Skárri kostur en algjört bann sem hafi verið til umræðu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 11:28 Fjöldi fólks reiknar með rjúpum í matinn á aðfangadagskvöld. Vísir/Vilhelm Rjúpnaveiðimenn sýna hertum veiðireglum skilning þrátt fyrir að vilja hafa þær óbreyttar. Veiðibann er á meðal þeirra leiða sem skoðað var að fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við slæmir stöðu stofnsins. Óheimilt verður því að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Ráðherrann fundaði með skotveiðimönnum og fleiri hagsmunaaðilum í gær. Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís segir veiðimenn sýna hertum reglur skilning þó þeim hafi ekki hugnast breytingar á fyrra fyrirkomulagi. „Við hefðum náttúrulega viljað hafa bara óbreytt veiðitímabil eins og var í fyrra,“ segir Áki. Áki Ármann Jónsson er formaður Skotvís. Áki segir að á fundinum með ráðherra í gær hafi verið greint frá því að til greina hafi komið að banna veiðarnar alveg. „Miðað við þá valkosti sem lágu á borðinu þá leist okkur skást á þennan valkost,“ Aðrar leiðir sem hafi verið ræddar á fundinum hafi verið nokkrar. „Það var til dæmis þriggja daga veiði. Algert veiðibann. Takmarka fjölda veiddra rjúpna í kvóta en það reyndar þyrfti þá lagabreytingu til sem væri þá ekki sem sagt hægt núna og loka veiðisvæðum og að færa veiðina inn í desember. Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því því þá væri eiginlega bara varpstofninn eftir. Þá væri verið að veiða mun verðmætari rjúpur.“ Rjúpnaveiðimenn eru beðnir um að takmarka sig við fjórar rjúpur á mann.Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra biðlaði í gær til rjúpnaveiðimanna að veiða ekki fleiri en fjórar rjúpur hver þetta veiðitímabilið en meðalveiði hvers og eins hefur verið níu rjúpur hingað til. Veiðitímabilið hefst á mánudaginn og á Áki von á að margir haldi þá til veiða. „Reynslan hefur sýnt það að það fara lang lang flestir fyrsta daginn eða fyrstu helgina þarna í byrjun veiðitímans. Bara veiðin er að mestu komin í hús bara þarna sextíu sjötíu prósent bara á fyrstu sex veiðidögum. Þess vegna hefur það að fækka leyfilegum veiðidögum ekki skilað neinu vegna þess að menn fara bara kannski tvo þrjá daga og ná sínu fyrir jólin og svo hætta þeir.“ Skotveiði Fuglar Rjúpa Tengdar fréttir Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við slæmir stöðu stofnsins. Óheimilt verður því að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Ráðherrann fundaði með skotveiðimönnum og fleiri hagsmunaaðilum í gær. Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís segir veiðimenn sýna hertum reglur skilning þó þeim hafi ekki hugnast breytingar á fyrra fyrirkomulagi. „Við hefðum náttúrulega viljað hafa bara óbreytt veiðitímabil eins og var í fyrra,“ segir Áki. Áki Ármann Jónsson er formaður Skotvís. Áki segir að á fundinum með ráðherra í gær hafi verið greint frá því að til greina hafi komið að banna veiðarnar alveg. „Miðað við þá valkosti sem lágu á borðinu þá leist okkur skást á þennan valkost,“ Aðrar leiðir sem hafi verið ræddar á fundinum hafi verið nokkrar. „Það var til dæmis þriggja daga veiði. Algert veiðibann. Takmarka fjölda veiddra rjúpna í kvóta en það reyndar þyrfti þá lagabreytingu til sem væri þá ekki sem sagt hægt núna og loka veiðisvæðum og að færa veiðina inn í desember. Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því því þá væri eiginlega bara varpstofninn eftir. Þá væri verið að veiða mun verðmætari rjúpur.“ Rjúpnaveiðimenn eru beðnir um að takmarka sig við fjórar rjúpur á mann.Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra biðlaði í gær til rjúpnaveiðimanna að veiða ekki fleiri en fjórar rjúpur hver þetta veiðitímabilið en meðalveiði hvers og eins hefur verið níu rjúpur hingað til. Veiðitímabilið hefst á mánudaginn og á Áki von á að margir haldi þá til veiða. „Reynslan hefur sýnt það að það fara lang lang flestir fyrsta daginn eða fyrstu helgina þarna í byrjun veiðitímans. Bara veiðin er að mestu komin í hús bara þarna sextíu sjötíu prósent bara á fyrstu sex veiðidögum. Þess vegna hefur það að fækka leyfilegum veiðidögum ekki skilað neinu vegna þess að menn fara bara kannski tvo þrjá daga og ná sínu fyrir jólin og svo hætta þeir.“
Skotveiði Fuglar Rjúpa Tengdar fréttir Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16