CP3 sá þriðji gjafmildasti í sögunni Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2021 07:30 Chris Paul með eina af sínum frábæru sendingum í sigrinum gegn New Orleans Pelicans í nótt. AP/Ross D. Franklin Chris Paul færði nafn sitt ofar á lista í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með mögnuðum seinni hálfleik í 112-100 sigri Phoenix Suns á New Orleans Pelicans. Eftir frekar slakan fyrri hálfleik endaði CP3, eins og Paul er kallaður, með heilar 18 stoðsendingar í leiknum og 14 stig. „Það er frekar svalt að fá að fylgjast með svona mikilfengleika,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þar með er Paul búinn að gefa 10.346 stoðsendingar á ferlinum og kominn upp fyrir þá Mark Jackson og Steve Nash. Aðeins tveir menn hafa gefið fleiri stoðsendingar í sögu deildarinnar og Paul, sem er 36 ára, á ansi langt í land með að ná þeim. Jason Kidd gaf 12.091 stoðsendingu en enginn toppar John Stockton sem gaf 15.806 stoðsendingar á sínum ferli. Paul komst sömuleiðis upp í 45. sæti yfir flest stig í sögu deildarinnar og er með 20.056 stig. Chris Paul tonight:14 points (5-5 in 4Q)7 boards 18 DIMES 20 point @Suns comeback......On a night where @CP3 moved up from 5th to 3rd all-time in assists! pic.twitter.com/n82VmoberH— NBA (@NBA) November 3, 2021 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers nauman sigur á Houston Rockets, 119-117, í annarri rimmu liðanna í þessari viku. Eftir öruggan sigur Lakers í fyrri leiknum slapp liðið með skrekkinn í nótt þegar Kevin Porter Jr. átti þriggja stiga skot í hringinn þegar lokaflautan gall. 30 for LBJ.27 for AD.27 for Russ.The @Lakers trio combines for 84 points in their home W! pic.twitter.com/3z5UOJ9GZy— NBA (@NBA) November 3, 2021 LeBron James skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Russell Westbrook og Anthony Davis skoruðu 27 stig hvor í leiknum. Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston NBA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Eftir frekar slakan fyrri hálfleik endaði CP3, eins og Paul er kallaður, með heilar 18 stoðsendingar í leiknum og 14 stig. „Það er frekar svalt að fá að fylgjast með svona mikilfengleika,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þar með er Paul búinn að gefa 10.346 stoðsendingar á ferlinum og kominn upp fyrir þá Mark Jackson og Steve Nash. Aðeins tveir menn hafa gefið fleiri stoðsendingar í sögu deildarinnar og Paul, sem er 36 ára, á ansi langt í land með að ná þeim. Jason Kidd gaf 12.091 stoðsendingu en enginn toppar John Stockton sem gaf 15.806 stoðsendingar á sínum ferli. Paul komst sömuleiðis upp í 45. sæti yfir flest stig í sögu deildarinnar og er með 20.056 stig. Chris Paul tonight:14 points (5-5 in 4Q)7 boards 18 DIMES 20 point @Suns comeback......On a night where @CP3 moved up from 5th to 3rd all-time in assists! pic.twitter.com/n82VmoberH— NBA (@NBA) November 3, 2021 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers nauman sigur á Houston Rockets, 119-117, í annarri rimmu liðanna í þessari viku. Eftir öruggan sigur Lakers í fyrri leiknum slapp liðið með skrekkinn í nótt þegar Kevin Porter Jr. átti þriggja stiga skot í hringinn þegar lokaflautan gall. 30 for LBJ.27 for AD.27 for Russ.The @Lakers trio combines for 84 points in their home W! pic.twitter.com/3z5UOJ9GZy— NBA (@NBA) November 3, 2021 LeBron James skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Russell Westbrook og Anthony Davis skoruðu 27 stig hvor í leiknum. Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston
Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston
NBA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira