Skárri kostur en algjört bann sem hafi verið til umræðu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 11:28 Fjöldi fólks reiknar með rjúpum í matinn á aðfangadagskvöld. Vísir/Vilhelm Rjúpnaveiðimenn sýna hertum veiðireglum skilning þrátt fyrir að vilja hafa þær óbreyttar. Veiðibann er á meðal þeirra leiða sem skoðað var að fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við slæmir stöðu stofnsins. Óheimilt verður því að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Ráðherrann fundaði með skotveiðimönnum og fleiri hagsmunaaðilum í gær. Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís segir veiðimenn sýna hertum reglur skilning þó þeim hafi ekki hugnast breytingar á fyrra fyrirkomulagi. „Við hefðum náttúrulega viljað hafa bara óbreytt veiðitímabil eins og var í fyrra,“ segir Áki. Áki Ármann Jónsson er formaður Skotvís. Áki segir að á fundinum með ráðherra í gær hafi verið greint frá því að til greina hafi komið að banna veiðarnar alveg. „Miðað við þá valkosti sem lágu á borðinu þá leist okkur skást á þennan valkost,“ Aðrar leiðir sem hafi verið ræddar á fundinum hafi verið nokkrar. „Það var til dæmis þriggja daga veiði. Algert veiðibann. Takmarka fjölda veiddra rjúpna í kvóta en það reyndar þyrfti þá lagabreytingu til sem væri þá ekki sem sagt hægt núna og loka veiðisvæðum og að færa veiðina inn í desember. Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því því þá væri eiginlega bara varpstofninn eftir. Þá væri verið að veiða mun verðmætari rjúpur.“ Rjúpnaveiðimenn eru beðnir um að takmarka sig við fjórar rjúpur á mann.Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra biðlaði í gær til rjúpnaveiðimanna að veiða ekki fleiri en fjórar rjúpur hver þetta veiðitímabilið en meðalveiði hvers og eins hefur verið níu rjúpur hingað til. Veiðitímabilið hefst á mánudaginn og á Áki von á að margir haldi þá til veiða. „Reynslan hefur sýnt það að það fara lang lang flestir fyrsta daginn eða fyrstu helgina þarna í byrjun veiðitímans. Bara veiðin er að mestu komin í hús bara þarna sextíu sjötíu prósent bara á fyrstu sex veiðidögum. Þess vegna hefur það að fækka leyfilegum veiðidögum ekki skilað neinu vegna þess að menn fara bara kannski tvo þrjá daga og ná sínu fyrir jólin og svo hætta þeir.“ Skotveiði Fuglar Rjúpa Tengdar fréttir Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við slæmir stöðu stofnsins. Óheimilt verður því að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Ráðherrann fundaði með skotveiðimönnum og fleiri hagsmunaaðilum í gær. Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís segir veiðimenn sýna hertum reglur skilning þó þeim hafi ekki hugnast breytingar á fyrra fyrirkomulagi. „Við hefðum náttúrulega viljað hafa bara óbreytt veiðitímabil eins og var í fyrra,“ segir Áki. Áki Ármann Jónsson er formaður Skotvís. Áki segir að á fundinum með ráðherra í gær hafi verið greint frá því að til greina hafi komið að banna veiðarnar alveg. „Miðað við þá valkosti sem lágu á borðinu þá leist okkur skást á þennan valkost,“ Aðrar leiðir sem hafi verið ræddar á fundinum hafi verið nokkrar. „Það var til dæmis þriggja daga veiði. Algert veiðibann. Takmarka fjölda veiddra rjúpna í kvóta en það reyndar þyrfti þá lagabreytingu til sem væri þá ekki sem sagt hægt núna og loka veiðisvæðum og að færa veiðina inn í desember. Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því því þá væri eiginlega bara varpstofninn eftir. Þá væri verið að veiða mun verðmætari rjúpur.“ Rjúpnaveiðimenn eru beðnir um að takmarka sig við fjórar rjúpur á mann.Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra biðlaði í gær til rjúpnaveiðimanna að veiða ekki fleiri en fjórar rjúpur hver þetta veiðitímabilið en meðalveiði hvers og eins hefur verið níu rjúpur hingað til. Veiðitímabilið hefst á mánudaginn og á Áki von á að margir haldi þá til veiða. „Reynslan hefur sýnt það að það fara lang lang flestir fyrsta daginn eða fyrstu helgina þarna í byrjun veiðitímans. Bara veiðin er að mestu komin í hús bara þarna sextíu sjötíu prósent bara á fyrstu sex veiðidögum. Þess vegna hefur það að fækka leyfilegum veiðidögum ekki skilað neinu vegna þess að menn fara bara kannski tvo þrjá daga og ná sínu fyrir jólin og svo hætta þeir.“
Skotveiði Fuglar Rjúpa Tengdar fréttir Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16