Athygli vekur að Rodgers gaf út að hann væri bólusettur en samkvæmt deildinni er hann það ekki og þarf því að fara í einangrun í tíu daga hið minnsta sökum smitsins.
Breaking: Aaron Rodgers has tested positive for COVID-19 and will miss Sunday's game vs. the Chiefs, per @AdamSchefter. First reported by NFL Network. pic.twitter.com/hscBcLxIHI
— SportsCenter (@SportsCenter) November 3, 2021
Packers verða því án hins 37 ára gamla leikstjórnandi í leik helgarinnar gegn Chiefs sem hafa átt undir högg að sækja það sem af er tímabili. Packers hefur verið á miklu flugi en eftir óvænt tap gegn New Orleans Saints í fyrstu umferð hefur liðið unnið sjö leiki í röð.
Í síðustu umferð lá Arizona Cardinals í valnum en Cardinals höfðu unnið alla sjö leiki sína í deildinni fram að því.
Aaron Rodgers as John Wick for Halloween. This is perfect
— Bleacher Report (@BleacherReport) October 31, 2021
(via @AaronRodgers12) pic.twitter.com/bOktOhKnfV
Óvíst er hvernig Rodgers smitaðist en hann er annar leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist. Davante Adams missti af sigrinum gegn Cardinals og vonast Packers eftir að liðið geti sótt sigur í greipar Chiefs þó svo að Rodgers verði fjarri góðu gamni.

NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.