Lazio biður Amazon Prime að klippa út senu í Maradona þáttunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 16:30 Diego Maradona í leik með ítalska félaginu Napoli. Hann lék með liðinu frá 1984 til 1991. Peter Robinson/EMPICS/Getty Amazon Prime er að framleiða heimildaþætti um líf Diego Armando Maradona og heita þeir „Maradona: Blessed Dream“ en það er ein sena sem forráðamenn ítalska félagsins Lazio eru mjög ósáttir með. Í umræddri senu þá er ítalska félagið stimplað sem fasistar og forráðamenn Lazio vilja að framleiðendurnir taki hana út. "These Lazio fascists want to humiliate me"Serie A side condemns Amazon Prime x Maradona series dialogue.https://t.co/jiDFGVb7vc— AS English (@English_AS) November 8, 2021 Diego Maradona er þarna að tala um Lazio og segir: „Þessir fasistar vilja niðurlægja okkur“ en Maradona var vanur að láta allt flakka í viðtölum. Lazio setti yfirlýsingu inn á heimasíðu sína og rökstuddi mótmæli sín. „Þetta fasistatal særir enn meira af því að því var ætlað að vera ærumeiðandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Með þessu ná þeir ótrúlegum árangri að móðga heilan stuðningsmannahóp og félag með því að segja eitthvað sem er svo fjarri veruleikanum. Þeir gera Maradona sjálfum líka engan greiða með því en hann sýndi það margoft að hann var vinur Lazio,“ segir í yfirlýsingunni. Lazio have hit out at the makers of Amazon Prime s dramatised Maradona: Blessed Dream series for a scene in which the Roman club are branded fascists, asking for it to be cut. https://t.co/IMfatEqLv8— Reuters Sports (@ReutersSports) November 7, 2021 Lazio bað því Amazon Prime um að taka senuna út sem er jafn ósönn og hún er særandi að þeirra mati. „Hún skortir ekki aðeins virðingu fyrir Lazio heldur skítur hún einnig út minningu mikils meistara,“ segir í yfirlýsingunni. Hluti stuðningsmannahóps Lazio hefur sterk tengsl við hægri öfgahópa. Félagið var meðal annars sektað af UEFA og þurft að spila einn leik án áhorfanda í október 2019 eftir að hópur stuðningsmanna félagsins sáust gera fasistakveðju á Evrópudeildarleik á móti Rennes. Based on the incredible true story of Argentina's Diego Maradona. See why Maradona: Blessed Dream broke records as one of the most watched Spanish language Amazon Original series in the U.S. pic.twitter.com/8pCjgT6rRM— Prime Video (@PrimeVideo) November 4, 2021 Ítalski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Í umræddri senu þá er ítalska félagið stimplað sem fasistar og forráðamenn Lazio vilja að framleiðendurnir taki hana út. "These Lazio fascists want to humiliate me"Serie A side condemns Amazon Prime x Maradona series dialogue.https://t.co/jiDFGVb7vc— AS English (@English_AS) November 8, 2021 Diego Maradona er þarna að tala um Lazio og segir: „Þessir fasistar vilja niðurlægja okkur“ en Maradona var vanur að láta allt flakka í viðtölum. Lazio setti yfirlýsingu inn á heimasíðu sína og rökstuddi mótmæli sín. „Þetta fasistatal særir enn meira af því að því var ætlað að vera ærumeiðandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Með þessu ná þeir ótrúlegum árangri að móðga heilan stuðningsmannahóp og félag með því að segja eitthvað sem er svo fjarri veruleikanum. Þeir gera Maradona sjálfum líka engan greiða með því en hann sýndi það margoft að hann var vinur Lazio,“ segir í yfirlýsingunni. Lazio have hit out at the makers of Amazon Prime s dramatised Maradona: Blessed Dream series for a scene in which the Roman club are branded fascists, asking for it to be cut. https://t.co/IMfatEqLv8— Reuters Sports (@ReutersSports) November 7, 2021 Lazio bað því Amazon Prime um að taka senuna út sem er jafn ósönn og hún er særandi að þeirra mati. „Hún skortir ekki aðeins virðingu fyrir Lazio heldur skítur hún einnig út minningu mikils meistara,“ segir í yfirlýsingunni. Hluti stuðningsmannahóps Lazio hefur sterk tengsl við hægri öfgahópa. Félagið var meðal annars sektað af UEFA og þurft að spila einn leik án áhorfanda í október 2019 eftir að hópur stuðningsmanna félagsins sáust gera fasistakveðju á Evrópudeildarleik á móti Rennes. Based on the incredible true story of Argentina's Diego Maradona. See why Maradona: Blessed Dream broke records as one of the most watched Spanish language Amazon Original series in the U.S. pic.twitter.com/8pCjgT6rRM— Prime Video (@PrimeVideo) November 4, 2021
Ítalski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira