Jónatan Magnússon: KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. október 2021 22:36 Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var súr og svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. vísir/bára Jónatan Magnússon, þjálfari KA var niðurlútur eftir fjórða tap sinna manna í röð. Tapaði KA 28-21 fyrir FH í kvöld. Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna segist taka það úr þessum leik að lið hans hélst lengur inn í leiknum heldur en síðustu leikjum. „Við vorum ekki búnir að, ólíkt síðasta leik, stimpla okkur út í hálfleik. Við náðum hérna smá vörn í fyrri hálfleik, það er svona það sem ég tek mest út úr þessu. Mér finnst við standa varnarlega mjög vel í fyrri hálfleik og hefði viljað vera með betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki góður frekar en í síðustu leikjum.“ Sóknarleikur KA gekk brösuglega fyrir sig í kvöld. „Það segir sig bara sjálft með fjölda marka. Held það sé núna annar leikurinn í röð þar sem skotnýtingin er langt frá því að vera nógu góð. Sóknarleikurinn var ekki góður í dag, erum bara ekki að ná þessari frammistöðu sem við vorum svo mikið að reyna að ná í. Núna er það bara þannig, sjálfstraustið í liðinu er farið að brotna. Akkúrat núna erum við ekki að ná að tengja kafla.“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu mögulega krísu í herbúðum KA í síðasta þætti. Aðspurður hvort sú umræða ætti rétt á sér, svaraði Jónatan Magnússon þessu: „Krísa er eitthvað þegar gengur ekki vel. Þegar maður er ekki að vinna handboltaleiki þá er engin ánægður og sérstaklega við þjálfarar og leikmenn, sem stöndum í þessu. Við erum ekki ánægðir að ná ekki að sýna það sem við getum, það er það sem við erum að vinna í. Hvað sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja eða ekki segja, þá er það alveg ljóst að þeir leikmenn sem ég er með hérna í liði, við viljum gera betur og strákarnir geta betur.“ „Það er engin skömm að tapa hérna fyrir FH á útivelli. Það er svolítið bara brotið sjálfstraustið í hópnum og það er það sem við þurfum að vinna í núna að finna aftur það. Ég meina, allan fyri hálfleikinn erum við virkilega að berjast og það er það sem mér fannst jákvætt miðað við það sem mér fannst upp á síðkastið, fjara undan okkar leik frekar snemma.“ „Núna var þetta leikur lengur og við erum sjálfum okkur verstir það er alveg ljóst hvernig við glötum niður góðum stöðum og færanýting í seinni hálfleik o.fl.. Ef það er eitthvað sem tengist KA, því sem ég hef staðið fyrir þá er það þegar á móti blæs þá þýðir ekkert að leggjast niður og grenja. Þetta er erfitt verkefni og það er verk að vinna. Við fáum núna góða pásu, það er að koma landsleikjapása.“ „KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp, en núna þurfum við hins vegar virkilega að leita að þessu DNA okkar KA-manna til þess að kalla fram frammistöðu til að vinna, það kemur.“ Handbolti KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Sjá meira
Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna segist taka það úr þessum leik að lið hans hélst lengur inn í leiknum heldur en síðustu leikjum. „Við vorum ekki búnir að, ólíkt síðasta leik, stimpla okkur út í hálfleik. Við náðum hérna smá vörn í fyrri hálfleik, það er svona það sem ég tek mest út úr þessu. Mér finnst við standa varnarlega mjög vel í fyrri hálfleik og hefði viljað vera með betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki góður frekar en í síðustu leikjum.“ Sóknarleikur KA gekk brösuglega fyrir sig í kvöld. „Það segir sig bara sjálft með fjölda marka. Held það sé núna annar leikurinn í röð þar sem skotnýtingin er langt frá því að vera nógu góð. Sóknarleikurinn var ekki góður í dag, erum bara ekki að ná þessari frammistöðu sem við vorum svo mikið að reyna að ná í. Núna er það bara þannig, sjálfstraustið í liðinu er farið að brotna. Akkúrat núna erum við ekki að ná að tengja kafla.“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu mögulega krísu í herbúðum KA í síðasta þætti. Aðspurður hvort sú umræða ætti rétt á sér, svaraði Jónatan Magnússon þessu: „Krísa er eitthvað þegar gengur ekki vel. Þegar maður er ekki að vinna handboltaleiki þá er engin ánægður og sérstaklega við þjálfarar og leikmenn, sem stöndum í þessu. Við erum ekki ánægðir að ná ekki að sýna það sem við getum, það er það sem við erum að vinna í. Hvað sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja eða ekki segja, þá er það alveg ljóst að þeir leikmenn sem ég er með hérna í liði, við viljum gera betur og strákarnir geta betur.“ „Það er engin skömm að tapa hérna fyrir FH á útivelli. Það er svolítið bara brotið sjálfstraustið í hópnum og það er það sem við þurfum að vinna í núna að finna aftur það. Ég meina, allan fyri hálfleikinn erum við virkilega að berjast og það er það sem mér fannst jákvætt miðað við það sem mér fannst upp á síðkastið, fjara undan okkar leik frekar snemma.“ „Núna var þetta leikur lengur og við erum sjálfum okkur verstir það er alveg ljóst hvernig við glötum niður góðum stöðum og færanýting í seinni hálfleik o.fl.. Ef það er eitthvað sem tengist KA, því sem ég hef staðið fyrir þá er það þegar á móti blæs þá þýðir ekkert að leggjast niður og grenja. Þetta er erfitt verkefni og það er verk að vinna. Við fáum núna góða pásu, það er að koma landsleikjapása.“ „KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp, en núna þurfum við hins vegar virkilega að leita að þessu DNA okkar KA-manna til þess að kalla fram frammistöðu til að vinna, það kemur.“
Handbolti KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58