Guardiola: Brugge leikurinn er miklu mikilvægari en leikurinn við Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 16:00 Pep Guardiola í tapleik Manchester City á móti Crystal Palace á Etihad leikvanginum um helgina. Getty/Naomi Baker Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City hefur meiri áhyggjur af Meistaradeildarleik liðsins á móti Club Brugge heldur en Manchester slagnum á laugardaginn. Manchester City er í öðru sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar á eftir Paris Saint-Germain og getur tekið stórt skref í átt að sæti í sextán liða úrslitunum með sigri á belgíska liðinu á heimavelli á morgun. „Þessi leikur er miklu mikilvægari en United leikurinn,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir Club Brugge leikinn. Pep Guardiola believes #ManCity's upcoming #UCL match vs Club Brugge is 'more important' than the Manchester derby this weekend:https://t.co/NlG4EDkc6H— City Xtra (@City_Xtra) November 2, 2021 „Þarna er möguleiki fyrir okkur að taka ótrúlegt skref í átt að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola. „Í ensku úrvalsdeildinni eru margir leikir en hér eru bara sex og það eru bara þrír eftir. Það er ekki mikið og hver þeirra skiptir því svo miklu máli ekki síst þriðji og fjórði leikurinn. Þetta eru mikilvægustu leikirnir og við þurfum að taka þá alvarlega,“ sagði Guardiola. „Á morgun fáum við tækifæri en þetta verður erfiðara með hverju árinu. Þetta eru bara sex leikir, það er erfitt ef lið tapa meira en einum leik og við erum þegar búnir að tapa í París,“ sagði Guardiola. Manchester City átti ekki góða viku því liðið datt út úr enska deildarbikarnum eftir tap á móti West Ham í vítakeppni og steinlá síðan 2-0 á heimavelli á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það búast flestir við auðveldum Manchester City sigri í kvöld eftir að City vann 5-1 sigur í fyrri leik liðanna í Belgíu. „Við erum einbeittir á það að vinna Brugge. Ef þú gerir nógu marga góða hluti þá getur þú unnið leiki. Við erum ennþá að gera mistök, í fjögurra manna varnarlínunni og í pressunni. Það er eðlilegt. Ég horfði aftur á leikinn á móti Brugge og sá hversu marga hluti við gerðum ekki nógu vel. Við vorum aftur á móti góðir í sókninni,“ sagði Guardiola. „Ég er nokkuð viss um það að þeir muni aðlaga sinn leik og reyna að refsa okkur. Við þurfum líka að aðlaga okkur til að verða betri. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Manchester City er í öðru sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar á eftir Paris Saint-Germain og getur tekið stórt skref í átt að sæti í sextán liða úrslitunum með sigri á belgíska liðinu á heimavelli á morgun. „Þessi leikur er miklu mikilvægari en United leikurinn,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir Club Brugge leikinn. Pep Guardiola believes #ManCity's upcoming #UCL match vs Club Brugge is 'more important' than the Manchester derby this weekend:https://t.co/NlG4EDkc6H— City Xtra (@City_Xtra) November 2, 2021 „Þarna er möguleiki fyrir okkur að taka ótrúlegt skref í átt að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola. „Í ensku úrvalsdeildinni eru margir leikir en hér eru bara sex og það eru bara þrír eftir. Það er ekki mikið og hver þeirra skiptir því svo miklu máli ekki síst þriðji og fjórði leikurinn. Þetta eru mikilvægustu leikirnir og við þurfum að taka þá alvarlega,“ sagði Guardiola. „Á morgun fáum við tækifæri en þetta verður erfiðara með hverju árinu. Þetta eru bara sex leikir, það er erfitt ef lið tapa meira en einum leik og við erum þegar búnir að tapa í París,“ sagði Guardiola. Manchester City átti ekki góða viku því liðið datt út úr enska deildarbikarnum eftir tap á móti West Ham í vítakeppni og steinlá síðan 2-0 á heimavelli á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það búast flestir við auðveldum Manchester City sigri í kvöld eftir að City vann 5-1 sigur í fyrri leik liðanna í Belgíu. „Við erum einbeittir á það að vinna Brugge. Ef þú gerir nógu marga góða hluti þá getur þú unnið leiki. Við erum ennþá að gera mistök, í fjögurra manna varnarlínunni og í pressunni. Það er eðlilegt. Ég horfði aftur á leikinn á móti Brugge og sá hversu marga hluti við gerðum ekki nógu vel. Við vorum aftur á móti góðir í sókninni,“ sagði Guardiola. „Ég er nokkuð viss um það að þeir muni aðlaga sinn leik og reyna að refsa okkur. Við þurfum líka að aðlaga okkur til að verða betri. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira