Með Þórólfi á fundinum voru þau Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Útsending fundarins rofnaði rétt eftir að hann hófst og tókst tæknimönnum ekki að koma útsendingunni aftur af stað. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður hægt að fylgjast með textalýsingu neðst í fréttinni og útsendingu á sjónvarpstöðinni Stöð 2 Vísi.
Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku af honum í heild sinni.
Alls greindust 167 manns með kórónuveiruna innanlands í gær. Ríkisstjórnin greindi frá því skömmu fyrir hádegi að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir taki gildi næsta miðvikudag og tekin verði upp grímuskylda frá og með morgundeginum.
Grímuskylda verður tekin upp þar sem ekki verður hægt að halda eins metra fjarlægð. Þá verður opnunartími veitinga- og skemmtistaða styttur um tvo klukkutíma.
Alla fyrri upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis vegna faraldurs kórónuveirunnar má sjá á sérstakri undirsíðu Vísis. Smellið hér.