Umræðan geti haft djúpstæð áhrif á þolendur en líka verið valdeflandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 18:35 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Vísir/Vilhelm Afleiðingar kynferðisofbeldis geta komið fram eftir opinbera umræðu um ofbeldið. Þetta segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Dæmi séu um að þolendur missi einbeitingu, svefn og matarlyst. Umræðan geti engu að síður verið valdeflandi fyrir þolendur. Líklega er hægt að fullyrða að umræða um kynferðisofbeldi hefur aldrei verið meiri en undanfarin misseri. Oft á tíðum verður orðræðan ljót, athugasemdakerfi loga og fólk skiptist í fylkingar. En er umræðan af hinu góða? „Það er jákvætt að tala um þessi mál, af því að það er valdeflandi fyrir þolendur ofbeldis þegar þeir heyra að þetta sé eitthvað sem skiptir máli, fólk trúir þeirra frásögn og vill að þetta ofbeldi sé ekki liðið,” segir Ragna. Geta fundið fyrir áhrifum mörgum árum eftir ofbeldið Engu að síður sé mikilvægt að sýna ábyrgð og vanda orðfærið í umræðunni, því það geti haft afleiðingar á fólk. „Það þarf að sýna ábyrgð og umfjöllun um afleiðingar fyrir þolendur skiptir máli. Þetta geta verið langtímaafleiðingar og það er það sem er að gerast í umræðunni núna. Fólk sem kannski sætti kynferðisofbeldi eða ofbeldi einhverjum árum áður, heldur að það sé komið á góðan stað og sé bara að lifa lífi sínu í sinni vinnu og skóla, fer kannski að allt í einu að finna fyrir einkennum,” segir Ragna. „Það fer að missa einbeitingu, fer að missa svefn, missa matarlyst og svo framvegis og áttar sig kannski á hvað er að gerast. En síðan áttar það sig á að þetta eru tengingar við líðan sem það þekkti þegar það var í þessum aðstæðum.” Vanvirðing við fólk að senda því ósæmilegar myndir Þá hafa ósæmilegar myndsendingar verið til umræðu síðustu daga, eftir viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson sem ræddi opinberlega um ásakanir á hendur sér um slíkar myndbirtingar. Ragna segir að ekki megi gera lítið úr þeim áhrifum sem svona myndsendingar geta haft. „Þetta er ofsalega mikil vanvirðing,” segir hún. „Mikil lítillækkun og vanvirðing.” Það sé hins vegar ekkert endilega neikvætt að gerendur lýsi sinni hlið – taki þeir ábyrgð á gjörðum sínum. „Það fer eftir því hvernig umræðan er. Ef viðkomandi er að taka fulla ábyrgð og sýna iðrun, og ekki að afsaka ofbeldið í burtu – vegna þess að það er ekkert sem afsakar ofbeldi. Það er alltaf gerandinn sem ber ábyrgð á því.” Í Sjónaukanum á Vísi í dag var fjallað um hvað hver og einn getur gert til að taka gegn kynbundnu ofbeldi. Kynferðisofbeldi MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Líklega er hægt að fullyrða að umræða um kynferðisofbeldi hefur aldrei verið meiri en undanfarin misseri. Oft á tíðum verður orðræðan ljót, athugasemdakerfi loga og fólk skiptist í fylkingar. En er umræðan af hinu góða? „Það er jákvætt að tala um þessi mál, af því að það er valdeflandi fyrir þolendur ofbeldis þegar þeir heyra að þetta sé eitthvað sem skiptir máli, fólk trúir þeirra frásögn og vill að þetta ofbeldi sé ekki liðið,” segir Ragna. Geta fundið fyrir áhrifum mörgum árum eftir ofbeldið Engu að síður sé mikilvægt að sýna ábyrgð og vanda orðfærið í umræðunni, því það geti haft afleiðingar á fólk. „Það þarf að sýna ábyrgð og umfjöllun um afleiðingar fyrir þolendur skiptir máli. Þetta geta verið langtímaafleiðingar og það er það sem er að gerast í umræðunni núna. Fólk sem kannski sætti kynferðisofbeldi eða ofbeldi einhverjum árum áður, heldur að það sé komið á góðan stað og sé bara að lifa lífi sínu í sinni vinnu og skóla, fer kannski að allt í einu að finna fyrir einkennum,” segir Ragna. „Það fer að missa einbeitingu, fer að missa svefn, missa matarlyst og svo framvegis og áttar sig kannski á hvað er að gerast. En síðan áttar það sig á að þetta eru tengingar við líðan sem það þekkti þegar það var í þessum aðstæðum.” Vanvirðing við fólk að senda því ósæmilegar myndir Þá hafa ósæmilegar myndsendingar verið til umræðu síðustu daga, eftir viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson sem ræddi opinberlega um ásakanir á hendur sér um slíkar myndbirtingar. Ragna segir að ekki megi gera lítið úr þeim áhrifum sem svona myndsendingar geta haft. „Þetta er ofsalega mikil vanvirðing,” segir hún. „Mikil lítillækkun og vanvirðing.” Það sé hins vegar ekkert endilega neikvætt að gerendur lýsi sinni hlið – taki þeir ábyrgð á gjörðum sínum. „Það fer eftir því hvernig umræðan er. Ef viðkomandi er að taka fulla ábyrgð og sýna iðrun, og ekki að afsaka ofbeldið í burtu – vegna þess að það er ekkert sem afsakar ofbeldi. Það er alltaf gerandinn sem ber ábyrgð á því.” Í Sjónaukanum á Vísi í dag var fjallað um hvað hver og einn getur gert til að taka gegn kynbundnu ofbeldi.
Kynferðisofbeldi MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira