Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2021 15:12 Mótmælendur atyrðast við stuðningsmann Söru Duterte-Carpio í sendiferðabíl. Vísir/EPA Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. Lengi hefur verið rætt um að Duterte-Carpio gæti tekið við af föður sínum sem forseti Filippseyja. Hún tjáði stuðningsmönnum sínum í Facebook-færslu að von væri á frekari tilkynningum frá henni á næstunni. Forsetakosningarnar fara fram í maí en framboðsfrestur rennur út á mánudag, 15. nóvember. Duterte forseti má ekki bjóða sig fram til endurkjörs vegna ákvæða í stjórnarskrá landsins. Hann segist ætla að setjast í helgan stein. Þrátt fyrir miklar vangaveltur hefur Duterte-Carpio haldið því fram að hún hefði ekki áhuga á að verða forseti. Eftir að Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri tilkynnti um framboð sitt til forseta sagði hún þó vera opin fyrir einhvers konar bandalagi við hann, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Marcos yngri er sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja sem var steypt af stóli árið 1986. Fjölskylda hans er enn ein sú valdamesta í filippseyskum stjórnmálum þrátt fyrir að fyrrverandi einræðisherrann og kona hans hans hafi stolið ótöldum fjármunum af löndum sínum þegar þau voru við völd. Duterte-Carpio nýtur mikillar hylli á Filippseyjum, sérstaklega í sunnanverðu landinu. Faðir hennar var borgarstjóri í Davao á undan henni. Hún tilkynnti í dag að bróðir hennar og varaborgarstjór Sebastian yrði í framboði til borgarstjóra í stað hennar. Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Lengi hefur verið rætt um að Duterte-Carpio gæti tekið við af föður sínum sem forseti Filippseyja. Hún tjáði stuðningsmönnum sínum í Facebook-færslu að von væri á frekari tilkynningum frá henni á næstunni. Forsetakosningarnar fara fram í maí en framboðsfrestur rennur út á mánudag, 15. nóvember. Duterte forseti má ekki bjóða sig fram til endurkjörs vegna ákvæða í stjórnarskrá landsins. Hann segist ætla að setjast í helgan stein. Þrátt fyrir miklar vangaveltur hefur Duterte-Carpio haldið því fram að hún hefði ekki áhuga á að verða forseti. Eftir að Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri tilkynnti um framboð sitt til forseta sagði hún þó vera opin fyrir einhvers konar bandalagi við hann, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Marcos yngri er sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja sem var steypt af stóli árið 1986. Fjölskylda hans er enn ein sú valdamesta í filippseyskum stjórnmálum þrátt fyrir að fyrrverandi einræðisherrann og kona hans hans hafi stolið ótöldum fjármunum af löndum sínum þegar þau voru við völd. Duterte-Carpio nýtur mikillar hylli á Filippseyjum, sérstaklega í sunnanverðu landinu. Faðir hennar var borgarstjóri í Davao á undan henni. Hún tilkynnti í dag að bróðir hennar og varaborgarstjór Sebastian yrði í framboði til borgarstjóra í stað hennar.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10
Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31