Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 13:00 Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á störf leigubílstjóra. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA. Núverandi löggjöf, sem takmarki úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubílaakstur á ákveðnum svæðum, geri nýjum rekstraraðilum erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn á markaðinn. „Í lögunum er sömuleiðis gert ráð fyrir að leigubílstjórar innan skilgreindra svæða séu tengdir leigubifreiðastöð og hafi leigubílaakstur að aðalstarfi. Slík takmörkun á staðfesturétt, sem jafnvel útilokar aðkomu nýrra aðila á markaðinn, dregur úr samkeppni og takmarkar nýsköpun sem leiðir til hærra verðs fyrir neytendur.“ Telur EES að löggjöfin feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti samkvæmt 31. grein EES-samningsins. Slíkar takmarkanir séu einungis lögmætar þegar þær eru réttlætanlegar vegna brýnna almannahagsmuna. Ekki hreyft mótmælum Í janúar á þessu á ári tók ESA fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. Þá sagði eftirlitsstofnunin reglur um úthlutun atvinnuleyfa innan skilgreindra svæða ekki vera hlutlægar og hygla núverandi leyfishöfum. Þá var gerð athugasemd við að löggjöfin skyldi leyfishafa til að hafa leigubifreiðaakstur sem meginatvinnu og krefjist þess að viðkomandi sé tengdur leigubifreiðastöð. ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi hvorki lagt fram rökstuðning fyrir takmörkuninni á staðfesturétti á leigubifreiðamarkaðnum né gert viðeigandi ráðstafanir til að afnema þessar takmarkanir. Enn fremur hafi íslenska ríkið ekki hreyft mótmælum við því að núgildandi löggjöf um leigubílaþjónustu sé ekki í samræmi við EES-reglur. Bregðast við athugasemdum með lagabreytingu Til stendur að gera breytingar á löggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi og var frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi haustið 2020. Ein af meginbreytingum frumvarpsins er að falla frá fjöldatakmörkunum atvinnuleyfa á takmörkunarsvæðum. Þannig munu öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verða óþörf, svo sem skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs og þess háttar, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra og svo framvegis. Frumvarpið er tilkomið vegna fyrri athugasemda ESA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Leigubílar Samkeppnismál Evrópusambandið Samgöngur Tengdar fréttir ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA. Núverandi löggjöf, sem takmarki úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubílaakstur á ákveðnum svæðum, geri nýjum rekstraraðilum erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn á markaðinn. „Í lögunum er sömuleiðis gert ráð fyrir að leigubílstjórar innan skilgreindra svæða séu tengdir leigubifreiðastöð og hafi leigubílaakstur að aðalstarfi. Slík takmörkun á staðfesturétt, sem jafnvel útilokar aðkomu nýrra aðila á markaðinn, dregur úr samkeppni og takmarkar nýsköpun sem leiðir til hærra verðs fyrir neytendur.“ Telur EES að löggjöfin feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti samkvæmt 31. grein EES-samningsins. Slíkar takmarkanir séu einungis lögmætar þegar þær eru réttlætanlegar vegna brýnna almannahagsmuna. Ekki hreyft mótmælum Í janúar á þessu á ári tók ESA fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. Þá sagði eftirlitsstofnunin reglur um úthlutun atvinnuleyfa innan skilgreindra svæða ekki vera hlutlægar og hygla núverandi leyfishöfum. Þá var gerð athugasemd við að löggjöfin skyldi leyfishafa til að hafa leigubifreiðaakstur sem meginatvinnu og krefjist þess að viðkomandi sé tengdur leigubifreiðastöð. ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi hvorki lagt fram rökstuðning fyrir takmörkuninni á staðfesturétti á leigubifreiðamarkaðnum né gert viðeigandi ráðstafanir til að afnema þessar takmarkanir. Enn fremur hafi íslenska ríkið ekki hreyft mótmælum við því að núgildandi löggjöf um leigubílaþjónustu sé ekki í samræmi við EES-reglur. Bregðast við athugasemdum með lagabreytingu Til stendur að gera breytingar á löggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi og var frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi haustið 2020. Ein af meginbreytingum frumvarpsins er að falla frá fjöldatakmörkunum atvinnuleyfa á takmörkunarsvæðum. Þannig munu öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verða óþörf, svo sem skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs og þess háttar, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra og svo framvegis. Frumvarpið er tilkomið vegna fyrri athugasemda ESA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins.
Leigubílar Samkeppnismál Evrópusambandið Samgöngur Tengdar fréttir ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39