Kórónuveiran í sókn í Evrópu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 19:03 Mikil aukning hefur verið í fjölgun smitaðra í Evrópu. Tempura/Getty Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu. Eftir hátt í tveggja ára baráttu heimsbyggðarinnar við kórónuveiruna geisar faraldurinn enn og lítið sem bendir til að hann sé í rénun. Þvert á móti virðist veiran vera að sækja í sig veðrið í Evrópu á ný. Um tvö hundruð og fimmtíu milljónir kórónuveirutilfella hafa verið skráð á heimsvísu og nærri fimm milljónir dauðsfalla. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag að endalok faraldursins væru ekki í augsýn. „Fjöldi tilfella og dauðsfalla á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar fer nú vaxandi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Ástæðan er einkum sú að tilfellum fjölgar nú í Evrópu og það vegur þyngra en fækkun tilfella í öðrum heimshlutum. Þetta minnir okkur enn og aftur á að heimsfaraldrinum er fráleitt lokið. Ástæða þess að heimsfaraldurinn er ekki í rénun er sú að tæki og tól eru ekki í boði fyrir alla og það er ósanngjarnt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Verulega hefur hallað á fátækari ríki heims þegar kemur að bóluefnum en þau auðugri setið að þeim að mestu. Ghebreyesus segir samvinnu einu leiðina til að sigra veiruna og hann hvatti í dag leiðtoga helstu iðnríkja heims til að ræða málin á fundi sínum um helgina. Leiðtogarnir eru nú flestir komnir til Rómar á Ítalíu þar þar sem G20 ráðstefna leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims fram. „Þessi ríki geta með samstilltu átaki axlað þær pólitísku og fjárhagslegu skuldbindingar sem þarf til að binda enda á þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir neyðarástand í framtíðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Eftir hátt í tveggja ára baráttu heimsbyggðarinnar við kórónuveiruna geisar faraldurinn enn og lítið sem bendir til að hann sé í rénun. Þvert á móti virðist veiran vera að sækja í sig veðrið í Evrópu á ný. Um tvö hundruð og fimmtíu milljónir kórónuveirutilfella hafa verið skráð á heimsvísu og nærri fimm milljónir dauðsfalla. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag að endalok faraldursins væru ekki í augsýn. „Fjöldi tilfella og dauðsfalla á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar fer nú vaxandi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Ástæðan er einkum sú að tilfellum fjölgar nú í Evrópu og það vegur þyngra en fækkun tilfella í öðrum heimshlutum. Þetta minnir okkur enn og aftur á að heimsfaraldrinum er fráleitt lokið. Ástæða þess að heimsfaraldurinn er ekki í rénun er sú að tæki og tól eru ekki í boði fyrir alla og það er ósanngjarnt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Verulega hefur hallað á fátækari ríki heims þegar kemur að bóluefnum en þau auðugri setið að þeim að mestu. Ghebreyesus segir samvinnu einu leiðina til að sigra veiruna og hann hvatti í dag leiðtoga helstu iðnríkja heims til að ræða málin á fundi sínum um helgina. Leiðtogarnir eru nú flestir komnir til Rómar á Ítalíu þar þar sem G20 ráðstefna leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims fram. „Þessi ríki geta með samstilltu átaki axlað þær pólitísku og fjárhagslegu skuldbindingar sem þarf til að binda enda á þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir neyðarástand í framtíðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37