Milt viðhorf almennings til skattsvika Gréta Stefánsdóttir skrifar 29. október 2021 11:01 Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Haustið 2019 var Ísland sett á gráan lista sökum alvarlegra annarmarka á sviði varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæki í viðskiptum við ríki sem hafa verið sett á gráa listann hafa frekar kosið að slíta viðskiptasamböndum sínum en að leggja á sig aukna áreiðanleikakönnun sem er skylt að framkvæma á viðskiptamönnum frá löndum á gráa listanum. Vekja verður athygli á því að skv. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 teljast öll refsiverð brot með fjárhagslegum ávinningi vera frumbrot peningaþvættis. Á Íslandi eru skattalagabrot algengustu frumbrot peningaþvættis samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra, gefið út á tveggja ára fresti, árin 2017, 2019 og 2021. Ásamt þessum staðreyndum þá hefur greind ógn sökum skattalagbrota á Íslandi verið flokkuð í alvarlegasta flokk greiningartöflu Evrópusambandsins. Jafnvel þó að með breytingu laga nr. 149/2009 hafi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verið látin taka til allra refsiverðra brota með fjárhagslegan ávinning og þau lög tóku gildi 1. janúar 2010 þá er framkvæmdin nýlega farin að samræmast lögunum. Það var ekki fyrr en Ísland var sett á gráa listann árið 2019 sem ýtti framkvæmdinni af stað. Í dag rúmlega 10 árum eftir þessa lagabreytingu hefur aðeins einn dómur fallið á hæsta dómstigi um skattalagabrot sem frumbrot peningaþvættis og það var Hrd. 25. mars 2021 (29/2020). Í því máli var skattalagabrotið sjálft fyrnt, s.s. frumbrotið, en um er að ræða tvö sjálfstæð brot, skattalagabrot og sjálfsþvættisbrot. Hinn ólögmæti ávinningur sem stafar af skattalagabrotinu var enn til staðar hvort sem hann var bundinn í fasteign eða inn á bankareikningi en 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tekur einnig til þess að geyma eða meðhöndla ólögmætan ávinning. Þess vegna taldist sjálfsþvættisbrotið vera ófyrnt, þetta er ástandsbrot og fyrnist ekki fyrr en ástandinu lýkur sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða m.ö.o. lýkur ástandinu ekki svo lengi sem hinn ólögmæti ávinningur er til staðar. Þá má draga þá ályktun að ef hinum ólögmæta ávinningi hefði verið eytt í neyslu og væri ekki lengur til staðar að þá myndi fyrningarfrestur teljast frá þeim degi skv. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það hlýtur að teljast merkilegt að þrátt fyrir bókstaf laganna hafi framkvæmdin ekki verið í samræmi í lög fyrr en rúmum 10 árum síðar. Sem leiðir mig að kjarna málsins sem er viðhorf almennings til skattalagabrota. Í áhættumati ríkislögreglustjóra árin 2019 og 2021 kom fram að viðhorf almennings gagnvart skattsvikum er mun mildara en til annarra refsiverðra brota, þrátt fyrir gífurlegt umfang þeirra. Þetta viðhorf almennings er verulegur veikleiki í þjóðfélaginu og siðferðislegur vandi. Framlag skattborgara á að sjá um rekstur heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfis, menntakerfis o.s.frv. sem allir í þjóðfélaginu nýta og treysta á. Þetta er það sem er í húfi. Hvers vegna er viðhorfið milt? Höfundur er að ljúka mastersnámi í lögfræði í HÍ núna í vetur með sérstakri áherslu á skattarétt. Meistararitgerðin fjallar um skattsvik í samhengi peningaþvættis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Haustið 2019 var Ísland sett á gráan lista sökum alvarlegra annarmarka á sviði varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæki í viðskiptum við ríki sem hafa verið sett á gráa listann hafa frekar kosið að slíta viðskiptasamböndum sínum en að leggja á sig aukna áreiðanleikakönnun sem er skylt að framkvæma á viðskiptamönnum frá löndum á gráa listanum. Vekja verður athygli á því að skv. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 teljast öll refsiverð brot með fjárhagslegum ávinningi vera frumbrot peningaþvættis. Á Íslandi eru skattalagabrot algengustu frumbrot peningaþvættis samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra, gefið út á tveggja ára fresti, árin 2017, 2019 og 2021. Ásamt þessum staðreyndum þá hefur greind ógn sökum skattalagbrota á Íslandi verið flokkuð í alvarlegasta flokk greiningartöflu Evrópusambandsins. Jafnvel þó að með breytingu laga nr. 149/2009 hafi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verið látin taka til allra refsiverðra brota með fjárhagslegan ávinning og þau lög tóku gildi 1. janúar 2010 þá er framkvæmdin nýlega farin að samræmast lögunum. Það var ekki fyrr en Ísland var sett á gráa listann árið 2019 sem ýtti framkvæmdinni af stað. Í dag rúmlega 10 árum eftir þessa lagabreytingu hefur aðeins einn dómur fallið á hæsta dómstigi um skattalagabrot sem frumbrot peningaþvættis og það var Hrd. 25. mars 2021 (29/2020). Í því máli var skattalagabrotið sjálft fyrnt, s.s. frumbrotið, en um er að ræða tvö sjálfstæð brot, skattalagabrot og sjálfsþvættisbrot. Hinn ólögmæti ávinningur sem stafar af skattalagabrotinu var enn til staðar hvort sem hann var bundinn í fasteign eða inn á bankareikningi en 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tekur einnig til þess að geyma eða meðhöndla ólögmætan ávinning. Þess vegna taldist sjálfsþvættisbrotið vera ófyrnt, þetta er ástandsbrot og fyrnist ekki fyrr en ástandinu lýkur sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða m.ö.o. lýkur ástandinu ekki svo lengi sem hinn ólögmæti ávinningur er til staðar. Þá má draga þá ályktun að ef hinum ólögmæta ávinningi hefði verið eytt í neyslu og væri ekki lengur til staðar að þá myndi fyrningarfrestur teljast frá þeim degi skv. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það hlýtur að teljast merkilegt að þrátt fyrir bókstaf laganna hafi framkvæmdin ekki verið í samræmi í lög fyrr en rúmum 10 árum síðar. Sem leiðir mig að kjarna málsins sem er viðhorf almennings til skattalagabrota. Í áhættumati ríkislögreglustjóra árin 2019 og 2021 kom fram að viðhorf almennings gagnvart skattsvikum er mun mildara en til annarra refsiverðra brota, þrátt fyrir gífurlegt umfang þeirra. Þetta viðhorf almennings er verulegur veikleiki í þjóðfélaginu og siðferðislegur vandi. Framlag skattborgara á að sjá um rekstur heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfis, menntakerfis o.s.frv. sem allir í þjóðfélaginu nýta og treysta á. Þetta er það sem er í húfi. Hvers vegna er viðhorfið milt? Höfundur er að ljúka mastersnámi í lögfræði í HÍ núna í vetur með sérstakri áherslu á skattarétt. Meistararitgerðin fjallar um skattsvik í samhengi peningaþvættis.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun