„Hjarta hennar sló líka!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 23:34 „Ekki ein í viðbót!“ hrópuðu mótmælendur, sem söfnuðust saman víða um Pólland í dag. Þeirra á meðal var Donald Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. epa/Sebastian Borowski „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. „Vegna þungunarrofslaganna þarf ég nú að liggja í rúminu og þeir geta ekki gert neitt,“ sagði konan, Izabela, í skilaboðum til móður sinnar eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í Pszczyna í suðvesturhluta Póllands. „Þeir bíða eftir að barnið deyi eða að eitthvað fari að gerast. Ef það gerist ekki... frábært; þá get ég átt von á blóðeitrun.“ Izabela lést morguninn eftir, hinn 22. september síðastliðinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði eiginmanni hennar að dánarorsökin væri blóðtappi en frumrannsókn meinafræðings leiddi í ljós að Izabela hefði dáið af völdum blóðeitrunar. Jolanta Budzowska, lögmaður fjölskyldu Izabelu, segir að lögum samkvæmt sé þungunarrof heimilt á þeim grundvelli að heilsa og líf móður sé í hættu. Læknar séu engu að síður smeykir við að grípa til þess að framkalla fæðingu, þar sem saksóknarar gætu ákveðið síðar meir að þeir hefðu gripið of snemma inn í og að líf móðurinnar hefði ekki verið í raunverulegri hættu. Það stendur til að herða löggjöfina enn frekar.epa/Leszek Szymanski Izabela var komin 22 vikur á leið þegar hún lést og þrátt fyrir að henni hefði verið tjáð að það væru nokkrar líkur á því að barnið væri ekki heilbrigt hafði hún engan hug á því að gangast undir þungunarrof. Kona sem var á sömu stofu og Izabela á sjúkrahúsinu sagði hins vegar að Izabela hefði fundið á sér að eitthvað væri að. „En þeir sögðu bara við hana að hjartað væri að slá og svo lengi sem hjartað slægi þá væri það bara þannig.“ „Enn þann dag í dag heyri ég ennþá orð hennar, að hún vildi lifa, að hún vildi ekki deyja, að hún ætti nákomna sem hún vildi lifa fyrir,“ sagði konan í samtali við sjónvarpsstöðina TVN. Vegna Covid-takmarkana fékk Izabela ekki að hafa neinn með sér á sjúkrahúsið þegar hún missti vatnið. Textaskilaboð hennar til ástvina eru meðal gagna sem yfirvöld hafa til rannsóknar. „Ég ligg og bíð, annað hvort gerist eitthvað eða ég dey,“ skrifaði hún móður sinni áður en hún lést. Hún átti 9 ára dóttur. Umfjöllun Guardian. Pólland Þungunarrof Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
„Vegna þungunarrofslaganna þarf ég nú að liggja í rúminu og þeir geta ekki gert neitt,“ sagði konan, Izabela, í skilaboðum til móður sinnar eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í Pszczyna í suðvesturhluta Póllands. „Þeir bíða eftir að barnið deyi eða að eitthvað fari að gerast. Ef það gerist ekki... frábært; þá get ég átt von á blóðeitrun.“ Izabela lést morguninn eftir, hinn 22. september síðastliðinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði eiginmanni hennar að dánarorsökin væri blóðtappi en frumrannsókn meinafræðings leiddi í ljós að Izabela hefði dáið af völdum blóðeitrunar. Jolanta Budzowska, lögmaður fjölskyldu Izabelu, segir að lögum samkvæmt sé þungunarrof heimilt á þeim grundvelli að heilsa og líf móður sé í hættu. Læknar séu engu að síður smeykir við að grípa til þess að framkalla fæðingu, þar sem saksóknarar gætu ákveðið síðar meir að þeir hefðu gripið of snemma inn í og að líf móðurinnar hefði ekki verið í raunverulegri hættu. Það stendur til að herða löggjöfina enn frekar.epa/Leszek Szymanski Izabela var komin 22 vikur á leið þegar hún lést og þrátt fyrir að henni hefði verið tjáð að það væru nokkrar líkur á því að barnið væri ekki heilbrigt hafði hún engan hug á því að gangast undir þungunarrof. Kona sem var á sömu stofu og Izabela á sjúkrahúsinu sagði hins vegar að Izabela hefði fundið á sér að eitthvað væri að. „En þeir sögðu bara við hana að hjartað væri að slá og svo lengi sem hjartað slægi þá væri það bara þannig.“ „Enn þann dag í dag heyri ég ennþá orð hennar, að hún vildi lifa, að hún vildi ekki deyja, að hún ætti nákomna sem hún vildi lifa fyrir,“ sagði konan í samtali við sjónvarpsstöðina TVN. Vegna Covid-takmarkana fékk Izabela ekki að hafa neinn með sér á sjúkrahúsið þegar hún missti vatnið. Textaskilaboð hennar til ástvina eru meðal gagna sem yfirvöld hafa til rannsóknar. „Ég ligg og bíð, annað hvort gerist eitthvað eða ég dey,“ skrifaði hún móður sinni áður en hún lést. Hún átti 9 ára dóttur. Umfjöllun Guardian.
Pólland Þungunarrof Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira