Brugðumst Solskjær á einum versta degi á okkar ferli Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2021 14:00 Harry Maguire brúnaþungur á leiknum gegn Liverpool á sunnudaginn. Getty/Alex Livesey Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, segir að með niðurlægjandi 5-0 tapinu gegn Liverpool á sunnudag hafi leikmenn United brugðist knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær og öllum sem að félaginu komi. „Þetta er búið að vera erfitt og svekkjandi. Þegar maður horfir til baka á úrslitin og frammistöðuna þá var þetta niðurlæging. Langt frá því að vera nógu gott fyrir þetta félag,“ sagði Maguire við Sky Sports í dag. „Ég er viss um að þetta er einn mesti lágpunktur ferilsins hjá okkur leikmönnunum öllum. Maður fer heim til sín og sefur ekki mikið því hugsanirnar streyma. „Ef ég hefði bara gert þetta.“ Í hreinskilni sagt þá fór ég bara heim og horfðist í augu við sjálfan mig og hvað ég gæti gert betur, og tek sjálfur fulla ábyrgð,“ sagði Maguire. United mætir Tottenham síðdegis á morgun og þrátt fyrir orðróma um að Solskjær yrði rekinn eftir tapið á sunnudag, og vangaveltur um hugsanlega arftaka hans, þá verður Norðmaðurinn þar við stjórnvölinn. „Við brugðumst stjóranum okkar í leiknum við Liverpool. Við brugðumst stuðningsmönnum, félaginu og okkur sjálfum. Við verðum að axla fulla ábyrgð á því. Skuldum við honum [Solskjær] góða frammistöðu? Að sjálfsögðu gerum við það,“ sagði Maguire. United hefur þegar fengið á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, og ef 3-2 sigurinn gegn Atalanta í Meistaradeildinni er talinn með hefur liðið fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjum sínum. „Við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur. Ég ber mikla ábyrgð á því. Ég ber ábyrgð á minni eigin frammistöðu og líka á varnarframmistöðu liðsins. Ég er fyrirliði og hef verið fastamaður í vörninni í yfir tvö ár. Við höfum átt fína spretti en í augnablikinu erum við ekki að verjast nógu vel. Ég hef ekki spilað nógu vel og ég ætla mér að komast í það form sem ég var í síðustu tvær leiktíðir, fyrir meiðslin,“ sagði Maguire en hann meiddist í kálfa í leik gegn Aston Villa í september. Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt og svekkjandi. Þegar maður horfir til baka á úrslitin og frammistöðuna þá var þetta niðurlæging. Langt frá því að vera nógu gott fyrir þetta félag,“ sagði Maguire við Sky Sports í dag. „Ég er viss um að þetta er einn mesti lágpunktur ferilsins hjá okkur leikmönnunum öllum. Maður fer heim til sín og sefur ekki mikið því hugsanirnar streyma. „Ef ég hefði bara gert þetta.“ Í hreinskilni sagt þá fór ég bara heim og horfðist í augu við sjálfan mig og hvað ég gæti gert betur, og tek sjálfur fulla ábyrgð,“ sagði Maguire. United mætir Tottenham síðdegis á morgun og þrátt fyrir orðróma um að Solskjær yrði rekinn eftir tapið á sunnudag, og vangaveltur um hugsanlega arftaka hans, þá verður Norðmaðurinn þar við stjórnvölinn. „Við brugðumst stjóranum okkar í leiknum við Liverpool. Við brugðumst stuðningsmönnum, félaginu og okkur sjálfum. Við verðum að axla fulla ábyrgð á því. Skuldum við honum [Solskjær] góða frammistöðu? Að sjálfsögðu gerum við það,“ sagði Maguire. United hefur þegar fengið á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, og ef 3-2 sigurinn gegn Atalanta í Meistaradeildinni er talinn með hefur liðið fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjum sínum. „Við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur. Ég ber mikla ábyrgð á því. Ég ber ábyrgð á minni eigin frammistöðu og líka á varnarframmistöðu liðsins. Ég er fyrirliði og hef verið fastamaður í vörninni í yfir tvö ár. Við höfum átt fína spretti en í augnablikinu erum við ekki að verjast nógu vel. Ég hef ekki spilað nógu vel og ég ætla mér að komast í það form sem ég var í síðustu tvær leiktíðir, fyrir meiðslin,“ sagði Maguire en hann meiddist í kálfa í leik gegn Aston Villa í september.
Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira