Nuno stýrði Tottenham í síðasta sinn þegar liðið tapaði 0-3 fyrir Manchester United á heimavelli í fyrradag.
Club announcement.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 1, 2021
Portúgalinn tók við Tottenham í sumar en entist aðeins fjóra mánuði í starfi. Áður en Nuno tók við Spurs stýrði hann Wolves í fjögur ár með góðum árangri.
Tottenham byrjaði tímabilið vel og vann fyrstu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir vikið var Nuno valinn stjóri ágúst-mánaðar í ensku úrvalsdeildarinnar. Síðan hefur hallað hressilega undan fæti og Spurs hefur tapað fimm af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Nuno skilur við Tottenham í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki.
Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Tottenham eru Graham Potter og Antonio Conte.