Níu líf Norðmannsins: Solskjær heldur áfram að bjarga sér á brúninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 10:00 Ole Gunnar Solskjaer fagnar með Cristiano Ronaldo sem hefur bjargað honum nokkrum sinnum að undanförnu. AP/Dave Thompson Stjóratíð Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær á Old Trafford hefur haft ákveðið þema. Þegar umræðan um að reka hann verður hvað háværust tekst honum alltaf að snúa vörn í sókn, bjarga starfi sínu á bjargbrúninni og koma United liðinu aftur á rétta braut. Enn eitt dæmið um þetta gæti verið sigurinn á Tottenham um helgina. Manchester United vann leikinn 3-0 og í kjölfarið var knattspyrnustjóri Tottenham, Nuno Espirito Santo, rekinn. Hlutskipti sem hefði líklega beðið Solskjær ef leikurinn hefði farið á hinn veginn. Solskjær átti eina sína erfiðustu viku í starfi eftir 5-0 tap á heimavelli á móti erkifjendunum í Liverpool. Lið hans var niðurlagt á Old Trafford og úrslitin komu líka í kjölfarið á döpru gengi liðsins. Sannfærandi sigur á Tottenham á útivelli kemur í kjölfarið á fjórum leikjum í röð án sigurs og aðeins tveggja sigurleikja í síðustu sjö leikjum. Nú er maðurinn sem vildi starf Solskjær hjá Manchester United líklegastur til að taka við Tottenham og pressan er allt önnur en fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Sigur í Meistaradeildarleik á móti Atalanta í kvöld kæmi United liðinu líka í frábær mál í Meistaradeildinni. Hér fyrir neðan eru níu dæmi um það þegar Ole Gunnari tókst að bjarga sér af bjargbrúninni sem knattspyrnustjóri Manchester United en þetta er byggt upp á samantekt ESPN. Ole Gunnar Solskjær hefur mátt þola mikla gagnrýni í sínu starfi.EPA-EFE/NEIL HALL 6. mars 2019: 3-1 sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni Manchester United tapaði fyrri leiknum 2-0 á Old Trafford í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en komst áfram eftir frábæran og óvæntan 3-1 sigur í París. Þessi sigur sá framar öðrum til þess að Solskjær fékk fastráðningu sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir að hafa tekið tímabundið við liðinu þegar Jose Mourinho var rekinn. 11. ágúst 2019: 4-0 sigur á Chelsea Tímabilið 2018-19 endaði ekki vel þar sem United liðið lék sex leiki án sigurs og tapaði síðasta leiknum á heimavelli á móti Cardiff City. Það þýddi að liðið endaði í sjötta sætinu, 32 stigum á eftir meisturum Manchester City. Það voru því margir búnir að afskrifa Solskjær en það breyttist snögglega eftir 4-0 sigur á Chelsea í fyrstu umferðinni á nýju tímabili. Ole Gunnar Solskjær fagnar sigri Manchester United á Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar árð 2019.Getty/Julian Finney 4. desember og 7. desember 2019: 2-1 sigur á Tottenham og 2-1 sigur á Manchester City Manchester United var ekki búið að vinna í þremur leikjum í röð þegar fyrirrennari Solskjær, Jose Mourinho, mætti með sitt nýja lið á Old Trafford. Marcus Rashford skoraði tvívegis í 2-0 sigri á Tottenham og tryggði Solskjær dýrmætan sigur. Aðeins þremur drögum seinna vann United Manchester-slaginn á útivelli. United sýndi styrk sinn á þessum mikilvægum dögum sem bjuggu um leið til vinnufrið fyrir Solskjær. 26. janúar 2020: 6-0 sigur á Tranmere Rovers United liðið byrjaði nýtt ár illa og var búið að tapa 2-0 á móti Arsenal, Liverpool og Burnley í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið leit ekki vel út í baráttu um Meistaradeildarsætið en stórsigur í bikarnum bjargaði málunum því slæm úrslit í þessum leik hefðu mögulega kallað á sparkið. Ole Gunnar Solskjær eftir tap á móti Young Boys í Meistaradeildinni.Getty/FreshFocus/ 7. nóvember 2020: 3-1 sigur á Everton Manchester United hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, 3-1 á móti Crystal Palace og 6-1 á móti Tottenham. Liðið náði að rífa sig upp úr því en lenti síðan aftur í mótlæti þar sem liðið tapaði 1-0 á heimavelli á móti Arsenal og 2-1 á móti Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni. Everton komst yfir í leiknum en Bruno Fernandes skoraði tvö mörk fyrir hálfleik og lagði upp þriðja markið fyrir Edinson Cavani. Sigurinn létti mikið pressuna af Solskjær. Ole Gunnar Solskjær hefur stýrt Manchester United frá því í desember 2018.Getty/Paul Ellis 7. mars 2021: 2-0 sigur á Manchester City Það sáu ekki margir fyrir sér þessi úrslit en Manchester United endaði þarna 21 leiks sigurgöngu nágranna sinn með sigri á Ethiad. City var á toppnum í deildinni og með fjórtán stigum meira en United. United liðið hafði þarna ekki skorað í þremur leikjum í röð en þetta var fyrsti sigurinn í fimm leikja sigurgöngu sem átti mikinn þátt í að tryggja liðinu annað sætið í deildinni. 29. september 2021: 2-1 sigur á Villarreal Manchester United hafði tapað á móti Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar vorið árið og mistókst um leið að færa Solskjær fyrsta titilinn. Áður hafði liðið tapað 2-1 á móti Young Boys í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni og í þessum leik lenti United líka undir. Alex Telles jafnaði metin með þrumuskoti og Cristiano Ronaldo tryggði sínu liði lífsnauðsynlegan sigur í riðlinum. Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær fagna saman að leikslokum.EPA-EFE/Peter Powell 20. október 2021: 3-2 sigur á Atalanta Manchester United liðið lenti 2-0 undir á heimavelli á móti Atalanta, hafði ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum og tapaði 4-2 á móti Leicester City nokkrum dögum fyrr. United menn snéru leiknum við í seinni hálfleik og fóru frá því að vera í botnsæti riðilsins í að sitja á toppnum. Cristiano Ronaldo hljóp um eins og óður maður og skoraði á endanum sigurmarkið. Meistaradeildin leit miklu betur út en aðeins nokkrum dögum síðar kom annar stór skellur. 30. október 2021: 3-0 sigur á Tottenham 5-0 skellur á heimavelli á móti Liverpool voru skammarleg úrslit fyrir liðið og fáir stjórar hefði lifað slíkt af ekki síst þar sem United hafði þar með fenguð eitt stig af síðustu tólf mögulegum og sótt boltann níu sinnum í markið sitt í síðustu tveimur deildarleikjum. En eins og alltaf þá tókst Solskjær að bjarga sér af brúninni með því að vinna 3-0 sigur á Tottenham. Umræddur Cristiano Ronaldo var enn á ný aðalmaðurinn, skorðai fyrsta markið með stórglæsilegur viðstöðulausu skoti og lagði síðan upp mark númer tvö fyrir Edinson Cavani. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Enn eitt dæmið um þetta gæti verið sigurinn á Tottenham um helgina. Manchester United vann leikinn 3-0 og í kjölfarið var knattspyrnustjóri Tottenham, Nuno Espirito Santo, rekinn. Hlutskipti sem hefði líklega beðið Solskjær ef leikurinn hefði farið á hinn veginn. Solskjær átti eina sína erfiðustu viku í starfi eftir 5-0 tap á heimavelli á móti erkifjendunum í Liverpool. Lið hans var niðurlagt á Old Trafford og úrslitin komu líka í kjölfarið á döpru gengi liðsins. Sannfærandi sigur á Tottenham á útivelli kemur í kjölfarið á fjórum leikjum í röð án sigurs og aðeins tveggja sigurleikja í síðustu sjö leikjum. Nú er maðurinn sem vildi starf Solskjær hjá Manchester United líklegastur til að taka við Tottenham og pressan er allt önnur en fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Sigur í Meistaradeildarleik á móti Atalanta í kvöld kæmi United liðinu líka í frábær mál í Meistaradeildinni. Hér fyrir neðan eru níu dæmi um það þegar Ole Gunnari tókst að bjarga sér af bjargbrúninni sem knattspyrnustjóri Manchester United en þetta er byggt upp á samantekt ESPN. Ole Gunnar Solskjær hefur mátt þola mikla gagnrýni í sínu starfi.EPA-EFE/NEIL HALL 6. mars 2019: 3-1 sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni Manchester United tapaði fyrri leiknum 2-0 á Old Trafford í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en komst áfram eftir frábæran og óvæntan 3-1 sigur í París. Þessi sigur sá framar öðrum til þess að Solskjær fékk fastráðningu sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir að hafa tekið tímabundið við liðinu þegar Jose Mourinho var rekinn. 11. ágúst 2019: 4-0 sigur á Chelsea Tímabilið 2018-19 endaði ekki vel þar sem United liðið lék sex leiki án sigurs og tapaði síðasta leiknum á heimavelli á móti Cardiff City. Það þýddi að liðið endaði í sjötta sætinu, 32 stigum á eftir meisturum Manchester City. Það voru því margir búnir að afskrifa Solskjær en það breyttist snögglega eftir 4-0 sigur á Chelsea í fyrstu umferðinni á nýju tímabili. Ole Gunnar Solskjær fagnar sigri Manchester United á Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar árð 2019.Getty/Julian Finney 4. desember og 7. desember 2019: 2-1 sigur á Tottenham og 2-1 sigur á Manchester City Manchester United var ekki búið að vinna í þremur leikjum í röð þegar fyrirrennari Solskjær, Jose Mourinho, mætti með sitt nýja lið á Old Trafford. Marcus Rashford skoraði tvívegis í 2-0 sigri á Tottenham og tryggði Solskjær dýrmætan sigur. Aðeins þremur drögum seinna vann United Manchester-slaginn á útivelli. United sýndi styrk sinn á þessum mikilvægum dögum sem bjuggu um leið til vinnufrið fyrir Solskjær. 26. janúar 2020: 6-0 sigur á Tranmere Rovers United liðið byrjaði nýtt ár illa og var búið að tapa 2-0 á móti Arsenal, Liverpool og Burnley í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið leit ekki vel út í baráttu um Meistaradeildarsætið en stórsigur í bikarnum bjargaði málunum því slæm úrslit í þessum leik hefðu mögulega kallað á sparkið. Ole Gunnar Solskjær eftir tap á móti Young Boys í Meistaradeildinni.Getty/FreshFocus/ 7. nóvember 2020: 3-1 sigur á Everton Manchester United hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, 3-1 á móti Crystal Palace og 6-1 á móti Tottenham. Liðið náði að rífa sig upp úr því en lenti síðan aftur í mótlæti þar sem liðið tapaði 1-0 á heimavelli á móti Arsenal og 2-1 á móti Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni. Everton komst yfir í leiknum en Bruno Fernandes skoraði tvö mörk fyrir hálfleik og lagði upp þriðja markið fyrir Edinson Cavani. Sigurinn létti mikið pressuna af Solskjær. Ole Gunnar Solskjær hefur stýrt Manchester United frá því í desember 2018.Getty/Paul Ellis 7. mars 2021: 2-0 sigur á Manchester City Það sáu ekki margir fyrir sér þessi úrslit en Manchester United endaði þarna 21 leiks sigurgöngu nágranna sinn með sigri á Ethiad. City var á toppnum í deildinni og með fjórtán stigum meira en United. United liðið hafði þarna ekki skorað í þremur leikjum í röð en þetta var fyrsti sigurinn í fimm leikja sigurgöngu sem átti mikinn þátt í að tryggja liðinu annað sætið í deildinni. 29. september 2021: 2-1 sigur á Villarreal Manchester United hafði tapað á móti Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar vorið árið og mistókst um leið að færa Solskjær fyrsta titilinn. Áður hafði liðið tapað 2-1 á móti Young Boys í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni og í þessum leik lenti United líka undir. Alex Telles jafnaði metin með þrumuskoti og Cristiano Ronaldo tryggði sínu liði lífsnauðsynlegan sigur í riðlinum. Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær fagna saman að leikslokum.EPA-EFE/Peter Powell 20. október 2021: 3-2 sigur á Atalanta Manchester United liðið lenti 2-0 undir á heimavelli á móti Atalanta, hafði ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum og tapaði 4-2 á móti Leicester City nokkrum dögum fyrr. United menn snéru leiknum við í seinni hálfleik og fóru frá því að vera í botnsæti riðilsins í að sitja á toppnum. Cristiano Ronaldo hljóp um eins og óður maður og skoraði á endanum sigurmarkið. Meistaradeildin leit miklu betur út en aðeins nokkrum dögum síðar kom annar stór skellur. 30. október 2021: 3-0 sigur á Tottenham 5-0 skellur á heimavelli á móti Liverpool voru skammarleg úrslit fyrir liðið og fáir stjórar hefði lifað slíkt af ekki síst þar sem United hafði þar með fenguð eitt stig af síðustu tólf mögulegum og sótt boltann níu sinnum í markið sitt í síðustu tveimur deildarleikjum. En eins og alltaf þá tókst Solskjær að bjarga sér af brúninni með því að vinna 3-0 sigur á Tottenham. Umræddur Cristiano Ronaldo var enn á ný aðalmaðurinn, skorðai fyrsta markið með stórglæsilegur viðstöðulausu skoti og lagði síðan upp mark númer tvö fyrir Edinson Cavani.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira