Horfði á barnið sitt og fann fyrir úrræðaleysi: „Þetta er tími sem við fáum ekki til baka“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 13:31 María Rut Kristinsdóttir er viðmælandi í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild sem sýndir eru á Vísi á þriðjudögum. Spjallið með Góðvild Baráttukonan María Rut Kristinsdóttir brennur fyrir því að hjálpa fólki og þá sérstaklega jaðarsettum hópum sem henni hefur gjarnan fundist mæta afgangi í samfélaginu. María starfar sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, ásamt því að vera einn af stofnendum Hinseginleikans, fræðsluvettvangs um hinsegin samfélagið. María hefur verið áberandi í umræðunni um bætt velferðarkerfi og þá hefur hún sérstaklega gagnrýnt langa biðlista þegar kemur að greiningarferli. Hún segist hafa upplifað það af eigin raun þegar eldri sonur hennar var lítill og það vaknaði grunur um að væri mögulega með einhvers konar greiningu. „Þetta gerist oft þegar þau klára leikskólann og fara inn í þessa stofnun sem grunnskólinn er. Þá kemur oft eitthvað í ljós og þá fer af stað umsóknarferli. Það þarf síðan að fara í gegnum mörg lög af alls konar. Kennarinn þurfti að skrifa eitthvað og skólinn þurfti að skrifa eitthvað, svo þarf að fara í forskimun og fá niðurstöður úr henni.“ Allt þetta þurfti að gerast áður en hægt var að senda inn formlega umsókn um greiningu. Hún segir ferlið hafa tekið þrjú ár. „Ég man bara hvernig ég horfði á barnið mitt vitandi að hann líklega þyrfti hann stuðning, og finna fyrir þessu úrræðaleysi á meðan hann fór í gegnum fyrsta, annan og þriðja bekk. Þetta er tími sem við fáum ekki til baka.“ María, ásamt eiginkonu sinni Ingileif og sonum þeirra, Þorgeiri og Rökkva. Í viðtalinu segir María frá því þegar hún gekk í gegnum þriggja ára greiningarferli með Þorgeir þegar hann var lítill.Aðsent „Svo man ég eftir deginum þegar greiningin kom. Tilfinningin var svolítið svona „já ókei barnið ykkar er með þetta, þetta og þetta“ og ég bara „Já ókei og hvað gerum við núna við þessar upplýsingar?“. Þá var svarið bara að það væri hægt að hitta lækna og fara á lyf og það væri eitthvað námskeið í boði, en það var 18 mánaða bið á það námskeið.“ María segir að núverandi kerfi sendi þessum börnum þau skilaboð að þau séu öðruvísi og þau verði því út undan. „Fyrir sjálfsmynd barna þá er þetta að mínu mati stórhættulegt og ekki kerfinu okkar til framdráttar. Ég veit alveg að fagfólkið innan skólans er að gera sitt besta en það vantar fjármagnið og pólitískan þunga og skilning á því að ef það á að vera þetta sem heitir Skóli án aðgreiningar, þá kostar það peninga og það kostar tíma.“ María segir Ásmund Einar hafa staðið sig vel sem félags- og barnamálaráðherra. Hún segir hins vegar ekki nóg að einn ráðherra hafi góðan vilja, þar sem hann sé bundinn við það að fá fjármagn frá öðrum ráðherra og ríkisstjórninni allri. Hún bendir á það að tveir stjórnmálaflokkar hafi verið í ríkisstjórn um 80% lýðveldistímabilsins og beri því töluverða ábyrgð á kerfinu eins og það er í dag. „Ef við meinum það að við ætlum að búa í samfélagi þar sem við fáum að vera ólík, þá er þetta pínu hluti af því að við höfum vitað af alls konar vandamálum lengi og það eru alls konar stjórnmálamenn sem hafa haft áratugi til þess að vinda ofan af þessu en mér finnst það gerast of hægt.“ María og Ingileif eru stofnendur Hinseginleikans og berjast fyrir því að hinsegin fólk búi við sömu réttindi og aðrir. María segist jafnframt leggja sig fram við það að hlusta á þá jaðarsettu hópa sem hún tilheyrir ekki.Aðsent Niðurgreidd sálfræðiþjónusta er annað baráttumál sem stendur Maríu nærri. Sjálf hefur hún sótt sálfræðiþjónustu síðan hún var 17 ára gömul og hefur greitt háar fjárupphæðir fyrir en veit hvers virði þjónustan er fyrir einstaklinga og þar af leiðendum samfélagið. „Það ættu ekki að vera nein geimvísindi að þetta er þjóðhagslega mikilvægt. Biðlistar eftir sálfræðihjálp eru hrikalegir og við vitum það út frá erlendum rannsóknum að afleiðingar áfalla í æsku hafa langtímaafleiðingar sem birtast síðan í formi andlegrar örorku. Það er búið að reikna þetta út og kostnaðurinn sem fer í að vinda ekki ofan af þessum áföllum strax er eitthvað um 100 milljarðar á ári.“ Frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var lagt fram í þrígang áður en það var samþykkt. María segir ástæðu þess vera að það var minnihlutinn sem lagði frumvarpið fram. „Já ertu með gott mál eða mál sem allir eru sammála um? Leiðinlegt að þú sért í minnihluta. Þetta finnst mér ekki lýðræðislegt. Þetta er bara heimskulegt. En við þrjóskuðumst og lögðum frumvarpið fram í þriðja skiptið og lögðum rosalega mikinn þunga í að koma því í gegn og það kom glufa.“ Frumvarpið var að lokum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, klukkan tvö um nótt á síðasta degi þingsins. María lagðist himinlifandi á koddann og tjáði eiginkonu sinni að mögulega væri pólitíkin nú að breytast smá og kannski væri hægt að vinna saman þvert á flokka eftir allt saman. „En þetta voru bara einhverjir algjörir draumórar. Ég vakna daginn eftir og það eru bara flennistórar fyrirsagnir þar sem fjármálaráðherra er mættur: „Hægan, hægan! Það er ekki búið að setja pening í þetta. Þau geta alveg verið kát með að hafa náð einhverju máli í gegn en ég sé um veskið“.“ „Mér finnst svo oft talað um efnahagsmálin og velferðina sem andstæða póla, en hverjir eru það sem skapa verðmætin? Það er fólkið og ef fólki líður vel og sem flestir eru virkir í samfélaginu, þá væntanlega hefur það áhrif á þessi fallegu orð eins og hagvöxt og kaupmátt.“ María spáir því að næsta kjörtímabil verði ögurstund ríkisstjórnina ef hún heldur áfram. Þá komi í ljós hvort þau meini eitthvað með orðum sínum um kjarabætur fyrir öryrkja, atvinnumöguleika og menntun fyrir fatlaða og breytingar á þeirri „biðlistaómenningu sem hér ríki“. Hún segir orð og gjörðir verða að fara saman, því eins og staðan sé núna, sé Ísland vissulega land tækifæranna - en aðeins fyrir suma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Maríu í heild sinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Heilbrigðismál Geðheilbrigði Viðreisn Tengdar fréttir Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá. 19. október 2021 07:01 Góðvild: Tækifæri ungs fatlaðs fólks óásættanleg „Ég hef tekið þátt í því sem bæði kennari og skólastjóri að kljást við kerfið vegna aðstæðna barna og ungmenna sem mér hefur oft á tíðum þótt frekar óréttlátt,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir í Spjallinu við Góðvild. 6. október 2021 13:05 „Þetta var í raun púslið sem vantaði“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt og alveg afskaplega gefandi,“ segir pilates-drottningin Helga Lind Björgvinsdóttir sem hefur undanfarið starfað sem stuðningsfulltrúi í skóla. 21. september 2021 21:30 Veitir fjölskyldum langveikra barna aðstoð í gegnum Hjálparlínu „Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
María hefur verið áberandi í umræðunni um bætt velferðarkerfi og þá hefur hún sérstaklega gagnrýnt langa biðlista þegar kemur að greiningarferli. Hún segist hafa upplifað það af eigin raun þegar eldri sonur hennar var lítill og það vaknaði grunur um að væri mögulega með einhvers konar greiningu. „Þetta gerist oft þegar þau klára leikskólann og fara inn í þessa stofnun sem grunnskólinn er. Þá kemur oft eitthvað í ljós og þá fer af stað umsóknarferli. Það þarf síðan að fara í gegnum mörg lög af alls konar. Kennarinn þurfti að skrifa eitthvað og skólinn þurfti að skrifa eitthvað, svo þarf að fara í forskimun og fá niðurstöður úr henni.“ Allt þetta þurfti að gerast áður en hægt var að senda inn formlega umsókn um greiningu. Hún segir ferlið hafa tekið þrjú ár. „Ég man bara hvernig ég horfði á barnið mitt vitandi að hann líklega þyrfti hann stuðning, og finna fyrir þessu úrræðaleysi á meðan hann fór í gegnum fyrsta, annan og þriðja bekk. Þetta er tími sem við fáum ekki til baka.“ María, ásamt eiginkonu sinni Ingileif og sonum þeirra, Þorgeiri og Rökkva. Í viðtalinu segir María frá því þegar hún gekk í gegnum þriggja ára greiningarferli með Þorgeir þegar hann var lítill.Aðsent „Svo man ég eftir deginum þegar greiningin kom. Tilfinningin var svolítið svona „já ókei barnið ykkar er með þetta, þetta og þetta“ og ég bara „Já ókei og hvað gerum við núna við þessar upplýsingar?“. Þá var svarið bara að það væri hægt að hitta lækna og fara á lyf og það væri eitthvað námskeið í boði, en það var 18 mánaða bið á það námskeið.“ María segir að núverandi kerfi sendi þessum börnum þau skilaboð að þau séu öðruvísi og þau verði því út undan. „Fyrir sjálfsmynd barna þá er þetta að mínu mati stórhættulegt og ekki kerfinu okkar til framdráttar. Ég veit alveg að fagfólkið innan skólans er að gera sitt besta en það vantar fjármagnið og pólitískan þunga og skilning á því að ef það á að vera þetta sem heitir Skóli án aðgreiningar, þá kostar það peninga og það kostar tíma.“ María segir Ásmund Einar hafa staðið sig vel sem félags- og barnamálaráðherra. Hún segir hins vegar ekki nóg að einn ráðherra hafi góðan vilja, þar sem hann sé bundinn við það að fá fjármagn frá öðrum ráðherra og ríkisstjórninni allri. Hún bendir á það að tveir stjórnmálaflokkar hafi verið í ríkisstjórn um 80% lýðveldistímabilsins og beri því töluverða ábyrgð á kerfinu eins og það er í dag. „Ef við meinum það að við ætlum að búa í samfélagi þar sem við fáum að vera ólík, þá er þetta pínu hluti af því að við höfum vitað af alls konar vandamálum lengi og það eru alls konar stjórnmálamenn sem hafa haft áratugi til þess að vinda ofan af þessu en mér finnst það gerast of hægt.“ María og Ingileif eru stofnendur Hinseginleikans og berjast fyrir því að hinsegin fólk búi við sömu réttindi og aðrir. María segist jafnframt leggja sig fram við það að hlusta á þá jaðarsettu hópa sem hún tilheyrir ekki.Aðsent Niðurgreidd sálfræðiþjónusta er annað baráttumál sem stendur Maríu nærri. Sjálf hefur hún sótt sálfræðiþjónustu síðan hún var 17 ára gömul og hefur greitt háar fjárupphæðir fyrir en veit hvers virði þjónustan er fyrir einstaklinga og þar af leiðendum samfélagið. „Það ættu ekki að vera nein geimvísindi að þetta er þjóðhagslega mikilvægt. Biðlistar eftir sálfræðihjálp eru hrikalegir og við vitum það út frá erlendum rannsóknum að afleiðingar áfalla í æsku hafa langtímaafleiðingar sem birtast síðan í formi andlegrar örorku. Það er búið að reikna þetta út og kostnaðurinn sem fer í að vinda ekki ofan af þessum áföllum strax er eitthvað um 100 milljarðar á ári.“ Frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var lagt fram í þrígang áður en það var samþykkt. María segir ástæðu þess vera að það var minnihlutinn sem lagði frumvarpið fram. „Já ertu með gott mál eða mál sem allir eru sammála um? Leiðinlegt að þú sért í minnihluta. Þetta finnst mér ekki lýðræðislegt. Þetta er bara heimskulegt. En við þrjóskuðumst og lögðum frumvarpið fram í þriðja skiptið og lögðum rosalega mikinn þunga í að koma því í gegn og það kom glufa.“ Frumvarpið var að lokum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, klukkan tvö um nótt á síðasta degi þingsins. María lagðist himinlifandi á koddann og tjáði eiginkonu sinni að mögulega væri pólitíkin nú að breytast smá og kannski væri hægt að vinna saman þvert á flokka eftir allt saman. „En þetta voru bara einhverjir algjörir draumórar. Ég vakna daginn eftir og það eru bara flennistórar fyrirsagnir þar sem fjármálaráðherra er mættur: „Hægan, hægan! Það er ekki búið að setja pening í þetta. Þau geta alveg verið kát með að hafa náð einhverju máli í gegn en ég sé um veskið“.“ „Mér finnst svo oft talað um efnahagsmálin og velferðina sem andstæða póla, en hverjir eru það sem skapa verðmætin? Það er fólkið og ef fólki líður vel og sem flestir eru virkir í samfélaginu, þá væntanlega hefur það áhrif á þessi fallegu orð eins og hagvöxt og kaupmátt.“ María spáir því að næsta kjörtímabil verði ögurstund ríkisstjórnina ef hún heldur áfram. Þá komi í ljós hvort þau meini eitthvað með orðum sínum um kjarabætur fyrir öryrkja, atvinnumöguleika og menntun fyrir fatlaða og breytingar á þeirri „biðlistaómenningu sem hér ríki“. Hún segir orð og gjörðir verða að fara saman, því eins og staðan sé núna, sé Ísland vissulega land tækifæranna - en aðeins fyrir suma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Maríu í heild sinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Heilbrigðismál Geðheilbrigði Viðreisn Tengdar fréttir Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá. 19. október 2021 07:01 Góðvild: Tækifæri ungs fatlaðs fólks óásættanleg „Ég hef tekið þátt í því sem bæði kennari og skólastjóri að kljást við kerfið vegna aðstæðna barna og ungmenna sem mér hefur oft á tíðum þótt frekar óréttlátt,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir í Spjallinu við Góðvild. 6. október 2021 13:05 „Þetta var í raun púslið sem vantaði“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt og alveg afskaplega gefandi,“ segir pilates-drottningin Helga Lind Björgvinsdóttir sem hefur undanfarið starfað sem stuðningsfulltrúi í skóla. 21. september 2021 21:30 Veitir fjölskyldum langveikra barna aðstoð í gegnum Hjálparlínu „Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá. 19. október 2021 07:01
Góðvild: Tækifæri ungs fatlaðs fólks óásættanleg „Ég hef tekið þátt í því sem bæði kennari og skólastjóri að kljást við kerfið vegna aðstæðna barna og ungmenna sem mér hefur oft á tíðum þótt frekar óréttlátt,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir í Spjallinu við Góðvild. 6. október 2021 13:05
„Þetta var í raun púslið sem vantaði“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt og alveg afskaplega gefandi,“ segir pilates-drottningin Helga Lind Björgvinsdóttir sem hefur undanfarið starfað sem stuðningsfulltrúi í skóla. 21. september 2021 21:30
Veitir fjölskyldum langveikra barna aðstoð í gegnum Hjálparlínu „Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir. 7. september 2021 20:00