Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 13:00 Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á störf leigubílstjóra. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA. Núverandi löggjöf, sem takmarki úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubílaakstur á ákveðnum svæðum, geri nýjum rekstraraðilum erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn á markaðinn. „Í lögunum er sömuleiðis gert ráð fyrir að leigubílstjórar innan skilgreindra svæða séu tengdir leigubifreiðastöð og hafi leigubílaakstur að aðalstarfi. Slík takmörkun á staðfesturétt, sem jafnvel útilokar aðkomu nýrra aðila á markaðinn, dregur úr samkeppni og takmarkar nýsköpun sem leiðir til hærra verðs fyrir neytendur.“ Telur EES að löggjöfin feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti samkvæmt 31. grein EES-samningsins. Slíkar takmarkanir séu einungis lögmætar þegar þær eru réttlætanlegar vegna brýnna almannahagsmuna. Ekki hreyft mótmælum Í janúar á þessu á ári tók ESA fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. Þá sagði eftirlitsstofnunin reglur um úthlutun atvinnuleyfa innan skilgreindra svæða ekki vera hlutlægar og hygla núverandi leyfishöfum. Þá var gerð athugasemd við að löggjöfin skyldi leyfishafa til að hafa leigubifreiðaakstur sem meginatvinnu og krefjist þess að viðkomandi sé tengdur leigubifreiðastöð. ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi hvorki lagt fram rökstuðning fyrir takmörkuninni á staðfesturétti á leigubifreiðamarkaðnum né gert viðeigandi ráðstafanir til að afnema þessar takmarkanir. Enn fremur hafi íslenska ríkið ekki hreyft mótmælum við því að núgildandi löggjöf um leigubílaþjónustu sé ekki í samræmi við EES-reglur. Bregðast við athugasemdum með lagabreytingu Til stendur að gera breytingar á löggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi og var frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi haustið 2020. Ein af meginbreytingum frumvarpsins er að falla frá fjöldatakmörkunum atvinnuleyfa á takmörkunarsvæðum. Þannig munu öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verða óþörf, svo sem skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs og þess háttar, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra og svo framvegis. Frumvarpið er tilkomið vegna fyrri athugasemda ESA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Leigubílar Samkeppnismál Evrópusambandið Samgöngur Tengdar fréttir ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA. Núverandi löggjöf, sem takmarki úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubílaakstur á ákveðnum svæðum, geri nýjum rekstraraðilum erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn á markaðinn. „Í lögunum er sömuleiðis gert ráð fyrir að leigubílstjórar innan skilgreindra svæða séu tengdir leigubifreiðastöð og hafi leigubílaakstur að aðalstarfi. Slík takmörkun á staðfesturétt, sem jafnvel útilokar aðkomu nýrra aðila á markaðinn, dregur úr samkeppni og takmarkar nýsköpun sem leiðir til hærra verðs fyrir neytendur.“ Telur EES að löggjöfin feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti samkvæmt 31. grein EES-samningsins. Slíkar takmarkanir séu einungis lögmætar þegar þær eru réttlætanlegar vegna brýnna almannahagsmuna. Ekki hreyft mótmælum Í janúar á þessu á ári tók ESA fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. Þá sagði eftirlitsstofnunin reglur um úthlutun atvinnuleyfa innan skilgreindra svæða ekki vera hlutlægar og hygla núverandi leyfishöfum. Þá var gerð athugasemd við að löggjöfin skyldi leyfishafa til að hafa leigubifreiðaakstur sem meginatvinnu og krefjist þess að viðkomandi sé tengdur leigubifreiðastöð. ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi hvorki lagt fram rökstuðning fyrir takmörkuninni á staðfesturétti á leigubifreiðamarkaðnum né gert viðeigandi ráðstafanir til að afnema þessar takmarkanir. Enn fremur hafi íslenska ríkið ekki hreyft mótmælum við því að núgildandi löggjöf um leigubílaþjónustu sé ekki í samræmi við EES-reglur. Bregðast við athugasemdum með lagabreytingu Til stendur að gera breytingar á löggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi og var frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi haustið 2020. Ein af meginbreytingum frumvarpsins er að falla frá fjöldatakmörkunum atvinnuleyfa á takmörkunarsvæðum. Þannig munu öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verða óþörf, svo sem skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs og þess háttar, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra og svo framvegis. Frumvarpið er tilkomið vegna fyrri athugasemda ESA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins.
Leigubílar Samkeppnismál Evrópusambandið Samgöngur Tengdar fréttir ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun