Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 14:30 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, fær það krefjandi verkefni að útfæra tillögur starfshópsins ásamt stjórn og starfsmönnum sambandsins. Vísir/Hulda Margrét Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. Á fundi stjórnar KSÍ 29. ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp „til að leiða vinnu með utanaðkomandi fagaðilum til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar“. Fram voru lagðar fjórar tillögur og undir hverri tillögu eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Tillaga eitt er að uppfæra siðareglur og samninga. Skýrt skal kveðið þar á um ofbeldismál. Í henni er lagt sérstök áhersla á að uppfæra siðareglur KSÍ þar sem á að koma inn sér grein um ofbeldi í siðareglurnar sem og að opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi. Sambandið er líka hvatt eindregið til þess að gera samning fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum en starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Tillaga tvö er að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum innan KSÍ og hjá aðildarfélögum. Tillaga þrjú er að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. Tillaga fjögur er að KSÍ geri átak í og verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Í lokaorðunum kemur fram starfshópurinn hvetur KSÍ til þess að taka ábyrgðarhlutverki sínu alvarlega og um leið fagnandi. „Sambandið mun ekki eitt og sér breyta samfélaginu, en það er í einstakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif. Skilaboð, stefnur og sýnileiki KSÍ skipta sköpum. Með því að ráðast í framkvæmd og útfærslu á ofangreindum tillögum og með því að nýta sér þekkingu sérfræðinga á sviði jafnréttis- og ofbeldismála getur KSÍ sýnt það í verki hvað sambandið stendur fyrir og að það ætlar sér að axla ábyrgð,“ segir í lokaorðunum. Það má nálgast alla skýrsluna hér. KSÍ Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15 Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19 The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51 Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ 29. ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp „til að leiða vinnu með utanaðkomandi fagaðilum til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar“. Fram voru lagðar fjórar tillögur og undir hverri tillögu eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Tillaga eitt er að uppfæra siðareglur og samninga. Skýrt skal kveðið þar á um ofbeldismál. Í henni er lagt sérstök áhersla á að uppfæra siðareglur KSÍ þar sem á að koma inn sér grein um ofbeldi í siðareglurnar sem og að opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi. Sambandið er líka hvatt eindregið til þess að gera samning fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum en starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Tillaga tvö er að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum innan KSÍ og hjá aðildarfélögum. Tillaga þrjú er að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. Tillaga fjögur er að KSÍ geri átak í og verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Í lokaorðunum kemur fram starfshópurinn hvetur KSÍ til þess að taka ábyrgðarhlutverki sínu alvarlega og um leið fagnandi. „Sambandið mun ekki eitt og sér breyta samfélaginu, en það er í einstakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif. Skilaboð, stefnur og sýnileiki KSÍ skipta sköpum. Með því að ráðast í framkvæmd og útfærslu á ofangreindum tillögum og með því að nýta sér þekkingu sérfræðinga á sviði jafnréttis- og ofbeldismála getur KSÍ sýnt það í verki hvað sambandið stendur fyrir og að það ætlar sér að axla ábyrgð,“ segir í lokaorðunum. Það má nálgast alla skýrsluna hér.
KSÍ Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15 Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19 The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51 Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15
Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19
The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51
Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00