Shevchenko þekkir vel til á Ítalíu en hann lék lengi við góðan orðstír með AC Milan. Hann varð einu sinni Ítalíumeistari og einu sinni Evrópumeistari með liðinu. Shevchenko er næstmarkahæstur í sögu Milan með 175 mörk.
Hinn 45 ára Shevchenko hætti með úkraínska landsliðið eftir EM í sumar. Þar komst Úkraína í átta liða úrslit þar sem liðið tapaði fyrir Englandi, 4-0. Shevchenkostýrði úkraínska landsliðinu um fimm ára skeið.
Shevchenko hefur verk að vinna hjá Genoa en liðið er í 17. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með níu stig og hefur aðeins unnið einn af fyrstu tólf leikjum sínum á tímabilinu.
Fyrsti leikur Genoa undir stjórn Shevchenkos er gegn strákunum hans Josés Mourinho í Roma sunnudaginn 21. nóvember.