Segir að Anníe Mist hafi átt næstum því eins tilkomumikinn feril og Toomey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit og það liðu ellefu ár frá fyrstu verðlaunum hennar 2010 og bronsinu hennar í ár. Instagram/@anniethorisdottir Engin kona hefur unnið fleiri heimsmeistaratitla í CrossFit en Ástralinn ósigrandi Tia Clair Toomey en það má ekki vanmeta hvað íslenska goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir hefur gert fyrir íþróttina og Morning Chalk Up minnir CrossFit heiminn einmitt á það í nýrri grein. Anníe Mist hefur án nokkurs vafa gulltryggt nafn sitt meðal þeirra allra bestu í sögu CrossFit íþróttarinnar með frammistöðu sinni á árinu 2021. Það sést líka á stemmningunni í greininni „Why Annie Thorisdottir’s Career is (Almost) as Impressive as Tia-Clair Toomey’s“ á þekkta CrossFit netmiðlinum Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe hefur komist á verðlaunapall á tveimur af stærstu mótum ársins og það ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Hún fylgdi þriðja sætinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational stórmótinu. Enn meðal þeirra bestu eftir þrettán ár Anníe hefur í raun aldrei verið betri en auðvitað hefur samkeppnin aukist mikið frá því að hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Það er því enn magnaðri staðreynd að löngu eftir að hennar „kynslóð“ er hætt að keppa þá er Anníe enn að fóta sig vel meðal þeirra bestu í heimi. Anníe er 32 ára gömul og þrettánda ári að stunda ein mest krefjandi íþrótt í heimi. Blaðmaður Morning Chalk Up fór því að velta fyrir sér hvaða CrossFit kona ætti tilkomumesta ferilinn í sögunni og það ætti að vera auðveld spurning að svara eða hvað? View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Ástralinn Tia Clair Toomey hefur eignað sér fyrsta sætið á flestum listum með því að vinna heimsmeistaratitilinn fimm ár í röð og oftast með miklum yfirburðum. Hann taldi þó ástæða til að minna menn á afrekaskrá Anníe. Toommey sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri Anníe minnti líka Tiu á sig á Rogue Invitational á dögunum þar sem íslenska ofurkonan var í forystu fyrir lokadaginn. Toomey vann á endanum en hefur sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri á móti á síðustu árum. Anníe vann hug og hjörtu allra með slíkri endurkomu en hún var þarna að komast í sjötta sinn á verðlaunapall á heimsleikunum. Anníe Mist er líka mikill brautryðjandi í íþróttinni og enn á fullu þrettán árum eftir að hún byrjaði að keppa. Áhrif hennar á íþróttina eru gríðarleg síðan að hún varð sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika í röð árið 2012. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Framkoma Anníe, bros hennar og útgeislun sama hvernig gengur, hefur heillað alla upp úr skónum frá fyrstu tíð en um leið setti hún tóninn sem fyrirmynd þeirra sem eftir komu. Sú langnæstbesta Afrekaskráin, talin í heimsmeistaratitlum og stigum, er því Toomey mikið í hag en þegar kemur að svo mörgu í sögu og þróun CrossFit íþróttarinnar þá er íslenska CrossFit konan svo mikill áhrifavaldur. Blaðamaður Morning Chalk Up viðurkennir að það sé ekki hægt að ganga framhjá Tiu Clair Toomey sem þá bestu í sögunni en um leið ættu allir að vera sammála um það að Anníe sé sú langnæstbesta. Það er hægt að lesa greinina alla hér en hún er þó læst fyrir aftan áskriftarvegg Morning Chalk Up síðunnar. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Anníe Mist hefur án nokkurs vafa gulltryggt nafn sitt meðal þeirra allra bestu í sögu CrossFit íþróttarinnar með frammistöðu sinni á árinu 2021. Það sést líka á stemmningunni í greininni „Why Annie Thorisdottir’s Career is (Almost) as Impressive as Tia-Clair Toomey’s“ á þekkta CrossFit netmiðlinum Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe hefur komist á verðlaunapall á tveimur af stærstu mótum ársins og það ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Hún fylgdi þriðja sætinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational stórmótinu. Enn meðal þeirra bestu eftir þrettán ár Anníe hefur í raun aldrei verið betri en auðvitað hefur samkeppnin aukist mikið frá því að hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Það er því enn magnaðri staðreynd að löngu eftir að hennar „kynslóð“ er hætt að keppa þá er Anníe enn að fóta sig vel meðal þeirra bestu í heimi. Anníe er 32 ára gömul og þrettánda ári að stunda ein mest krefjandi íþrótt í heimi. Blaðmaður Morning Chalk Up fór því að velta fyrir sér hvaða CrossFit kona ætti tilkomumesta ferilinn í sögunni og það ætti að vera auðveld spurning að svara eða hvað? View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Ástralinn Tia Clair Toomey hefur eignað sér fyrsta sætið á flestum listum með því að vinna heimsmeistaratitilinn fimm ár í röð og oftast með miklum yfirburðum. Hann taldi þó ástæða til að minna menn á afrekaskrá Anníe. Toommey sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri Anníe minnti líka Tiu á sig á Rogue Invitational á dögunum þar sem íslenska ofurkonan var í forystu fyrir lokadaginn. Toomey vann á endanum en hefur sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri á móti á síðustu árum. Anníe vann hug og hjörtu allra með slíkri endurkomu en hún var þarna að komast í sjötta sinn á verðlaunapall á heimsleikunum. Anníe Mist er líka mikill brautryðjandi í íþróttinni og enn á fullu þrettán árum eftir að hún byrjaði að keppa. Áhrif hennar á íþróttina eru gríðarleg síðan að hún varð sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika í röð árið 2012. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Framkoma Anníe, bros hennar og útgeislun sama hvernig gengur, hefur heillað alla upp úr skónum frá fyrstu tíð en um leið setti hún tóninn sem fyrirmynd þeirra sem eftir komu. Sú langnæstbesta Afrekaskráin, talin í heimsmeistaratitlum og stigum, er því Toomey mikið í hag en þegar kemur að svo mörgu í sögu og þróun CrossFit íþróttarinnar þá er íslenska CrossFit konan svo mikill áhrifavaldur. Blaðamaður Morning Chalk Up viðurkennir að það sé ekki hægt að ganga framhjá Tiu Clair Toomey sem þá bestu í sögunni en um leið ættu allir að vera sammála um það að Anníe sé sú langnæstbesta. Það er hægt að lesa greinina alla hér en hún er þó læst fyrir aftan áskriftarvegg Morning Chalk Up síðunnar.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira