Andrea Gylfa, Eyþór Arnalds og Þorvaldur Bjarni hafa engu gleymt og hver veit nema Brúðkaupslagið ómi í Eldborgarsal Hörpu um helgina.
Upprunalega þríeykið hefur ekki spilað saman síðan árið 2006 en ásamt þeim stíga á stokk á tónleikunum Eiður Arnarsson bassaleikari, Ólafur Hólm trommuleikari og Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari. Seinni Todmobile Eyþórinn mundar líka míkrafóninn en það er núverandi kjarnameðlimur hljómsveitarinnar, söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af Todmobile á sviði í gegnum árin.




