Ráðherra beðinn um að rökstyðja fullyrðingar sínar um flóttamenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2021 09:20 Ráðherrann hefur verið krafður um að rökstyðja fullyrðingar sínar. epa/Vickie Flores Skorað hefur verið á Priti Patel, innanríkisráðherra Breta, að draga til baka eða rökstyðja fullyrðingar sem hún setti fram fyrir þingnefnd um að flestir þeir hælisleitendur sem kæmu til landsins á bátum væru ekki raunverulegir flóttamenn. Patel mætti fyrir innanríkis- og dómsmálanefnd lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar sem hún var meðal annars yfirheyrð um nýja stefnu stjórnvalda sem felur í sér að öllum sem hafa komið til Bretlands með viðkomu í „öruggu“ ríki verði sjálfkrafa neitað um málsmeðferð. Þegar hún var beðin um að útskýra hverjir tilheyrðu þessum hóp sagði hún meðal annars að 70 prósent þeirra sem hefðu komið til landsins sjóleiðina væru einhleypir karlmenn sem væru að flýja efnahagsástandið í heimalandinu. „Þeir eru ekki raunverulegir hælisleitendur,“ sagði hún. Innanríkisráðuneytið vildi ekki veita Guardian formlegt svar við fyrirspurn um tölfræðina á bakvið fullyrðingar ráðherrans. Miðillinn fékk þær upplýsingar að af þeim 8.500 hælisleitendur sem hefðu komið á bát árið 2020 hefðu 87 prósent verið karlar og 74 prósent á aldrinum 18 til 39 ára. Engar upplýsingar fengust hins vegar um flokkun hælisumsókna eftir aðstæðum. Þeir sem starfa að málefnum flóttafólks í Bretlandi hafa áhyggjur af því að orðræða stjórnvalda sé að kynda undir hugmyndir um að hælisleitendur séu óverðugir þess að mál þeirra séu tekin til umfjöllunar hjá yfirvöldum. Gögn sýna að margir þeirra sem hefur verið neitað um málsmeðferð koma frá átakasvæðum á borð við Afganistan, Íran, Írak og Súdan. Þá segir Dr. Peter Walsh, sérfræðingur við Oxford-háskóla, að af þeim umsóknum sem voru teknar til umfjöllunar á árunum 2017 til 2019 hafi 59 prósent verið samþykktar. Því sé tæpast hægt að halda því fram að aðeins 30 prósent þeirra umsókna sem berast séu réttmætar. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Patel mætti fyrir innanríkis- og dómsmálanefnd lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar sem hún var meðal annars yfirheyrð um nýja stefnu stjórnvalda sem felur í sér að öllum sem hafa komið til Bretlands með viðkomu í „öruggu“ ríki verði sjálfkrafa neitað um málsmeðferð. Þegar hún var beðin um að útskýra hverjir tilheyrðu þessum hóp sagði hún meðal annars að 70 prósent þeirra sem hefðu komið til landsins sjóleiðina væru einhleypir karlmenn sem væru að flýja efnahagsástandið í heimalandinu. „Þeir eru ekki raunverulegir hælisleitendur,“ sagði hún. Innanríkisráðuneytið vildi ekki veita Guardian formlegt svar við fyrirspurn um tölfræðina á bakvið fullyrðingar ráðherrans. Miðillinn fékk þær upplýsingar að af þeim 8.500 hælisleitendur sem hefðu komið á bát árið 2020 hefðu 87 prósent verið karlar og 74 prósent á aldrinum 18 til 39 ára. Engar upplýsingar fengust hins vegar um flokkun hælisumsókna eftir aðstæðum. Þeir sem starfa að málefnum flóttafólks í Bretlandi hafa áhyggjur af því að orðræða stjórnvalda sé að kynda undir hugmyndir um að hælisleitendur séu óverðugir þess að mál þeirra séu tekin til umfjöllunar hjá yfirvöldum. Gögn sýna að margir þeirra sem hefur verið neitað um málsmeðferð koma frá átakasvæðum á borð við Afganistan, Íran, Írak og Súdan. Þá segir Dr. Peter Walsh, sérfræðingur við Oxford-háskóla, að af þeim umsóknum sem voru teknar til umfjöllunar á árunum 2017 til 2019 hafi 59 prósent verið samþykktar. Því sé tæpast hægt að halda því fram að aðeins 30 prósent þeirra umsókna sem berast séu réttmætar.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira