Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2021 16:02 Karlmaðurinn sagðist glíma við húðsjúkdóm og því færi hann í ljós. Getty Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar. Það var laugardagsmorguninn 13. júlí 2019 sem lögreglu barst tilkynning um karlmann sem væri að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofuna. Lögregla hitti starfsmann sem lýsti því að karlmaðurinn hefði gert það beint fyrir utan glugga stofunnar, hvar hún sat við vinnu. Hún lýsti manninum og þekkti nafn hans en hann hefði verið nýkominn úr ljósatíma. Hann hefði svo yfirgefið svæðið á reiðhjóli sínu. Viðkomandi var skömmu síðar stöðvaður við Álfheima. Hann neitaði að hafa verið að fróa sér heldur hefði hann klórað sér í pungnum sökum kláða. Hann reyndist verulega ölvaður þegar hann var látinn blása. Stúlkan lýsti því að karlmaðurinn hefði verið rólegur og kurteis en þó angað af áfengi. Hann hefði starað á hana fyrir utan gluggann eftir að hann yfirgaf svæðið, sett hönd inn um buxnaklauf og viðhaft kynferðislegar hreyfingar. Það hefði staðið yfir í dágóða stund en hún reynt að hundsa hann. Eftir nokkurn tíma hefði hann tekið liminn út um klaufina. Þá hefði hún hringt á lögreglu. Á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum sást hvar karlmaðurinn stóð fyrir utan sólbaðsstofuna, setti hönd inn um klaufina og kippti félaganum út. Karlmaðurinn sagðist hafa verið mjög drukkinn eftir skemmtun kvöldið áður og nýgenginn í gegnum sambandsslit. Hann hefði verið sveittur og klístraður eftir ljósatímann og því verið að hagræða pungnum. Hegðunin hefði ekki beinst gegn neinum. Hann vissi ekki hvernig það hefði gerst að limurinn hefði verið úti. Þá bætti hann við fyrir Landsrétti að hann hefði verið í slæmum félagsskap á þessum tíma og átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefði nú snúið við blaðinu. Bæði héraðsdómur og Landsréttur töldu sannað að karlmaðurinn hefði berað og handleikið kynfæri sín. Háttsemin hefði beinst gegn stúlkunni. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Það var laugardagsmorguninn 13. júlí 2019 sem lögreglu barst tilkynning um karlmann sem væri að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofuna. Lögregla hitti starfsmann sem lýsti því að karlmaðurinn hefði gert það beint fyrir utan glugga stofunnar, hvar hún sat við vinnu. Hún lýsti manninum og þekkti nafn hans en hann hefði verið nýkominn úr ljósatíma. Hann hefði svo yfirgefið svæðið á reiðhjóli sínu. Viðkomandi var skömmu síðar stöðvaður við Álfheima. Hann neitaði að hafa verið að fróa sér heldur hefði hann klórað sér í pungnum sökum kláða. Hann reyndist verulega ölvaður þegar hann var látinn blása. Stúlkan lýsti því að karlmaðurinn hefði verið rólegur og kurteis en þó angað af áfengi. Hann hefði starað á hana fyrir utan gluggann eftir að hann yfirgaf svæðið, sett hönd inn um buxnaklauf og viðhaft kynferðislegar hreyfingar. Það hefði staðið yfir í dágóða stund en hún reynt að hundsa hann. Eftir nokkurn tíma hefði hann tekið liminn út um klaufina. Þá hefði hún hringt á lögreglu. Á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum sást hvar karlmaðurinn stóð fyrir utan sólbaðsstofuna, setti hönd inn um klaufina og kippti félaganum út. Karlmaðurinn sagðist hafa verið mjög drukkinn eftir skemmtun kvöldið áður og nýgenginn í gegnum sambandsslit. Hann hefði verið sveittur og klístraður eftir ljósatímann og því verið að hagræða pungnum. Hegðunin hefði ekki beinst gegn neinum. Hann vissi ekki hvernig það hefði gerst að limurinn hefði verið úti. Þá bætti hann við fyrir Landsrétti að hann hefði verið í slæmum félagsskap á þessum tíma og átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefði nú snúið við blaðinu. Bæði héraðsdómur og Landsréttur töldu sannað að karlmaðurinn hefði berað og handleikið kynfæri sín. Háttsemin hefði beinst gegn stúlkunni. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira