Guardian segir frá og vísar í grein í fræðiritinu Proceedings of the National Academy of Sciences segir að leifar í jarðlögum bendi til þess að þar hafi fólk brennt skóglendi til að rýma fyrir ræktun beitarlands á árabilinu 700 til 850.
Þessir landnemar komu sennilega frá Norðurlöndunum að því er ráða má af músastofni eyjanna, sem er af sama uppruna og fyrirfinnst á Orkneyjum, Mön, Írlandi, Íslandi og Grænlandi.
Mýsnar áttu hins vegar lítið skylt við mýs frá Portúgal.
„Þessar mýs voru augljóslega ferðalangar sem dreifðust með víkingum á ferðum þeirra um Atlantshafið“, hefur Guardian eftir höfundi greinarinnar, þróunarlíffræðingnum Jeremy Searle frá Háskólanum í Cornell.
„Til Íslands, Grænlands og einnig Asóreyja og Madeira, að því er við höldum. Það sýnir bara hversu víða víkingar fóru.“