„Nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2021 10:31 Berglind Ósk starfar sem forritari. Loddaralíðan er ástand sem mörg okkar þekkja hugsanlega án þess að gera okkur grein fyrir því að yfir það sé til heiti, og að mörgum ef ekki flestum í kringum okkur hefur liðið eins. Loddaralíðan er þýðinga Berglindar Óskar Bergsdóttur á enska hugtakinu imposter syndrome. Hún hefur nú skrifað bókina Loddaralíðan og haldið fyrirlestra víða um þessa tilfinningu sem margir kannast við. „Loddaralíðan er að finnast maður ekki eins klár og allir í kringum mann halda og vera alltaf að óttast um að það sé að komast upp um mann. Líðan er þrátt fyrir að maður nær árangri og sé að ganga vel þá er alltaf þessi ótti. Ég sé þetta fyrst fyrir fimm til sex árum þegar ég var að ná mér upp úr kulnun. Ég er forritari og rakst á þetta að þetta væri algengt í hugbúnaðarbransanum og tengdi rosalega við þetta. Það var strax mjög gott að vita til þess að ég væri ekki ein um að líða svona.“ Algjör vítahringur Berglind segir að það fyrsta sem fólk gerir þegar það upplifir eins og það sé ekki að standa sig nægilega vel er að vinna nægilega mikið til að ná að afkasta meira. „Svo verður þetta svo mikill vítahringur. Maður nær kannski að klára eitthvað en maður hugsar svo alltaf að maður hafi bara getað þetta því maður vann svo mikið. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað maður gerir, maður brenglast bara í hausnum á sér finnst manni aldrei nægilega klár.“ Hún segir að loddaralíðan virðist vera algengari hjá konum en körlum. „Ein ástæða fyrir því er að um leið og maður er í minnihluta á vinnustað er maður líklegri til að upplifa þessar tilfinningar. Ég kem úr forritun og tölvunarfræði og þar eru konur einmitt í miklum minnihluta. Svo eru konur oft með meiri fullkomnunaráráttu og finnast þær þurfa vita allt 110 prósent til að þykjast vita eitthvað en karlmenn kannski bara sjötíu prósent til að geta sagst vita eitthvað. Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég hef alveg heyrt í fullt af strákum sem hafa upplifað þetta en þetta er klárlega algengara, dýpra og kannski meira viðvarandi hjá konum.“ Berglind segist til að mynda oft hafa ímyndað sér að þegar menn gengu inn í fundarherbergi væru þeir að fara ræða hvað hún væri ekki að standa sig nægilega vel og í kjölfarið yrði hún rekin. „Það er þessi ótti, nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Loddaralíðan er þýðinga Berglindar Óskar Bergsdóttur á enska hugtakinu imposter syndrome. Hún hefur nú skrifað bókina Loddaralíðan og haldið fyrirlestra víða um þessa tilfinningu sem margir kannast við. „Loddaralíðan er að finnast maður ekki eins klár og allir í kringum mann halda og vera alltaf að óttast um að það sé að komast upp um mann. Líðan er þrátt fyrir að maður nær árangri og sé að ganga vel þá er alltaf þessi ótti. Ég sé þetta fyrst fyrir fimm til sex árum þegar ég var að ná mér upp úr kulnun. Ég er forritari og rakst á þetta að þetta væri algengt í hugbúnaðarbransanum og tengdi rosalega við þetta. Það var strax mjög gott að vita til þess að ég væri ekki ein um að líða svona.“ Algjör vítahringur Berglind segir að það fyrsta sem fólk gerir þegar það upplifir eins og það sé ekki að standa sig nægilega vel er að vinna nægilega mikið til að ná að afkasta meira. „Svo verður þetta svo mikill vítahringur. Maður nær kannski að klára eitthvað en maður hugsar svo alltaf að maður hafi bara getað þetta því maður vann svo mikið. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað maður gerir, maður brenglast bara í hausnum á sér finnst manni aldrei nægilega klár.“ Hún segir að loddaralíðan virðist vera algengari hjá konum en körlum. „Ein ástæða fyrir því er að um leið og maður er í minnihluta á vinnustað er maður líklegri til að upplifa þessar tilfinningar. Ég kem úr forritun og tölvunarfræði og þar eru konur einmitt í miklum minnihluta. Svo eru konur oft með meiri fullkomnunaráráttu og finnast þær þurfa vita allt 110 prósent til að þykjast vita eitthvað en karlmenn kannski bara sjötíu prósent til að geta sagst vita eitthvað. Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég hef alveg heyrt í fullt af strákum sem hafa upplifað þetta en þetta er klárlega algengara, dýpra og kannski meira viðvarandi hjá konum.“ Berglind segist til að mynda oft hafa ímyndað sér að þegar menn gengu inn í fundarherbergi væru þeir að fara ræða hvað hún væri ekki að standa sig nægilega vel og í kjölfarið yrði hún rekin. „Það er þessi ótti, nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið