Ole Gunnar talaði um Michael Jordan eftir leikinn í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 09:30 Cristiano Ronaldo og Michael Jordan eru báðir einstakir leikmenn í sinni íþrótt. Samsett/AP&Getty Norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær fór að tala um besta körfuboltamann allra tíma eftir jafnteflisleik Manchester United og Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo kom Solskjær enn á ný til bjargar en Portúgalinn jafnaði metin í tvígang og skoraði í uppbótatíma beggja hálfleikja. Jöfnunarmarkið hans í lok leiksins kom með frábæru skoti fyrir utan teig og var gríðarlega mikilvægt í baráttunni um að komast áfram í sextán liða úrslitin. "That must be a Michael Jordan moment, when he wins championships in extra-time!" Ole Gunnar Solskjær compared that late CR7 goal to MJ! Adding that his side will be ready for the derby! @adriandelmonte #beINUCL #UCL Watch Now https://t.co/hkoevnV6B4 pic.twitter.com/3kCpDcEUl2— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) November 2, 2021 Ronaldo hefur nú skorað 9 mörk í 12 leikjum með Manchester United á tímabilinu þar af fimm mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Ronaldo hefur skoraði tvö sigurmörk og þetta mark sem tryggði liðinu jafntefli í þessum fjórum leikjum og hefur komist á blað í þeim öllum. Ole Gunnar kallaði Ronaldo besta markaskorarann á lífi eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur og ef þú vilt að boltinn falli fyrir einhvern á síðustu mínútunni þá er það hann. Hann er besti markaskorari á lífi og það er erfitt fyrir mig að segja það því með þessum tveimur mörkum komst hann fram úr mér. Hann hefur nú skorað einu marki meira en ég fyrir Manchester United,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Cristiano is my Michael Jordan Solskjaer lauds Ronaldo as icon rescues Man Utd again with last-gasp Atalanta heroics https://t.co/kFjHNECo57— The Sun - Man Utd (@SunManUtd) November 2, 2021 Solskjær skoraði á sínum tíma 126 mörk fyrir Manchester United og mörg þeirra eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Seinna markið hans var eins og stundin þegar Michael Jordan vann NBA-titilinn í framlengingu. Cristiano er fyrir okkur eins og Jordan var fyrir Chicago Bulls á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar. „Svona er fótboltinn og það getur enginn efast um karakter þessara leikmanna af því að þeir gefast aldrei upp og gefa aldrei eftir. Þeir halda alltaf áfram. Við uðrum að gera breytingar og þær gengu upp,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn sendi þá Jadon Sancho og Donny van de Beek inn á völlinn undir lokin en þeir hafa verið í frystinum hjá honum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Cristiano Ronaldo kom Solskjær enn á ný til bjargar en Portúgalinn jafnaði metin í tvígang og skoraði í uppbótatíma beggja hálfleikja. Jöfnunarmarkið hans í lok leiksins kom með frábæru skoti fyrir utan teig og var gríðarlega mikilvægt í baráttunni um að komast áfram í sextán liða úrslitin. "That must be a Michael Jordan moment, when he wins championships in extra-time!" Ole Gunnar Solskjær compared that late CR7 goal to MJ! Adding that his side will be ready for the derby! @adriandelmonte #beINUCL #UCL Watch Now https://t.co/hkoevnV6B4 pic.twitter.com/3kCpDcEUl2— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) November 2, 2021 Ronaldo hefur nú skorað 9 mörk í 12 leikjum með Manchester United á tímabilinu þar af fimm mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Ronaldo hefur skoraði tvö sigurmörk og þetta mark sem tryggði liðinu jafntefli í þessum fjórum leikjum og hefur komist á blað í þeim öllum. Ole Gunnar kallaði Ronaldo besta markaskorarann á lífi eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur og ef þú vilt að boltinn falli fyrir einhvern á síðustu mínútunni þá er það hann. Hann er besti markaskorari á lífi og það er erfitt fyrir mig að segja það því með þessum tveimur mörkum komst hann fram úr mér. Hann hefur nú skorað einu marki meira en ég fyrir Manchester United,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Cristiano is my Michael Jordan Solskjaer lauds Ronaldo as icon rescues Man Utd again with last-gasp Atalanta heroics https://t.co/kFjHNECo57— The Sun - Man Utd (@SunManUtd) November 2, 2021 Solskjær skoraði á sínum tíma 126 mörk fyrir Manchester United og mörg þeirra eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Seinna markið hans var eins og stundin þegar Michael Jordan vann NBA-titilinn í framlengingu. Cristiano er fyrir okkur eins og Jordan var fyrir Chicago Bulls á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar. „Svona er fótboltinn og það getur enginn efast um karakter þessara leikmanna af því að þeir gefast aldrei upp og gefa aldrei eftir. Þeir halda alltaf áfram. Við uðrum að gera breytingar og þær gengu upp,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn sendi þá Jadon Sancho og Donny van de Beek inn á völlinn undir lokin en þeir hafa verið í frystinum hjá honum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira