Katrín Tanja og Anníe Mist ætla að segja okkur frá leyndarmáli í næstu viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir voru leyndardómsfullar á myndinni með færslu sinni á samfélagsmiðlum. Instagram/@katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir átti frábæra endurkomu í CrossFit á árinu eftir að hafa eignast dóttur í ágúst 2020 og nú ætlar hún og vinkona hennar Katrín Tanja Davíðsdóttir að henda sér saman á kaf í jólabókaflóðið. Eins og flestir vita sem fylgjast með CrossFit íþróttinni þá er Katrín Tanja búin að skipta um þjálfara og er þessa dagana að undirbúa sig að flytja heim til Íslands. Katín Tanja hætti hjá Ben Bergeron eftir átta ár og ætlar að leita til þjálfar vinkonu sinnar Anníe Mistar, Jami Tikkanen. Katrín átti ekki sitt besta ár í ár miðað við hennar standard undanfarin ár en varð þó meðal tíu efstu á heimsmeistaramótinu í CrossFit í ágúst. Hún endaði síðan í fimmtánda sæti á Rogue Invitational stórmótinu á dögunum sem er væntanlega hennar síðasta mót á árinu 2021. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín Tanja sýndi frá því í gær þegar hún var búin að pakka búslóðinni sinni saman í Boston og að næst á dagskrá væri að senda það upp á klakann. Katrín Tanja setti síðan inn mjög leyndardómsfulla færslu á Instagram síðu sína. Þar eru hún og Anníe Mist að sussa og við myndina stendur að þær ætli að segja frá leyndarmáli 16. nóvember næstkomandi. Einhver benti á það í athugasemdum að þær haldi báðar á barnabókum á myndinni og það gæti þýtt ýmislegt. Katrín og Anníe hafa nývorið orðið viðskiptafélagar og eru að framleiða saman Dóttir-heyrnartólin með góðri aðstoð. Nú lítur út fyrir að fleiri viðskiptahugmyndir séu búnar að fæðast hjá þeim. Anníe Mist hefur aðeins meira upp á sinni síðu en þar segir hún að þær hafi verið að vinna að þessu saman svo lengi. „Gæti ekki verið spenntari,“ skrifaði Anníe Mist. Þegar leið á kvöldið kom í ljós að leyndarmálið er barnabók sem þær eru að gefa út saman. Aðalpersónan heitir Freyja eins og dóttir Anníe, Freyja Mist. Bókin verður væntanlega kynnt í næstu viku. CrossFit Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Eins og flestir vita sem fylgjast með CrossFit íþróttinni þá er Katrín Tanja búin að skipta um þjálfara og er þessa dagana að undirbúa sig að flytja heim til Íslands. Katín Tanja hætti hjá Ben Bergeron eftir átta ár og ætlar að leita til þjálfar vinkonu sinnar Anníe Mistar, Jami Tikkanen. Katrín átti ekki sitt besta ár í ár miðað við hennar standard undanfarin ár en varð þó meðal tíu efstu á heimsmeistaramótinu í CrossFit í ágúst. Hún endaði síðan í fimmtánda sæti á Rogue Invitational stórmótinu á dögunum sem er væntanlega hennar síðasta mót á árinu 2021. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín Tanja sýndi frá því í gær þegar hún var búin að pakka búslóðinni sinni saman í Boston og að næst á dagskrá væri að senda það upp á klakann. Katrín Tanja setti síðan inn mjög leyndardómsfulla færslu á Instagram síðu sína. Þar eru hún og Anníe Mist að sussa og við myndina stendur að þær ætli að segja frá leyndarmáli 16. nóvember næstkomandi. Einhver benti á það í athugasemdum að þær haldi báðar á barnabókum á myndinni og það gæti þýtt ýmislegt. Katrín og Anníe hafa nývorið orðið viðskiptafélagar og eru að framleiða saman Dóttir-heyrnartólin með góðri aðstoð. Nú lítur út fyrir að fleiri viðskiptahugmyndir séu búnar að fæðast hjá þeim. Anníe Mist hefur aðeins meira upp á sinni síðu en þar segir hún að þær hafi verið að vinna að þessu saman svo lengi. „Gæti ekki verið spenntari,“ skrifaði Anníe Mist. Þegar leið á kvöldið kom í ljós að leyndarmálið er barnabók sem þær eru að gefa út saman. Aðalpersónan heitir Freyja eins og dóttir Anníe, Freyja Mist. Bókin verður væntanlega kynnt í næstu viku.
CrossFit Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira