Bandaríkjunum þar sem hún hefur keppni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í dag en áður en hún lagði af stað yfir Atlantshafið þá tók hún upp myndband sem sýnir hvað hún borðar á einum degi. Anníe er þarna að fara yfir mataræði sitt stuttu fyrir stórmót en Rogue Invitational er eitt stærsta CrossFit mót ársins og fyrsta mótið sem Anníe tekur þátt í síðan hún vann brons á heimsleikunum í Madison í ágústbyrjun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe fer yfir allan daginn allt frá því hvað hún fær sér í morgunverð, hvernig hún æfir, borðar á milli æfinga og fer yfir allan daginn hjá sér þar til að hún endar daginn í faðmi fjölskyldunnar um kvöldið. Anníe ræðir líka þarna hvaða vítamín og fæðubótarefni hún tekur inn með matnum. Myndbandið var tekið upp tveimur dögum áður en hún flaug út. Freyja Mist er að sjálfsögðu í stóru hlutverki við matarborðið og er dugleg að borða hafragrautinn á morgnanna eins og mamma sín. Anníe segir líka frá því að Freyja sé nýbyrjuð hjá dagmömmu en það hefur líka haft það í för með sér að hún hefur verið mikið veik síðustu daga. Þetta er líka smá sýnishorn inn í lífið hjá Anníe og hvað hún þarf mikið að hugsa um hvað fer ofan í hana þegar hún er í stífum undirbúningi fyrir mót. Það er hugsað fyrir öllu og Anníe, sem þessi miklu reynslubolti sem hún er orðin, hefur lært mikið á sig sjálfa öll þessi ár í CrossFit íþróttinni. Í myndbandinu má einnig sjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem æfði með Anníe síðustu vikurnar og er líka komin til Bandaríkjanna til að taka þátt í Rogue Invitational mótinu. Anníe segir líka hvernig hún undirbjó sig fyrir hitann í Texas með því að eyða hálftíma í gufubaði eftir æfingu til að venja líkamann við að vera í miklum hita og raka. Þetta var níundi dagurinn hennar í hitaæfingunni eins og hún kallaði það á ensku. Hér fyrir neðan má sjá þetta innlit í einn dag hjá Anníe Mist. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dmHHdV-ETVQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Sjá meira