Risi í HK, hinn íslenski Per Carlén og of skotglaður Framari Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 12:31 Róbert Gunnarsson var ánægður með frammistöðu Jóns Bjarna Ólafssonar gegn KA. Stöð 2 Sport Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu í Seinni bylgjunni um nokkra leikmenn sem annars voru ekki ýkja áberandi í umræðunni eftir síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Nýr liður í Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, ber heitið „Undir radarnum“. Að þessu sinni ræddu þeir Ásgeir og Róbert meðal annars um Framarann Þorstein Gauta Hjálmarsson, HK-inginn Kristófer Ísak Bárðarson og FH-inginn Jón Bjarna Ólafsson. Þorsteinn fékk að þessu sinni á sig gagnrýni en hinir tveir umtalsvert hrós, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Undir radarnum Þorsteinn skoraði fimm mörk í 32-28 tapi Fram gegn ÍBV en tók allt of mörg skot í leiknum að mati Ásgeirs: „Heilt yfir fannst mér skotvalið hans í þessum leik mjög langt frá því að vera gott. Þetta var allt of mikið þannig að hann fékk boltann, fór upp og skaut á markið, beint yfir einhverja þristablokk. Ég er ekki hrifinn af þessu en þetta er líka þjálfarans,“ sagði Ásgeir. „Sóknarleikurinn heilt yfir hjá Fram var lélegur og óskipulagður. Mér fannst þeir ekki á nokkurn hátt keyra á einhverja veikleika hjá ÍBV heldur treystu Framarar á að Þorsteinn gerði nákvæmlega sama og þegar hann fyrir þá leikinn á móti Víkingi í síðustu umferð. Þetta voru 5 af 16 í skotnýtingu. Ég veit að hann getur betur. Hann þarf að velja færin sín betur, og þeir þurfa að koma honum í betri færi til að hæfileikar hans nýtist betur,“ bætti hann við. Ekki hægt að kenna mönnum að vera hávaxnir Kristófer Ísak heillaði Ásgeir hins vegar með frammistöðu sinni gegn Haukum: „Eins og sagt er í körfunni; „Þeir kenna ekki hæð“. Þetta er leikmaður sem er 2,07 og alveg ótrúlega spennandi. Hann spilaði vörn og sókn, skoraði flott mörk utan af velli, og var alla vega með tvær flottar stoðsendingar síðasta korterið eftir að hann kom inn á. Hann virðist hafa ótrúlega margt til brunns að bera.“ Róbert ræddi svo um kollega sinn, eða fyrrverandi kollega, línumanninn Jón Bjarna. Róbert grínaðist með að Jón Bjarni, sem skoraði fjögur mörk í sigri FH á KA, minnti á sænsku goðsögnina Per Carlén: „Hann fékk smá útreið hjá okkur síðast eftir leikinn við HK en núna sýndi hann okkur hvers hann er megnugur. Það er gríðarlega gaman að horfa á örvhentan línumann. Það gerist nú ekki oft og þeir eru yfirleitt settir þarna hægra megin. Þetta er líka erfitt fyrir vörnina því varnarmenn eru vanir að línumaðurinn snúi sér í hina áttina,“ sagði Róbert. Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Nýr liður í Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, ber heitið „Undir radarnum“. Að þessu sinni ræddu þeir Ásgeir og Róbert meðal annars um Framarann Þorstein Gauta Hjálmarsson, HK-inginn Kristófer Ísak Bárðarson og FH-inginn Jón Bjarna Ólafsson. Þorsteinn fékk að þessu sinni á sig gagnrýni en hinir tveir umtalsvert hrós, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Undir radarnum Þorsteinn skoraði fimm mörk í 32-28 tapi Fram gegn ÍBV en tók allt of mörg skot í leiknum að mati Ásgeirs: „Heilt yfir fannst mér skotvalið hans í þessum leik mjög langt frá því að vera gott. Þetta var allt of mikið þannig að hann fékk boltann, fór upp og skaut á markið, beint yfir einhverja þristablokk. Ég er ekki hrifinn af þessu en þetta er líka þjálfarans,“ sagði Ásgeir. „Sóknarleikurinn heilt yfir hjá Fram var lélegur og óskipulagður. Mér fannst þeir ekki á nokkurn hátt keyra á einhverja veikleika hjá ÍBV heldur treystu Framarar á að Þorsteinn gerði nákvæmlega sama og þegar hann fyrir þá leikinn á móti Víkingi í síðustu umferð. Þetta voru 5 af 16 í skotnýtingu. Ég veit að hann getur betur. Hann þarf að velja færin sín betur, og þeir þurfa að koma honum í betri færi til að hæfileikar hans nýtist betur,“ bætti hann við. Ekki hægt að kenna mönnum að vera hávaxnir Kristófer Ísak heillaði Ásgeir hins vegar með frammistöðu sinni gegn Haukum: „Eins og sagt er í körfunni; „Þeir kenna ekki hæð“. Þetta er leikmaður sem er 2,07 og alveg ótrúlega spennandi. Hann spilaði vörn og sókn, skoraði flott mörk utan af velli, og var alla vega með tvær flottar stoðsendingar síðasta korterið eftir að hann kom inn á. Hann virðist hafa ótrúlega margt til brunns að bera.“ Róbert ræddi svo um kollega sinn, eða fyrrverandi kollega, línumanninn Jón Bjarna. Róbert grínaðist með að Jón Bjarni, sem skoraði fjögur mörk í sigri FH á KA, minnti á sænsku goðsögnina Per Carlén: „Hann fékk smá útreið hjá okkur síðast eftir leikinn við HK en núna sýndi hann okkur hvers hann er megnugur. Það er gríðarlega gaman að horfa á örvhentan línumann. Það gerist nú ekki oft og þeir eru yfirleitt settir þarna hægra megin. Þetta er líka erfitt fyrir vörnina því varnarmenn eru vanir að línumaðurinn snúi sér í hina áttina,“ sagði Róbert.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira