Byrgjum eineltisbrunninn Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 11:00 Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings. Barn sem verður fyrir einelti getur talið sig lítils virði og ekki eiga neitt gott skilið. Eineltið getur því gert viðkomandi berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi og jafnvel sjúkdómum. Forvarnir gegn einelti eru því forvarnir gegn svo mörgu öðru. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum, svo og frístundaheimilum og dagforeldrum upp á verkefni sem miðar að því að búa börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Verkefnið nefnist Vinátta - Fri for Mobberi, er danskt að uppruna og er byggt á rannsóknum. Fjólublái bangsinn Blær sem er táknmynd Vináttu býr nú í meira en 65% leikskóla landsins ásamt hjálparböngsunum litlu sem börnin eiga. Blær hjálpar til við að byggja upp samkennd, kenna börnunum umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, virðingu fyrir hverjum og einum, umhyggju og hugrekki til að setja sér mörk og bregðast við órétti. Til þess notar Blær fjölbreytt Vináttu námsefni frá Barnaheillum. Nú hefur Blær jafnframt tekið sér bólfestu í um 30% grunnskóla. Blær brúar því bilið milli leik- og grunnskóla í fjölmörgum sveitarfélögum og skólahverfum. Samkvæmt Vináttu er einelti samfélagslegt, félagslegt og menningarlegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þarf ávallt að vinna með hópinn sem heild. Öll börn eiga rétt á að tilheyra hópi, tilheyra samfélagi og að vera virt að eigin verðleikum. Jarðvegur skapast fyrir einelti þegar eitt eða fleiri börn óttast að þau verði útundan í hópnum, útundan í leik, ekki tekið mark á tillögum þeirra eða skoðunum. Því skapast togstreita og valdabarátta innan hópsins, barátta um vinsældir. Þessi togstreita getur jafnvel varað árum saman og stuðlað að goggunarröð og útilokun. Ýmislegt er notað sem fóður eða réttlæting fyrir útilokun eða einelti og fer það algjörlega eftir hentugleika, stað og stund, hver sem er getur orðið skotspónn hverju sinni. Vinátta er í senn námsefni og verkfæri til að brjóta upp slæm samskiptamynstur og aðferðir við að koma í veg fyrir útilokun og einelti. Mörg þúsund kennarar og aðrir starfsmenn skóla hafa sótt námskeið um Vináttu á vegum Barnaheilla undanfarin ár og innleitt hugmyndafræðina í skólastarfið. Það hefur sannarlega skilað sér. Börnin sýna hvert öðru meiri tillitssemi og umhyggju. Þau hughreysta félaga sína oftar og hafa frumkvæði að því að grípa inn í ef þau verða vitni að ranglæti. Þau öðlast hugrekki og kjark til að skipta sér af – segja „stopp“ og þau taka stundum sjálf ábyrgð á að miðla málum þegar kemur upp ósætti. Allir þessir starfsmenn skóla eiga sannarlega þakkir skilið. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla og samfélagsins alls í Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings. Barn sem verður fyrir einelti getur talið sig lítils virði og ekki eiga neitt gott skilið. Eineltið getur því gert viðkomandi berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi og jafnvel sjúkdómum. Forvarnir gegn einelti eru því forvarnir gegn svo mörgu öðru. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum, svo og frístundaheimilum og dagforeldrum upp á verkefni sem miðar að því að búa börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Verkefnið nefnist Vinátta - Fri for Mobberi, er danskt að uppruna og er byggt á rannsóknum. Fjólublái bangsinn Blær sem er táknmynd Vináttu býr nú í meira en 65% leikskóla landsins ásamt hjálparböngsunum litlu sem börnin eiga. Blær hjálpar til við að byggja upp samkennd, kenna börnunum umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, virðingu fyrir hverjum og einum, umhyggju og hugrekki til að setja sér mörk og bregðast við órétti. Til þess notar Blær fjölbreytt Vináttu námsefni frá Barnaheillum. Nú hefur Blær jafnframt tekið sér bólfestu í um 30% grunnskóla. Blær brúar því bilið milli leik- og grunnskóla í fjölmörgum sveitarfélögum og skólahverfum. Samkvæmt Vináttu er einelti samfélagslegt, félagslegt og menningarlegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þarf ávallt að vinna með hópinn sem heild. Öll börn eiga rétt á að tilheyra hópi, tilheyra samfélagi og að vera virt að eigin verðleikum. Jarðvegur skapast fyrir einelti þegar eitt eða fleiri börn óttast að þau verði útundan í hópnum, útundan í leik, ekki tekið mark á tillögum þeirra eða skoðunum. Því skapast togstreita og valdabarátta innan hópsins, barátta um vinsældir. Þessi togstreita getur jafnvel varað árum saman og stuðlað að goggunarröð og útilokun. Ýmislegt er notað sem fóður eða réttlæting fyrir útilokun eða einelti og fer það algjörlega eftir hentugleika, stað og stund, hver sem er getur orðið skotspónn hverju sinni. Vinátta er í senn námsefni og verkfæri til að brjóta upp slæm samskiptamynstur og aðferðir við að koma í veg fyrir útilokun og einelti. Mörg þúsund kennarar og aðrir starfsmenn skóla hafa sótt námskeið um Vináttu á vegum Barnaheilla undanfarin ár og innleitt hugmyndafræðina í skólastarfið. Það hefur sannarlega skilað sér. Börnin sýna hvert öðru meiri tillitssemi og umhyggju. Þau hughreysta félaga sína oftar og hafa frumkvæði að því að grípa inn í ef þau verða vitni að ranglæti. Þau öðlast hugrekki og kjark til að skipta sér af – segja „stopp“ og þau taka stundum sjálf ábyrgð á að miðla málum þegar kemur upp ósætti. Allir þessir starfsmenn skóla eiga sannarlega þakkir skilið. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla og samfélagsins alls í Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun