Juventus og Bayern tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2021 22:21 Bayern München tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í kvöld. Alexander Hassenstein/Getty Images Alls fóru fram átta leikir í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld. Stórveldin Juventus og Bayern München eru örugg áfram í 16-liða úrslit eftir leiki kvöldsins. Robert Lewandowski og Serge Gnabry komu Bayern í 2-0 er liðið tók á móti Benfica í kvöld, áður en Morato minnkaði muninn á 38. mínútu. Lewandowski fékk svo tækifæri til að auka forystuna á ný af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en honum brást bogalistin. Leroy Sane skoraði þriðja mark Bayern á 49. mínútu áður en Lewandowski bætti upp fyrir vítaklúðrið rúmum tíu mínútum síðar. Darwin Nunez minnkaði muninn í 4-2 á 74. mínútu, en margumræddur Robert Lewandowski tryggði heimamönnum 5-2 sigur er hann fullkomnaði þrennu sína rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Round of 16, here we come 🥳♦️ #FCBSLB 5-2 ♦️ pic.twitter.com/UFQMbAwRGr— FC Bayern English (@FCBayernEN) November 2, 2021 Paulo Dybala kom Juventus í 1-0 forystu gegn Zenit frá Pétursborg strax á 11. mínútu er liðin mættust í H-riðli. Leonardo Bonucci varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Dybala bætti sínu öðru marki við af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Federico Chiesa kom Juventus í 3-1 á 73. mínútu. Alvaro Morata bætti fjórða marki Juventus við stuttu fyrir leikslok, en Sardar Azmoun klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 og Juventus er því á leið í 16-liða úrslit. FT | ⌛ | ROUND OF 16 𝗤 𝗨 𝗔 𝗟 𝗜 𝗙 𝗜 𝗘 𝗗! ✅⚪⚫#JuveZenit #ForzaJuve #JuveUCL pic.twitter.com/LQsGGxCdK8— JuventusFC (@juventusfcen) November 2, 2021 Öll úrslit kvöldsins E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Robert Lewandowski og Serge Gnabry komu Bayern í 2-0 er liðið tók á móti Benfica í kvöld, áður en Morato minnkaði muninn á 38. mínútu. Lewandowski fékk svo tækifæri til að auka forystuna á ný af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en honum brást bogalistin. Leroy Sane skoraði þriðja mark Bayern á 49. mínútu áður en Lewandowski bætti upp fyrir vítaklúðrið rúmum tíu mínútum síðar. Darwin Nunez minnkaði muninn í 4-2 á 74. mínútu, en margumræddur Robert Lewandowski tryggði heimamönnum 5-2 sigur er hann fullkomnaði þrennu sína rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Round of 16, here we come 🥳♦️ #FCBSLB 5-2 ♦️ pic.twitter.com/UFQMbAwRGr— FC Bayern English (@FCBayernEN) November 2, 2021 Paulo Dybala kom Juventus í 1-0 forystu gegn Zenit frá Pétursborg strax á 11. mínútu er liðin mættust í H-riðli. Leonardo Bonucci varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Dybala bætti sínu öðru marki við af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Federico Chiesa kom Juventus í 3-1 á 73. mínútu. Alvaro Morata bætti fjórða marki Juventus við stuttu fyrir leikslok, en Sardar Azmoun klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 og Juventus er því á leið í 16-liða úrslit. FT | ⌛ | ROUND OF 16 𝗤 𝗨 𝗔 𝗟 𝗜 𝗙 𝗜 𝗘 𝗗! ✅⚪⚫#JuveZenit #ForzaJuve #JuveUCL pic.twitter.com/LQsGGxCdK8— JuventusFC (@juventusfcen) November 2, 2021 Öll úrslit kvöldsins E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit
E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira