Zlatan framlengdi samningi sínum um eitt ár í apríl á þessu ári, og nú virðist sem félagið vilji halda honum lengur. Nýi samningurinn verður sambærilegur þeim sem hann er með núna.
Þessi fertugi framherji hefur skorað þrjú mörk og lagt upp önnur tvö fyrir liðsfélaga sína í ítölsku deildinni á þessu tímabili. 7
Hann hefur reyndar bara komið við sögu í fimm leikjum og spilað samtals 194 mínútur, en það þýðir að hann kemur með beinum hætti að marki á tæplega 39 mínútna fresti fyrir AC Milan.
ÅC Milan situr í öðru sæti ítölsku deildarinnar með 31 stig eftir 11 leiki og hefur ekki enn tapað deildarleik. Liði hefur jafn mörg stig og topplið Napoli, en hefur ekki jafn góða markatölu.