Meira byggt í Bolungarvík en sést hefur í seinni tíð Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2021 22:22 Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, og aðstoðarleikskólastjóri. Arnar Halldórsson Óvenju mikil umsvif eru í húsbyggingum í Bolungarvík, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Ráðamenn bæjarins segjast í seinni tíð ekki hafa séð annan eins fjölda umsókna um lóðir undir nýjar íbúðir. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við leikskólabörn í Bolungarvík, sem núna eru yfir fimmtíu talsins. „Við erum nýlega búin að stækka við leikskólann okkar,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar. Og í grunnskólanum eru yfir 120 nemendur. „Það er fjölgun í grunnskólanum, veit ég, og eins í leikskólanum.“ Við höfnina er verið að byggja yfir Fiskmarkað Vestfjarða.Arnar Halldórsson Og núna eru húsbyggingar á fullri ferð. Miklar framkvæmdir hafa verið við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf. og nýtt hús er að rísa yfir Fiskmarkað Vestfjarða. Byggingafulltrúinn Finnbogi Bjarnason segir að í seinni tíð hafi Bolvíkingar ekki séð eins mikið byggt og núna. Einn mælikvarðinn á vöxt og viðgang samfélaga eru nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Við Þjóðólfsveg er byggingaverktakinn Hrafnshóll að reisa fimm íbúða raðhúsalengju fyrir leigufélagið Nýjatún, ýmist til sölu eða leigu. Þrjár íbúðanna verða 75 fermetra og þriggja herbergja og tvær 90 fermetra og fjögurra herbergja. Fimm íbúða raðhúsalengja er í smíðum við Þjóðólfsveg.Arnar Halldórsson Við vörpum því til forseta bæjarstjórnar hvort þetta sé til marks um endurvakinn þrótt Bolungarvíkur: „Það er eitt það gleðilegasta við Bolungarvík núna - þá tel ég svo vera - allavega í minni tíð í bæjarstjórn, hafa ekki verið fleiri umsóknir um íbúðalóðir. Um byggingu íbúða, hvort sem það eru einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús,“ segir Guðbjörg. Þá sögðum við nýlega frá fjórtán íbúðum sem verið er að innrétta í byggingu sem áður hýsti skrifstofur og Náttúrugripasafn bæjarins. „Þar er verið að byggja upp íbúðir til leigu. Af því að það vantar húsnæði hérna,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íbúðirnar fjórtán: Bolungarvík Húsnæðismál Byggingariðnaður Byggðamál Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sáum við leikskólabörn í Bolungarvík, sem núna eru yfir fimmtíu talsins. „Við erum nýlega búin að stækka við leikskólann okkar,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar. Og í grunnskólanum eru yfir 120 nemendur. „Það er fjölgun í grunnskólanum, veit ég, og eins í leikskólanum.“ Við höfnina er verið að byggja yfir Fiskmarkað Vestfjarða.Arnar Halldórsson Og núna eru húsbyggingar á fullri ferð. Miklar framkvæmdir hafa verið við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf. og nýtt hús er að rísa yfir Fiskmarkað Vestfjarða. Byggingafulltrúinn Finnbogi Bjarnason segir að í seinni tíð hafi Bolvíkingar ekki séð eins mikið byggt og núna. Einn mælikvarðinn á vöxt og viðgang samfélaga eru nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Við Þjóðólfsveg er byggingaverktakinn Hrafnshóll að reisa fimm íbúða raðhúsalengju fyrir leigufélagið Nýjatún, ýmist til sölu eða leigu. Þrjár íbúðanna verða 75 fermetra og þriggja herbergja og tvær 90 fermetra og fjögurra herbergja. Fimm íbúða raðhúsalengja er í smíðum við Þjóðólfsveg.Arnar Halldórsson Við vörpum því til forseta bæjarstjórnar hvort þetta sé til marks um endurvakinn þrótt Bolungarvíkur: „Það er eitt það gleðilegasta við Bolungarvík núna - þá tel ég svo vera - allavega í minni tíð í bæjarstjórn, hafa ekki verið fleiri umsóknir um íbúðalóðir. Um byggingu íbúða, hvort sem það eru einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús,“ segir Guðbjörg. Þá sögðum við nýlega frá fjórtán íbúðum sem verið er að innrétta í byggingu sem áður hýsti skrifstofur og Náttúrugripasafn bæjarins. „Þar er verið að byggja upp íbúðir til leigu. Af því að það vantar húsnæði hérna,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íbúðirnar fjórtán:
Bolungarvík Húsnæðismál Byggingariðnaður Byggðamál Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11
Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21