Tuskubeljan Cowie skilaði sér heim til London frá Vík Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2021 21:00 Perluvinkonurnar Hattie og Cowie hafa verið sameinaðar á ný. Richard Sains/Áhöfn Play Bretinn Richard Sains kann Íslendingum bestu þakkir fyrir að hafa komið hinni heittelskuðu Cowie aftur í faðm eiganda síns, Hattie. Tuskubeljan Cowie varð eftir á tjaldsvæði í Vík í Mýrdal þegar Hattie var á íslandsferðalagi ásamt fjölskyldu sinni. Eðli málsins samkvæmt var Hattie með böggum hildar yfir aðskilnaðinum en sökum þéttrar dagskrár gat fjölskyldan ekki nálgast Cowie. Fjölskyldufaðirinn lagði mikið á sig í viðleitni sinni til að endurheimta Cowie en allar tilraunir hans til að sameina Hattie og Cowie mistókust. Hann fór meira að segja svo langt að ráða sendil til að sækja Cowie. Sá lét reyndar aldrei sjá sig. Cowie skoðaði meðal annars Kvernufoss á leið sinni til Reykjavíkur frá Vík.Óðinn Yngvason Nokkrir mánuðir eru síðan Cowie gleymdist í Vík en þegar Hattie var í uppnámi þegar kom að háttatíma síðasta mánudagskvöld ákvað Richard að gera eina lokatilraun. Hann reyndi á mátt samfélagsmiðla og setti færslu á Facebook-síðuna Travel Iceland. Hann segist ekki hafa búist við miklu en að strax daginn eftir hafi mikill fjöldi fólks boðið honum aðstoð. Óðinn Yngvason ferjaði Cowie frá Vík til Reykjavíkur þar sem Halldór Ingvason tók við henni og veitti henni fylgd til London. Óðinn (t.v.) afhenti Halldóri Cowie á bensínstöð í Reykjavík. Við tók viðburðarík flugferð þar sem áhöfn flugvélar Play tók vel á móti Cowie. Til að mynda fékk hún að líta inn í flugstjórnarklefann. Harla ólíklegt er að Cowie dreymi um að verða flugstjóri.Áhöfn Play Þremur dögum eftir að Richard auglýsti eftir Cowie fékk hann hana afhenta á öldurhúsi í London. Hattie dóttir hans var hin glaðasta þegar hún vaknaði daginn eftir með Cowie sér við hlið. Richard segir málið skína jákvæðu ljósi á það hvernig samfélagsmiðlar geti tengt fólk um allan heim saman. Hann kann öllum á Travel Iceland hópnum, og sér í lagi þeim Óðni og Halldóri, bestu þakkir fyrir og lofar að heimsækja Ísland aftur í bráð. Bretland Ferðamennska á Íslandi Krakkar Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Tuskubeljan Cowie varð eftir á tjaldsvæði í Vík í Mýrdal þegar Hattie var á íslandsferðalagi ásamt fjölskyldu sinni. Eðli málsins samkvæmt var Hattie með böggum hildar yfir aðskilnaðinum en sökum þéttrar dagskrár gat fjölskyldan ekki nálgast Cowie. Fjölskyldufaðirinn lagði mikið á sig í viðleitni sinni til að endurheimta Cowie en allar tilraunir hans til að sameina Hattie og Cowie mistókust. Hann fór meira að segja svo langt að ráða sendil til að sækja Cowie. Sá lét reyndar aldrei sjá sig. Cowie skoðaði meðal annars Kvernufoss á leið sinni til Reykjavíkur frá Vík.Óðinn Yngvason Nokkrir mánuðir eru síðan Cowie gleymdist í Vík en þegar Hattie var í uppnámi þegar kom að háttatíma síðasta mánudagskvöld ákvað Richard að gera eina lokatilraun. Hann reyndi á mátt samfélagsmiðla og setti færslu á Facebook-síðuna Travel Iceland. Hann segist ekki hafa búist við miklu en að strax daginn eftir hafi mikill fjöldi fólks boðið honum aðstoð. Óðinn Yngvason ferjaði Cowie frá Vík til Reykjavíkur þar sem Halldór Ingvason tók við henni og veitti henni fylgd til London. Óðinn (t.v.) afhenti Halldóri Cowie á bensínstöð í Reykjavík. Við tók viðburðarík flugferð þar sem áhöfn flugvélar Play tók vel á móti Cowie. Til að mynda fékk hún að líta inn í flugstjórnarklefann. Harla ólíklegt er að Cowie dreymi um að verða flugstjóri.Áhöfn Play Þremur dögum eftir að Richard auglýsti eftir Cowie fékk hann hana afhenta á öldurhúsi í London. Hattie dóttir hans var hin glaðasta þegar hún vaknaði daginn eftir með Cowie sér við hlið. Richard segir málið skína jákvæðu ljósi á það hvernig samfélagsmiðlar geti tengt fólk um allan heim saman. Hann kann öllum á Travel Iceland hópnum, og sér í lagi þeim Óðni og Halldóri, bestu þakkir fyrir og lofar að heimsækja Ísland aftur í bráð.
Bretland Ferðamennska á Íslandi Krakkar Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira