Landspítalinn á hættustig Þorgils Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 18:07 Landspítalinn var færður á hættustig í dag. Vísir/Vilhelm Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. Hættustigi er lýst yfir þegar atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar, sem getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nú eru 1.082 einstaklingar í eftirliti COVID göngudeildar. Þrír sjúklingar liggja á gjörgæsludeild, allir í öndunarvél og einn í hjarta- og lungnavél. Á smitsjúkdómadeild eru nú 13 sjúklingar og nálgast deildin hratt þolmörk. Byrjað er að huga að flutningi sjúklinga frá lungnadeild til að skapa rými þar fyrir COVID sjúklinga en búast má við a.m.k. þremur innlögnum á dag að jafnaði næstu daga. Í tilkynningunni er leitt líkum að því að mikill og vaxandi fjöldi smita undanfarið muni skila talsverðum fjölda innlagna á næstu vikum. Legutími óbólusettra sjúklinga og þeirra sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda sé nokkuð lengri en þeirra sem eru fullbólusettir og því er erfitt að spá um flæði sjúklinga, en gott flæði sé lykillinn að því að hafa vís legurými á hverjum degi. Þegar spítalinn er færður á hættustig er dregið úr valkvæðri starfsemi (aðgerðum, inngripum, göngudeildarþjónustu). Með því móti losni um eitthvað af starfsfólki sem getur þá komið til liðs við COVID-deildirnar. Einnig skapist svigrúm á legudeildum. Spítalinn mun meðal annars grípa til eftirfarandi úrræða: 1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans munu funda daglega næstu daga og gefa út tilkynningar að fundi loknum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Hættustigi er lýst yfir þegar atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar, sem getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nú eru 1.082 einstaklingar í eftirliti COVID göngudeildar. Þrír sjúklingar liggja á gjörgæsludeild, allir í öndunarvél og einn í hjarta- og lungnavél. Á smitsjúkdómadeild eru nú 13 sjúklingar og nálgast deildin hratt þolmörk. Byrjað er að huga að flutningi sjúklinga frá lungnadeild til að skapa rými þar fyrir COVID sjúklinga en búast má við a.m.k. þremur innlögnum á dag að jafnaði næstu daga. Í tilkynningunni er leitt líkum að því að mikill og vaxandi fjöldi smita undanfarið muni skila talsverðum fjölda innlagna á næstu vikum. Legutími óbólusettra sjúklinga og þeirra sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda sé nokkuð lengri en þeirra sem eru fullbólusettir og því er erfitt að spá um flæði sjúklinga, en gott flæði sé lykillinn að því að hafa vís legurými á hverjum degi. Þegar spítalinn er færður á hættustig er dregið úr valkvæðri starfsemi (aðgerðum, inngripum, göngudeildarþjónustu). Með því móti losni um eitthvað af starfsfólki sem getur þá komið til liðs við COVID-deildirnar. Einnig skapist svigrúm á legudeildum. Spítalinn mun meðal annars grípa til eftirfarandi úrræða: 1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans munu funda daglega næstu daga og gefa út tilkynningar að fundi loknum.
1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira