Efnilegasta skautakona Íslands þurfti að láta færa nýra til í sex tíma aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 08:01 Það mun taka Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur marga mánuði að koma sér aftur í keppnisform. Hér sést hún eftir aðgerðina. Instagram/@isold_fonn Skautakonan Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir verður að taka sér frí frá íþrótt sinni á næstunni eftir að hafa greinst með slagæðaþrengsli eða Artery Compression Syndrome. Ísold Fönn sem er fimmtán ára gömul síðan í júlí sagði frá aðgerðinni sinni á samfélagsmiðlum og þar kom einnig fram að hún verður frá keppni í langan tíma vegna veikinda sinna. Ísold Fönn er efnilegasta skautakona Íslands og var meðal annars fyrst Íslendinga til að ná þreföldu flippstökki í móti í listhlaupi á skautum og fá það dæmt gilt. Hún hefur undanfarið búið og skautað erlendis þar á meðal í Champéry undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Hæ öll. Ég þarf að segja ykkur fréttir af heilsu minni,“ byrjaði Ísold Fönn pistil sinn á Instagram en hann má sjá allan hér fyrir ofan. Hún skrifaði hann á ensku. View this post on Instagram A post shared by Ísold Fönn (@isold_fonn) „Nýlega greindist ég með artery compression syndrome á þremur stöðum. Þetta hefur haft mikil áhrif á æfingar mínar í langan tíma og ég er svo fegin að það hafi komið í ljós hvað var að angra mig,“ skrifaði Ísold. „Í síðustu viku þá fór ég í stóra aðgerð á kviðnum til að laga allar slagæðaþrengingarnar en í aðgerðinni kom í ljós að nýrað mitt var ekki á réttum stað og var fyrir vikið að fá mjög lítið blóð. Þetta var allt lagað í sex og hálfs klukkutíma aðgerð sem gekk mjög vel,“ skrifaði Ísold. „Endurhæfingin verður langhlaup. Þetta tekur fjóra til sex mánuði að gróa innan í mér en ef allt gengur vel þá ætti ég að geta byrjað aftur í íþróttum eftir eitt ár,“ skrifaði Ísold. Ísold hefur eins og áður sagði lengi verið ein efnilegasta skautakona landsins en hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Hún byrjaði að skauta á tjörnunum heima þegar hún bjó á hæsta byggða bóli landsins, Möðrudal á Fjöllum. Þegar hún fór í grunnskóla á Akureyri fór hún að æfa með Skautafélagi Akureyrar en hefur síðustu ár verið mikið erlendis hjá færum þjálfurum eftir að hæfileikar hennar komu betur í ljós. Skautaíþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Ísold Fönn sem er fimmtán ára gömul síðan í júlí sagði frá aðgerðinni sinni á samfélagsmiðlum og þar kom einnig fram að hún verður frá keppni í langan tíma vegna veikinda sinna. Ísold Fönn er efnilegasta skautakona Íslands og var meðal annars fyrst Íslendinga til að ná þreföldu flippstökki í móti í listhlaupi á skautum og fá það dæmt gilt. Hún hefur undanfarið búið og skautað erlendis þar á meðal í Champéry undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Hæ öll. Ég þarf að segja ykkur fréttir af heilsu minni,“ byrjaði Ísold Fönn pistil sinn á Instagram en hann má sjá allan hér fyrir ofan. Hún skrifaði hann á ensku. View this post on Instagram A post shared by Ísold Fönn (@isold_fonn) „Nýlega greindist ég með artery compression syndrome á þremur stöðum. Þetta hefur haft mikil áhrif á æfingar mínar í langan tíma og ég er svo fegin að það hafi komið í ljós hvað var að angra mig,“ skrifaði Ísold. „Í síðustu viku þá fór ég í stóra aðgerð á kviðnum til að laga allar slagæðaþrengingarnar en í aðgerðinni kom í ljós að nýrað mitt var ekki á réttum stað og var fyrir vikið að fá mjög lítið blóð. Þetta var allt lagað í sex og hálfs klukkutíma aðgerð sem gekk mjög vel,“ skrifaði Ísold. „Endurhæfingin verður langhlaup. Þetta tekur fjóra til sex mánuði að gróa innan í mér en ef allt gengur vel þá ætti ég að geta byrjað aftur í íþróttum eftir eitt ár,“ skrifaði Ísold. Ísold hefur eins og áður sagði lengi verið ein efnilegasta skautakona landsins en hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Hún byrjaði að skauta á tjörnunum heima þegar hún bjó á hæsta byggða bóli landsins, Möðrudal á Fjöllum. Þegar hún fór í grunnskóla á Akureyri fór hún að æfa með Skautafélagi Akureyrar en hefur síðustu ár verið mikið erlendis hjá færum þjálfurum eftir að hæfileikar hennar komu betur í ljós.
Skautaíþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira