Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2021 17:51 Brynja Dan segir greiðslukerfi Valitors og Rapyd hafa hrunið í gær. Vilhelm/Aðsend Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. Dagur einhleypra, eða Singles Day, er haldinn hátíðlegur ellefta nóvember ár hvert víða um heim. Fyrir nokkrum árum var hefðin tekin upp hér á landi og bjóða fjölmörg fyrirtæki vörur og þjónustu á afslætti í vefverslun. Brynja Dan Gunnarsdóttir heldur úti vefsíðunni 1111.is en þar eru tekin saman öll tilboð sem samstarfsaðilar vefsíðunnar bjóða. Hún segir í samtali við Vísi að hátt í fjögur hundruð fyrirtæki hafi skráð tilboð sín á síðunni í gær. Brynja segir daginn hafa gengið betur en nokkur hafði vonað og að sala hafi verið á pari við sölunna í fyrra. „Greinilega margir sem náðu að klára jólin á netinu,“ segir Brynja. Kerfið hrynji á hverju ári Brynja segir hins vegar að hrun greiðslukerfa Rapyd og Valitor hafa spillt gleðinni að nokkru leiti. Hún segir kerfin hafa hrunið undan álagi um klukkan tíu í gærkvöldi. Það sé einmitt sá tími sem fólk flykkist inn á netverslanir til að klára jólainnkaupin með ríflegum afslætti. Hún nefnir til dæmis að engar færslur hafi farið í geng í vefverslun Cintamani eftir klukkan tíu í gær. Hún segir það hafa verið viðbúið að vandamál yrðu í tenglsum við færsluhirðingu enda hafi það gerst á hverju ári síðan 1111.is fór í loftið. Brynjar furðar sig á því að ekki sé gert ráð fyrir því mikla álagi sem verður á kerfinu á degi einhleypra. Hún efast um að öll greiðslumiðlun fari á hliðina í Bandaríkjunum á „Black Friday“ á ári hverju. „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu,“ segir hún. Þá segir hún að henni þyki leiðinlegt að sökinni sé skellt á 1111.is eða þær verslanir sem fólk verslar við þegar greiðslur komast ekki í gegn. Hún hefur þó skilning á því þar sem erfitt sé að hafa samband við greiðslumiðlunarfyrirtæki. Greiðslumiðlun Verslun Neytendur Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Dagur einhleypra, eða Singles Day, er haldinn hátíðlegur ellefta nóvember ár hvert víða um heim. Fyrir nokkrum árum var hefðin tekin upp hér á landi og bjóða fjölmörg fyrirtæki vörur og þjónustu á afslætti í vefverslun. Brynja Dan Gunnarsdóttir heldur úti vefsíðunni 1111.is en þar eru tekin saman öll tilboð sem samstarfsaðilar vefsíðunnar bjóða. Hún segir í samtali við Vísi að hátt í fjögur hundruð fyrirtæki hafi skráð tilboð sín á síðunni í gær. Brynja segir daginn hafa gengið betur en nokkur hafði vonað og að sala hafi verið á pari við sölunna í fyrra. „Greinilega margir sem náðu að klára jólin á netinu,“ segir Brynja. Kerfið hrynji á hverju ári Brynja segir hins vegar að hrun greiðslukerfa Rapyd og Valitor hafa spillt gleðinni að nokkru leiti. Hún segir kerfin hafa hrunið undan álagi um klukkan tíu í gærkvöldi. Það sé einmitt sá tími sem fólk flykkist inn á netverslanir til að klára jólainnkaupin með ríflegum afslætti. Hún nefnir til dæmis að engar færslur hafi farið í geng í vefverslun Cintamani eftir klukkan tíu í gær. Hún segir það hafa verið viðbúið að vandamál yrðu í tenglsum við færsluhirðingu enda hafi það gerst á hverju ári síðan 1111.is fór í loftið. Brynjar furðar sig á því að ekki sé gert ráð fyrir því mikla álagi sem verður á kerfinu á degi einhleypra. Hún efast um að öll greiðslumiðlun fari á hliðina í Bandaríkjunum á „Black Friday“ á ári hverju. „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu,“ segir hún. Þá segir hún að henni þyki leiðinlegt að sökinni sé skellt á 1111.is eða þær verslanir sem fólk verslar við þegar greiðslur komast ekki í gegn. Hún hefur þó skilning á því þar sem erfitt sé að hafa samband við greiðslumiðlunarfyrirtæki.
Greiðslumiðlun Verslun Neytendur Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira