ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2021 13:16 Frá fundi Tsai Ing-wen, forseta Taívans, og Raphael Glucksmann, evrópuþingmanni frá Frakklandi. AP/Fosetaembætti Taívans Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. „Við komum hingað með mjög einföld, mjög skýr skilaboð. Þið eruð ekki ein. Evrópa stendur með ykkur;“ sagði Raphael Glucksmann, evrópuþingmaður frá Frakklandi, við Tsai Ing-wen forseta Taívan. Taívan á ekki í formlegum samskiptum við neitt Evrópuríki nema Vatíkanið. Forsvarsmenn flestra ríkja óttast að eiga í samskiptum við Taívan af ótta við Kommúnistaflokk Kína og mögulegar refsiaðgerðir. Evrópuþingið samþykkti þó í síðustu viku óbindandi ályktun um að auka tengsl við Taívan. Glucksmann sagði þessa heimsókn þingmanna vera mikilvægt fyrsta skref í að byggja upp gott samstarf milli Taívans og Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt Reuters er ferð evrópuþingmannanna skipulögð af nefnd Evrópuþingsins um málefni erlendra lýðræðisríkja. Meðal annars verður þessi þriggja daga ferð notuð til að ræða ógnir sem snúa að upplýsingaóreiðu og tölvuárásum. Tasi hefur varað við því að Kínverjar beiti slíkum leiðum til að auka áhrif sín í Taívan og hefur kallað eftir því að öryggisstofnanir eyríkisins grípi til ráðstafana. „Við vonumst til þess að stofna til lýðræðislegs bandalags gegn upplýsingaóreiðu,“ sagði hún á fundinum. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Taívan Evrópusambandið Kína Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
„Við komum hingað með mjög einföld, mjög skýr skilaboð. Þið eruð ekki ein. Evrópa stendur með ykkur;“ sagði Raphael Glucksmann, evrópuþingmaður frá Frakklandi, við Tsai Ing-wen forseta Taívan. Taívan á ekki í formlegum samskiptum við neitt Evrópuríki nema Vatíkanið. Forsvarsmenn flestra ríkja óttast að eiga í samskiptum við Taívan af ótta við Kommúnistaflokk Kína og mögulegar refsiaðgerðir. Evrópuþingið samþykkti þó í síðustu viku óbindandi ályktun um að auka tengsl við Taívan. Glucksmann sagði þessa heimsókn þingmanna vera mikilvægt fyrsta skref í að byggja upp gott samstarf milli Taívans og Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt Reuters er ferð evrópuþingmannanna skipulögð af nefnd Evrópuþingsins um málefni erlendra lýðræðisríkja. Meðal annars verður þessi þriggja daga ferð notuð til að ræða ógnir sem snúa að upplýsingaóreiðu og tölvuárásum. Tasi hefur varað við því að Kínverjar beiti slíkum leiðum til að auka áhrif sín í Taívan og hefur kallað eftir því að öryggisstofnanir eyríkisins grípi til ráðstafana. „Við vonumst til þess að stofna til lýðræðislegs bandalags gegn upplýsingaóreiðu,“ sagði hún á fundinum. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Taívan Evrópusambandið Kína Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira